Þetta var örstuttur inngangur.
Í blíðviðrinu í gær skelltum við okkur í bíltúr, sem ekki er svo sem í frásögur færandi. Leiðin lá um nærumhverfið, m.a. með viðkomu á Syðri Reykjum IV, sem nú heitir. Þar búa Ólafur Stefánsson og Bärbel Stefánsson (þar fékk ég staðfestingu á aldri mínum, því ég man enn þegar Bärbel kom sem vinnukona til Renötu og Gunnlaugs árið 1966). Óli á Reykjum er, sem sagt, sonur þeirra Stefáns og Áslaugar og þau hjónin rækta gúrkur. Hann dró fram myndaalbúm frá þeim tíma sem pabbi var á Reykjum og ekki gat ég greint annað en sá gamli hafði töluverða ánægju af að rifja þetta allt saman upp.
Enn ein smámyndin úr daglega lífinu.
Á Syðri -Reykjum var sjúklega gaman,
söngur og gleði hvern dag.
Það sem birtist hér fyrir neðan er ekki ætlað viðkvæmum.
-------------------------------------------------------
Önnur smámynd:
Stór og feitur skrattakollur náði því ekki að verða saddur lífdaga í morgun.
________________________________
Amma og afi voru svo fallegt par, get endalaust skoðað myndir af þeim í gömlu albúmunum hjá afa :)
SvaraEyðaÁ Syðri-Reykjum var sjúklega gaman
SvaraEyðasöngur og gleði hvern dag
og unglingur ljómaði allur íframan
af unaði ræddi sitt fag.
Bloggskapur um kynnisferð unglings