26 maí, 2008

Í vesturveg


Viðbrögð við útrásinni sem ég þurfti í síðustu færslu hafa verið fremur hófstillt, mér til nokkurrar undrunar. Annarsvegar er um að ræða pistil sem ég get ekki túlkað með öðrum hætti en sem stuðning við málflutninginn, og hinsvegar er færsla frá einum aðdáenda þessarar síðu, sem virðist líta svo á að þær skoðanir sem ég setti fram, séu bara eintómt grín. Ég hlýt að líta svo á, að viðkomandi aðhyllist þessar nýju uppeldisfræðikenningar svo mjög, að hann líti á framlag mitt sem afar fjarstæðukennt og vart svaravert. En það er bara allt í lagi.


Það er, sem sagt, ekki vegna harkalegra viðbragða við bloggfærslum mínum sem ég mun brátt yfirgefa landið græna og góða skamma stund.


Þá verður haldið í vesturátt með áfangastaðinn, Minneapolis, fyrir trjónu. Þaðan liggur leið víðsvegar um Íslendingabyggðir um stund. Þar sem um er að ræða námsferð verða að sjálfsögðu nokkrir vesturheimskir framhaldsskólar sóttir heim. Auðvitað rennir veikara (hér verður kannski sprenging) kynið hýru auga til heimsþekktrar verslunarmiðstöðvar sem er þarna einhversstaðar.



Þessi fjarvera mín hefur nokkuð sjálfkrafa í för með sér að ég fæ enga útrás á þessum stað fyrr en að henni lokinni - örfáum dögum seinna


Veriði bara margblessuð í bili.


Í mollinu´er megrunin fjarri.

1 ummæli:

  1. Í mollinu margt er að smakka
    og mikið ég til þess nú hlakka
    að keifa þar um
    með kon-on-onum
    og kaupa mér rakilm og frakka.
    H.Ág.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...