23 maí, 2008

Útrás

Það er nokkuð sama hvert við höldum þegar við endanlega skríðum út úr skólakerfinu, við stöndum frammi fyrir því að spjara okkur í kapítalísku þjóðfélagi, eða er það ekki? Við eigum að vera búin að tileinka okkur ýmsa færni og þekkingu, sem síðan á að gera okkur fær um að sjá okkur og okkar farborða. Við getum ekki öll orðið bankastjórar eða eigendur alþjóðlegra verslanakeðja. Flest okkar þurfa að framfleyta sér á launavinnu af einhverju tagi.
Helsti draumur barna og unglinga þessa lands hefur verið sá undanfarin ár, að eignast mikið af peningum, til að geta keypt fullt af hlutum og til að geta gert það sem maður vill.
Í skólakerfinu er allt kapp lagt á (allavega í umræðunni) að nemendur eigi að hafa endalaust val um hvað þeir telja sjálfir að þeim sé fyrir bestu, sem oftast felst í því að fara auðveldustu leiðina í gegnum námið, þar sem það er svo margt annað skemmtilegt sem er í boði: Nágrannar, Grand Theft Auto, Manchester United, MSN...........æ, ég nenni ekki að tejla þetta allt upp. Afþreyingin er endalaus.
Í skólakerfinu er ofuráhersla á að hver einstaklingur eigi að fá námsefni við hæfi og á þeim hraða sem hentar. Þetta er eitt af því sem hljómar svo fallega, en mig grunar að, í flestum skólum, sé þetta ekki reyndin.
Í skólakerfinu er búið að fjarlægja flest tæki kennara til að aga nemendur og búa þá þannig undir að takast á við lífið í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Tækið sem kennarar fá í staðinn frá uppeldisfræðilegum kenningasmiðum er að gera námið 'skemmtilegt' - og keppa þannig við alþjóðlegan afþreyingariðnað. Þegar skemmtunin gengur ekki nægilega vel - kemur upp hugmyndin um að námið eigi að vera skapandi. Bara orðið 'skapandi' hljómar bara nokkuð vel. Í mínum huga er orðið, í því samhengi sem hér er um að ræða, sérlega innantómt. Sköpun verður að eiga sér stað á einhverjum þekkingar- eða skilningsgrunni.
Mér er spurn: Hvar á lífsleiðinni eiga börnin okkar að reka sig á? Þegar þau eru orðin fulltíða fólk sem er búið að kaupa allt sem hugurinin girnist og situr í botnlausri skuldasúpu? Þegar þau eru búin að eignast barn og lenda í því að komast ekki á djammið fyrir krakkagrísnum? Það er kannski þá sem hin skapandi hugsun kemur til skjalanna?
Eitt er hið skapandi líf, en annað er hið raunverulega.

Aumingjavæðingin elur af sér börn.

3 ummæli:

  1. Verst að aumingjavæðingin er ekki eins og byltingin sem étur sín börn

    SvaraEyða
  2. Jahá, er það svo? Nehhei! Það er verra ef nokkuð er.
    Fjölbreytni fyrir alla er í reyndinni orð á pappír og svo hafa nokkrir "dragtar"kennarar komið sér upp lífsviðurværi með að ferðast á milli skóla og segja stéttinni að hún sé nú ekki par sniðug að framfylgja þessu ekki; þetta sé ekkert mál. - 2. gráðu Þvæla

    Skapandi starf? Hehehe; nemendur nenna því bara hreint ekki margir hverjir. Ráða auk þess illa við, því hin alagera mötun viðskiptaþjóðfélagsins er búin að fylla upp í þær glufur og það frjálsa hugflæði, sem nemarnir fæddust ef til vill með.

    Agatæki kennara? Voru einhver eftir?? Hvar? Hvernig?
    Nei -ofbeldi, mismunun, einelti og kynferðisleg áreitni (þegar best lætur) - skal slíkt heita. Verst hve sá hópur kennara er fjölmennur sem nennir ekki að hugleiða hvert við stefnum, heldur gleypir þessa "skandinavísku samfélagslega meðvituðu undanlátsstefnu" og aumingjadekrið - gersamlega hrátt. Geta kannski ekki annað?! Hafa ekki bolmagn andans? Nei bara ósmekkleg athugasemd.
    Að lokum ný saga úr grunnskólalífinu íslenska (fyrir utan þessa af nemendum sem nenna ekki að taka töskrunar með sér heim, því það er of mikil fyrirhöfn, ef þeir eru ekki keyrðir. En sagan:

    Bóknámsgreindur, líkamlega hraustur og ófatlaður nemandi er í miðri laug í sundprófi.
    Stoppar þar. Íþr, kennari kallar "heyrðu, þú getur alveg klárað vegalendgina. Átt ekki nema helming eftir"
    Nemandinn, rís upp, stendur í báða fætur og kallar: "hjnei, ég nenni þessu ekki".
    Fór upp úr.
    Úrræði til aga:
    Lauk ekki sundprófi - endurtaka bekkinn?
    Vísa heim uns eitthvað væri gert?
    Taka í hnakkadrambið og henda aftur út í?
    Segja að þegja og halda sig að verkefninu?
    Nenni ekki þessu fokkings sundi... og hvað svo?

    Nei, dríííím on!

    Þetta er grunnskólakerfið í dag með ólíkum leiðum og fullu valfrelsi!
    Til hamingju Ísland...

    og hvernig ætli þetta unga fólk verði sem stjórnendur lands- og lýðsmála? Að ónefndu eigin lífi og hamingju?
    HÁg

    SvaraEyða
  3. Áfram Palli.
    Alltaf ferskur og fyndinn.
    Góða ferð vestur um haf og vonandi er engin aumingjavæðing þar á bæ.
    Kv. Aðalheiður

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...