Í þessu samhengi er einnig um að ræða grundvallarþætti í lífi hvers manns. Allir sjá sjálfa sig fyrir sér inni í framtíðinni, í einhverjum tilteknum aðstæðum. Þessar aðstæður geta lotið að búsetu, starfi, menntun, hjúskaparstöðu, barnafjölda, eða öðrum þáttum af svipuðum toga, sem hafa mikil áhrif á það hvernig lífi viðkomandi lifir og hvað hann skilur eftir sig þegar hann er búinn að hamast á leiksviðinu sem líf vort er, um stund áður en tjaldið fellur.
Ég minnist þess t.d. að á ákveðnu tímabili lífsins ákvað ég að einhverntíma skyldi ég eignast NSU Prinz, sem mér þótti afar skemmtilegur bíll. Hann reyndist hinsvegar ekki standast tímans tönn í hönnunarlegu samhengi; hann náði því ekki að verða klassískur og hætti því tiltölulega fljótlega að höfða til mín.
Það sama er ekki að segja um annan bíl, sem hefur ávallt verið í mínum huga sá fararskjóti sem ég verð einhverntíma að eignast. Tímalaus hönnunin er nánast fullkomin og gerir lítið úr öllum tilraunum mannsins síðan til að þróa bíla, sem eiga að höfða til nútímamannsins. Jú, mér hefur fundist það gegnum árin, að margir bílar sem á vegi mínum hafa orðið, hafi ekki verið ófagrir útlits, en nokkrum árum eftir að þeir komu nýir á götuna eru þeir oftar en ekki orðnir forljótir, bæði vegna þess að hönnunin var ekki nógu góð, og einnig vegna þess, líklegast, að það eru komnar nýrri útgáfur sem auglýsingabransinn er búinn að sannfæra okkur um að nauðsynlegt sé að eignast.
Tímalausi bíllinn sem ég minntist á hér að ofan fellur ekki í kramið hjá neinum í þessari fjölskyldu nema mér, og þá er ég frekar að draga úr þeim viðbrögðum sem ég fæ þegar ég tjái löngun mína til að eignast svona grip. 'Ég myndi ekki láta sjá mig með þér í þessu!'
Þráin eftir gripnum hverfur hinsvegar ekki og styrkist með aldrinum frekar en hitt. Hver veit nema sá dagur komi að draumurinn rætist.
Í draumi sérhvers manns er fall hans falið
#!#!#!#!#!#!#!#!#!#!#!#!#!#!#!#!#!!#!
Draumabílinn má sjá hér fyrir neðan
Citroën 2CV
Já Citroen bragginn hefur ákveðinn sjarma. Fallega ljótur myndi ég segja. Þú og Frú Dröfn tækjuð ykkur vel út í honum. Annars ættirðu bara að fá þér fjórhjól, það er í tísku!
SvaraEyða"Í draumi sérhvers manns er fall hans falið"
SvaraEyðaog fagrar vonir birtast sjónum títt:
eg hef í brjósti þrátt um aldur alið
óskina um líf mitt - dyggðum prýtt.
Svo lít ég yfir veginn (varist holur!)
og viðurkenni að skrikaði þar oft
sá fótur er til ferða reyndist valinn
mér fleygð' á bakið eða send' á loft.
En fleiðrin, þau mér fengu visk' og þekking,
sem fagna tíðum þó að teldust raun,
í fögnuði ég finn, -það er ei blekking-
að franskur braggi verður sigurlaun!
Bloggskapur um draum
Lagboði: Ökuljóð
SvaraEyðaEinn á vegi í vagninum ek ég
þó hér villlj' enginn ferðast með mér!
Gegnum kvöldhúmið keyri með tárum
klappa stýri og gef frá mér söng.
Frúin heima í fýlu og börnin
fliss' og stríííða mér kvikindisleg
en ég kátur í sinni nú kvaka...
(já já, við ekilsins söng!)
Bloggskapur hrekkjusvínsins
Hmm ja thetta er nu langt fra thvi ad vera sa fallegasti :) EN thad fer fjarri mer ad tradka a draumum annara og thvi held eg bara ad thu aettir ad lata verda af thvi. Gaetir kannski fengid ther staf, rykfrakka og gömlukallahatt i leidinni :>
SvaraEyðaEN thetta med EOS450d skil eg vel, thar sem löngunin verdur thad mikil ad madur nanast missir rökhugsun :) EN hvad gerir madur ekki fyrir draumana sina! Their raetast vist akki af sjalfuser.
Bestu kvedjur fra Lofer
Frá tilkynningaskyldunni:
SvaraEyðaHirðskáld bloggarans tekur leyfi frá störfum að sinni. Fer til Danmerkur með prins og prinsessu 6 og 8 ára, að hitta pabba og fara í Legoland.
Bloggskaparskrímslið
Góða ferð hirðskáld.
SvaraEyða