Eins og fram hefur komið áður, þá tel ég, og held að það sé nokkuð sammannlegt mat, að án fortíðarinnar sé ekki um að ræða neina framtíð. Fyrir þessu er tiltölulega einfalt að færa rök, en þrátt fyrir það hefur hin íslenska þjóð verið æ uppteknari, undanfarin ár, við að reyna að gleyma því að hún á sér sögu og menningarverðmæti sem gera hana að því sem hún er. Með vaxandi gleymsku að þessu leyti, vex firringin meðal þjóðarinnar, hún leitar æ meir í það sem kalla má sókn eftir vindi. Þessu get ég einnig gert nánari grein fyrir, komi fram óskir um það. Með þessari sókn eftir vindi hverfur smám saman grunnurinn undan manneskjunni, hún veit ekki lengur hver hún er.
Þetta var inngangurinn.
Svo kemur framhaldið, sem tengist innganginum að því leyti, að sagnfræðin kemur við sögu og þá mjög afmarkaður sagnfræðilegur kimi. Tilefni þessa er það að ég hef verið nokkuð upptekinn af bílamálum undanfarna daga.
Frá því um tvítugt hef ég keypt nokkra bíla. Nú er ég búinn að taka saman sögulegt yfirlit um þess bílaeign og birtist það hér. Vissulega má segja að Pikkólína hafi að hluta til verið fyrsti bíllinn, en það var nú gamli unglingurinn sem átti hann í raun, en við Benedikt vorum nú mest við hann riðnir, minnir mig.
1. Fyrsti bíll okkar var Toyota Corona, grár með svörtum vinyltoppi, mjög svipaður þessum.
3. Þá kom rauður Subaru 1600 í líkingu við þann sem hér má sjá. Það glamraði í hjöruliðum á honum, en hann var þó fjórhjóladrifinn. Hans er fyrst og fremst minnst fyrir Þórsmerkurferð þar sem hann drap á sér úti í miðri á, og fylltist þar smátt og smátt af vatni undir öskrum og óhljóðum ungu kynslóðarinnar sem var með í för. Það tókst að starta honum í gang og upp úr fór hann fyrir eigin vélarafli.
4. Hér var um að ræða hvítan Volvo eins og þann sem hér má sjá. Hann var skriðþungur og traustur, en var farinn að síga nokkuð að aftan undir lokin. Hann bar mig til vinnu á Laugarvatn og minnist ég ferða undir vor þegar frost var að að fara úr jörð og þessvegna hvarf við hvarf á leiðinni. (Ætli nokkur maður viti lengur hvað hvarf er?)
5. Næstur var Nissan Prairie svipaður þessum, sem keyptur var af gamla unglingnum. Ágætis bíll og loksins fóru bílarnir að yngjast nokkuð. Þessi fór í klessu í Ölfusinu þegar drukkinn ökumaður sveigði í veg fyrir okkur. Við lentum inn í hliðinni á honum á um 80 km hraða.6. Þá tók við drapplitur Toyota Corolla Touring, líklega ekki sama árgerð og þessi, en svipaður útlits. Svo sem ekkert sérstakt um hann að segja.7. Þennan sá ég á bílasölu á Selfossi. Toyota Carina E, dökkgrænn, sjálfskiptur. Prófaði hann og stökk á hann. Mjög skemmtilegur bíll, en bara með framdrifi.
8. Þegar svo var komið að ég gat engan veginn treyst því, sökum slæmrar færðar, að komast til og frá vinnu, varð það úr að kaupa Land Rover Discovery Tdi, dökkbláan, 4 ára gamlan, mikið tæki. Frá því hann var keyptur var hreint ekki verið um að ræða ófærð milli Laugaráss og Laugarvatns.9. Viðhaldskostnaður fór vaxandi. Keyptur Toyota Rav4, kampavínsbrúnn, tveggja ára gamall. Hann hefur reynst sérlega vel, en eins og eðli bíla er þá eltist hann, búinn að eiga hann í 4 ár, alveg ágætt.
10. Þá er það sá nýjasti - ástæðan fyrir bílaáhuganum að undanförnu. Nissan X-trail 2006, steingrár. Nú er bara að sjá hvernig hann reynist.
Þetta var kimasagnfræði dagsins. Ekki er hægt að halda því fram, að fylgt hafi verið viðurkenndum vísindalegum aðferðum við söguritunina, en það ber að taka viljann fyrir verkið.
10. Þá er það sá nýjasti - ástæðan fyrir bílaáhuganum að undanförnu. Nissan X-trail 2006, steingrár. Nú er bara að sjá hvernig hann reynist.
Þetta var kimasagnfræði dagsins. Ekki er hægt að halda því fram, að fylgt hafi verið viðurkenndum vísindalegum aðferðum við söguritunina, en það ber að taka viljann fyrir verkið.
Bragð er að bíla sögu.
Bragð er að bílasögu
SvaraEyðabloggskapur með geði rögu
birtist nú hér
en blankur hann er
til eins þess að yrkja þér bögu!
(kvættli mar gjéti ort um bíla?!)
kannski bílablús...
Það er bílablús
já á bak við hús
inni í huga hans
þessa heldri manns
ú-ú-ú-ú -ú
og hann strýýý´kur þeim,
já hann stýýýkur þeim
bak við hús, bak við hús
hugarhúúúús.....
(truntulegur bloggskapur um bílabloggara)
Nú er minnið mitt nokkuð gloppótt frá þeim tíma sem þið bjugguð í Reykholti, en áttuð þið ekki bíl sem var svartur með appelsínugulu ?
SvaraEyðaÉg tel að ég hefði aldrei látið sjá mig á bíl sem væri svartur og appelsínugulur - ekki fD heldur. :)
SvaraEyða