26 júlí, 2008

Sagnfræði og líflát

Ein fyrsta og stærsta garðyrkjustöð í Tungunum á sínum tíma var á Syðri-Reykjum, stofnuð 1936, í eigu Stefáns Árnasonar og Áslaugar Ólafsdóttur. Vegna uppbyggingar stöðvarinnar og ræktunarinnar var þeim þörf á miklum mannafla og einn þeirra sem þar steig sín fyrstu skref inn í heim garðyrkjunnar var Skúli nokkur Magnússon, margnefndur sem gamli unglingurinn á þessu svæði.

Hann skellti sér suður á land í starfsþjálfun á Syðri Reykjum, en slík þjálfun var forsenda fyrir því að fá inni á garðyrkjuskólanum. Ekkert varð úr skólanáminu, því eftir lærdómsríka dvöl hjá þeim Stefáni og Áslaugu varð það úr að hann keypti garðyrkjustöð í Laugarási ásamt konunni sinni frá Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi, Guðnýju Pálsdóttur.


Þetta var örstuttur inngangur.


Í blíðviðrinu í gær skelltum við okkur í bíltúr, sem ekki er svo sem í frásögur færandi. Leiðin lá um nærumhverfið, m.a. með viðkomu á Syðri Reykjum IV, sem nú heitir. Þar búa Ólafur Stefánsson og Bärbel Stefánsson (þar fékk ég staðfestingu á aldri mínum, því ég man enn þegar Bärbel kom sem vinnukona til Renötu og Gunnlaugs árið 1966). Óli á Reykjum er, sem sagt, sonur þeirra Stefáns og Áslaugar og þau hjónin rækta gúrkur. Hann dró fram myndaalbúm frá þeim tíma sem pabbi var á Reykjum og ekki gat ég greint annað en sá gamli hafði töluverða ánægju af að rifja þetta allt saman upp.

Enn ein smámyndin úr daglega lífinu.

Á Syðri -Reykjum var sjúklega gaman,
söngur og gleði hvern dag.

Það sem birtist hér fyrir neðan er ekki ætlað viðkvæmum.

-------------------------------------------------------


Önnur smámynd:



Stór og feitur skrattakollur náði því ekki að verða saddur lífdaga í morgun.



________________________________

2 ummæli:

  1. Amma og afi voru svo fallegt par, get endalaust skoðað myndir af þeim í gömlu albúmunum hjá afa :)

    SvaraEyða
  2. Á Syðri-Reykjum var sjúklega gaman
    söngur og gleði hvern dag
    og unglingur ljómaði allur íframan
    af unaði ræddi sitt fag.


    Bloggskapur um kynnisferð unglings

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...