Ég er nú ekki beint vanur því að nota þetta svæði til að vera ósammála einhverri þjóðfélagsumræðu, en ég ætla að vera það núna. Eins og stundum áður fylgdist ég með Kastljósinu í kvöld (Valur Gunnarsson og Guðmundur Oddur Magnússon).
Þar var meðal annars efnis fjallað nokkuð um fyrirbærið "krúttkynslóð". Sá skilningur sem þar kom fram, er að mínu áliti fjarri lagi, þó ekki sé nema vegna þess, að sú lýsing á kröftugri og djúpt þenkjandi kynslóð, sem þar kom fram, er með engu móti hægt að tengja við það heiti sem þessi kynslóð hefur fengið.
Hér er mín skilgreining:
Þeir sem ég vil flokka til krúttkynslóðarinnar er fólk sem er á aldrinum 15-25/7 ára. Þetta er fólk sem varð ekki lögráða fyrr en 18 ára og þekkir ekkert annað en botnlausan uppgang í efnahagslífinu. Þetta er sú kynslóð sem er hvað límdust við tækin sín hvort sem það eru tölvur eða farsímar og lífir að stórum hluta á yfirborði lífsins; hefur ekki þurft að takast á við erfiðleika á ævinni. Þessi kynslóð er af ofangreindum ástæðum fremur saklaus og að mestu leyti kurteis, enda kann hún vel á yfirborðslega hegðun.
Þessi kynslóð hefur lifað lífi þar sem nánast allt hefur verið hægt; hún hefur fylgst með því hvernig foreldrarnir hafa efnast og fylgst með því hvernig áberandi landar þeirra hafa safnað brjálæðislegum auði. Aðrar fyrirmyndir þessarar kynslóðar eru frægt fólk, hvort sem það eru leikarar, íþróttahetjur eða tónlistarmenn.
Allt um kring allsnægtir - kvöl og dauði einhversstaðar birtist í fréttum sem þessi kynslóð horfir ekki á.
Þetta er kynslóðin sem telur að allt sé hægt (síðari viðbót til nánari útskýringar) án þess að hafa þurfi fyrir því.
Þetta er kynslóðin sem er ekki tilbúin að taka ábyrgð á sjálfri sér.
Þetta er ljúft fólk - alveg hreint ágætt fólk, sem telur að þetta komi allt af sjálfu sér.
Hvernig má líka annað vera eins fyrirmyndir og við þessi eldri höfum verið?
Krúttin eru að kalla,
komið er að því.
Eina sem ég er ósammála þér í þessu er: "Þetta er kynslóðin sem telur að allt sé hægt"
SvaraEyðaÉg tel að allir eigi að hugsa þannig, það er hvetjandi..... allavega "allt er hægt, þangað til annað kemur í ljós" :)
Algerlega sammála þér að vera ósammála "Godda". Það var EKKI krúttkynslóð, sem hann var að tala um heldur "eftirhreytur og tímaskekkjur" (nú var ég fyndin, rétt einn ganginn) - frá fornum greindar-elitum; fremur vel til vinstri og samfélagslega meðvituðum.
SvaraEyðaNú,nú en hiðrkveðillinn er sum sé sammála skilgreiningu laumubloggarans á krúttkynslóð. Því var ljóðað í kringum það:
Krúttin eru að kalla
komið er að því
vita þau fæst varla
að veröld hérna í
gæfuveg ei greiðir
gróðabrall og skart
lausn færr*' ei á leiðir
lífsstíll dýr og smart.
Og hananú!
H.Ág.
*færr; forn orðmynd frá ofanverðri 19.öld. Einkum þekkt af Norðurlandi vestra en einnig hafa einnig borist nokkur dæmi um hana af Ströndum vestur. Merking: að færa; afhenda; fá í hendur.
Kveðorðabók bls 629, 3 útg. 1936