26 júlí, 2008

Sagnfræði og líflát

Ein fyrsta og stærsta garðyrkjustöð í Tungunum á sínum tíma var á Syðri-Reykjum, stofnuð 1936, í eigu Stefáns Árnasonar og Áslaugar Ólafsdóttur. Vegna uppbyggingar stöðvarinnar og ræktunarinnar var þeim þörf á miklum mannafla og einn þeirra sem þar steig sín fyrstu skref inn í heim garðyrkjunnar var Skúli nokkur Magnússon, margnefndur sem gamli unglingurinn á þessu svæði.

Hann skellti sér suður á land í starfsþjálfun á Syðri Reykjum, en slík þjálfun var forsenda fyrir því að fá inni á garðyrkjuskólanum. Ekkert varð úr skólanáminu, því eftir lærdómsríka dvöl hjá þeim Stefáni og Áslaugu varð það úr að hann keypti garðyrkjustöð í Laugarási ásamt konunni sinni frá Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi, Guðnýju Pálsdóttur.


Þetta var örstuttur inngangur.


Í blíðviðrinu í gær skelltum við okkur í bíltúr, sem ekki er svo sem í frásögur færandi. Leiðin lá um nærumhverfið, m.a. með viðkomu á Syðri Reykjum IV, sem nú heitir. Þar búa Ólafur Stefánsson og Bärbel Stefánsson (þar fékk ég staðfestingu á aldri mínum, því ég man enn þegar Bärbel kom sem vinnukona til Renötu og Gunnlaugs árið 1966). Óli á Reykjum er, sem sagt, sonur þeirra Stefáns og Áslaugar og þau hjónin rækta gúrkur. Hann dró fram myndaalbúm frá þeim tíma sem pabbi var á Reykjum og ekki gat ég greint annað en sá gamli hafði töluverða ánægju af að rifja þetta allt saman upp.

Enn ein smámyndin úr daglega lífinu.

Á Syðri -Reykjum var sjúklega gaman,
söngur og gleði hvern dag.

Það sem birtist hér fyrir neðan er ekki ætlað viðkvæmum.

-------------------------------------------------------


Önnur smámynd:



Stór og feitur skrattakollur náði því ekki að verða saddur lífdaga í morgun.



________________________________

2 ummæli:

  1. Amma og afi voru svo fallegt par, get endalaust skoðað myndir af þeim í gömlu albúmunum hjá afa :)

    SvaraEyða
  2. Á Syðri-Reykjum var sjúklega gaman
    söngur og gleði hvern dag
    og unglingur ljómaði allur íframan
    af unaði ræddi sitt fag.


    Bloggskapur um kynnisferð unglings

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...