05 júní, 2008

.... og síðan austur aftur

Nú erum við sem sagt snúin aftur úr afar merkilegri ferð um slóðir Íslendinga í Norður Dakóta og Manitóba. Enn sem komið er er ekki um að ræða að ég fari að fara mörgum orðum um ferð þessa þar sem flugþreyta og fleiri kvillar gera vart við sig þessa stundina, en skelfing var þetta gaman um leið og það var að mörgu leyti ekki auðvelt. Ég skil bandaríska þjóðarsál betur en áður, og einnig mollin.
Þá er ég betur tengdur við sögu þeirra landa sem tóku á það ráð að skella sér vestur um haf á síðari hluta 19. aldar og fyrstu árum þeirrar 20. Af einhverjum ástæðum er ég búinn að komast að þeirri niðurstöðu, að þeir hafi verið fremur grunnhyggnir, blessaðir.
Ég reikna með, að frekar verði fjallað um þessi mál öll á næstunni og efast ekki um að því verður vel tekið. Vonast ennfremur til að skella nokkrum þeirra hundraða Canon ljósmynda sem teknar voru, inn á myndasíðuna.
Nú er best að hvíla sig.

No jokin' about jet lag

1 ummæli:

  1. Ég get ekki annað sagt en að ég hlakki til að sjá myndir og lesa frekar um ævintýri kvistholtsparsins í útlöndum :)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...