Ef við hefðum vitað, þegar lagt var af stað, hvað beið okkar, veit ég hreint ekki hvort við hefðum lagt í þessa vegferð.
Það var gengið frá því við foreldra mína, að þau væru tilbúin að gefa eftir hluta af landinu úti í Holti, sem tilheyrði Hveratúni. Af sögulegum ástæðum voru þar tveir hektarar um það bil, sem tilheyrðu þeim og við gátum fengið annan þeirra, en þar hafði áður verið fjárhús fjölskyldunnar, kartöflukofi og reykkofi, auk þess sem þar höfðu þau stundað útirækt.
Svo kom hin færslan í fundargerðabókinni, en hún er frá 28. desember, 1981:
Svo var bara að drífa þetta áfram. Það var slegið upp fyrir kjallaranum og hann steyptur og þá tók platan, við. Mörg voru handtökin við þetta allt saman.
Á þessu ári tókst að gera húsið fokhelt. Milli þess sem ég skrapp í Reykholt til að reyna að sinna starfi mínu sem kennari, eyddi ég tímanum í nýbyggingunni. Á þessu sumri var orðið ljóst að fjölgunar væri von í fjölskyldunni, sem var fagnaðarefni, þó tímasetningin hefði mögulega getað verið betri.
Í byrjun ársins var komið formlegt leyfi fyrir því að við fengjum að nefna þennan stað okkar í alheiminum Kvistholt.
Þarna var ég að nálgast þrítugt, kennari við Reykholtsskóla og ef kennaralaunin hafa einhverntíma verið óviðunandi, þá var það á þessum tíma. Ekki áttum við kost á því, að leikskóli tæki við sonunum tveim og þar með var ég eina fyrirvinnan, að stærstum hluta. Þarna, árið 1980 var verðbólgan ekki nema um 30%, sem reyndist bara vera lítið miðað við það sem framundan var og við sáum ekki fyrir. Lán voru vísitölutryggð, eins og nærri má geta.
Gula svæðið sýnir verðbólgu á Íslandi þegar framkvæmdir stóðu yfir í Kvistholti. |
Svo kem ég að tilefni þess að ég ákvað að reyna að taka helstu þætti þessarar sögu saman, en hún er sú, að ég er þessi árin að renna í gegnum fundargerðir hreppsnefndar Biskupstungnahrepps, meðal annarra. Þar rakst ég á tvær færslur, fyrst þessa frá því 2. október, 1980:
Einbýlishúsin sem við höfðum til afnota í Reykholti |
4. erindi Páls M. Skúlasonar.
Bréf hafði borist frá Páli M Skúlasyni, þar sem hann greinir frá því að hann hafi í hyggju að byggja íbúðarhús á erfðafestulandi Skúla Magnússonar í Hveratúni, miðja vegu milli íbúðarhúsanna í Lyngási og Asparlundi. Einnig óskar hann eftir því, að hreppsnefnd taki afstöðu til möguleika á byggingu gróðrarstöðvar á hluta þessa lands.
Samþykkt var að láta skipuleggja garðyrkjubýli með íbúðarhúsi og garðyrkjustöð á erfðafestulandi Skúla Magnússonar milli Lyngáss og Asparlunds.
Svo kom hin færslan í fundargerðabókinni, en hún er frá 28. desember, 1981:
Fyrsta skóflustungan |
2. Erindi Páls M. Skúlasonar
Borist hafð bréf til hreppsnefndar, dags. í Reykholti 28. desember, 1981, undirritað af Páli M Skúlasyni, þar sem hann óskar eftir leyfi til að stofna lögbýli að Laugarási í Biskupstungum.Hreppsnefnd samþykkti að mæla með því að Páli M. Skúlasyni verði veitt leyfi til að stofna lögbýli á landi því sem hann hefur fengið á leigu í Laugarási, sem áður var hluti af landi Hveratúns.
Þann tíma sem framkvæmdir stóðu yfir í Laugarási, bjuggum við í kennaraíbúð í Reykholti, reyndar bjuggum við tveim, splunkunýjum einbýlishúsum, hvoru á fætur öðru. Fyrst í húsinu sem stendur við Miðholt 3, að ég held, og síðar í húsinu sem kallast nú Miðholt 5.
Þegar stund gafst og á sumrin vorum við mikið í Laugarási,, enda var ekki um annað að ræða en reyna að afla einhverra viðbótartekna. það gerðum við með því að stunda útiræktun í landinu okkar og vinna það sem til féll, t.d. vann ég eitthvað við að aðstoða bróður minn, hitaveitustjórann, við að leggja hitalagnir þvers og kruss um Laugarás.
Þegar stund gafst og á sumrin vorum við mikið í Laugarási,, enda var ekki um annað að ræða en reyna að afla einhverra viðbótartekna. það gerðum við með því að stunda útiræktun í landinu okkar og vinna það sem til féll, t.d. vann ég eitthvað við að aðstoða bróður minn, hitaveitustjórann, við að leggja hitalagnir þvers og kruss um Laugarás.
1981
Hilmar Ólafsson, arkitekt, mældi fyrir húsinu, sem fyrirhugað hafði verið að yrði á einni hæð, en það gat víst ekki orðið vegna þess, að á þessum tíma var búið að setja bann við því að íbúðarhús í Laugarási væru byggð á botnlausri mýrinni. Það var, af þessum sökum ekki um annað að ræða, en láta teikna kjallara undir hluta af húsinu,
Fyrsta skóflustungan var tekin vorið 1981 og við tók vélavinna með jarýtu og traktorsgröfu, áður en Böðvar Ingimundarson og hans menn sáu um að slá upp fyrir grunninum.
Þá hófust svokölluð Marteinsmál, sem snérust um það, að Marteinn Björnsson, sem þá var byggingafulltrúi á Suðurlandi, neitaði að samþykkja teikningarnar. Úr þessu varð mikið argaþras, margar ferðir, margar atlögur að því að breyta teikningunum svo þær kæmust í gegnum nálarauga Marteins.
1982
Á endanum tók með tilstyrk Félagsmálaráðuneytisins, að fá Martein til að gefa eftir, en þá var liðinn heill vetur, þar sem uppslátturinn hafði beðið eftir steypunni. Þetta hafði það í för með sér, að það þurfti að fara yfir mótin og rétta af eftir veturinn, en það tókst að steypa og í hönd fór tími mótaniðurrifs og hreinsunar.
Svo var bara að drífa þetta áfram. Það var slegið upp fyrir kjallaranum og hann steyptur og þá tók platan, við. Mörg voru handtökin við þetta allt saman.
1983
Við fengum svo Steingrím Vigfússon, sem hafði þá flutt með fjölskyldu sína í Laugarás og bjó í Lyngbrekku, til að ljúka því að reisa húsið og hans aðkoma að þessu verki varð til þess að þessi bygging varð afar vönduð. Hann kastaði hreint ekki til höndunum, sá ágæti smiður.
Á þessu ári tókst að gera húsið fokhelt. Milli þess sem ég skrapp í Reykholt til að reyna að sinna starfi mínu sem kennari, eyddi ég tímanum í nýbyggingunni. Á þessu sumri var orðið ljóst að fjölgunar væri von í fjölskyldunni, sem var fagnaðarefni, þó tímasetningin hefði mögulega getað verið betri.
1984
Í mars 1984 veiktist yngri sonurinn alvarlega og við tók tími, sem væri sennilega allur í móðu, ef ekki væri fyrir dagbók sem ég færði þessi ár og mun líklega fjalla um einhversstaðar, einhverntíma, endist mér aldur til.
Í byrjun ársins var komið formlegt leyfi fyrir því að við fengjum að nefna þennan stað okkar í alheiminum Kvistholt.
Í lok mars fæddist okkur dóttir, sem var sannarlega gleðiefni á þeim umbrotatímum sem gengu yfir.
Sú aðstoð, sem við fengum þennan tíma, var með þeim hætti að verður aldrei fullþökkuð. Þarna kom fjölskyldan í Laugarási sterk inn, bræður mínir við húsbygginguna og foreldrar, systir og mágur við að hlaupa til hvenær sem þörf var á, að ógleymdri einstakri aðkomu skólastjórans, Unnars Þórs Böðvarssonar og hans fjölskyldu allri.
Allt gekk þetta og í ágúst fluttum við inn í kjallarann og þann hluta hússins sem sneri fram á hlað og þaðan í frá var Kvistholt heimili okkar.
Það liðu ansi mörg ár þangað til íbúðarhúsið í Kvistholti taldist vera fullklárað. Ætli megi ekki segja að það hafi verið þegar við tókum lán í japönskum yenum, rétt fyrir bankahrunið mikla, til að setja upp þakskegg.
Þau fimm ár ævinnar sem þarna er um að ræða, hef ég litið á sem nokkurskonar eldskírn. Þarna lærðist ótalmargt um tilgang lífsins og það hvað er mikilvægt og hvað það er sem skiptir minna, eða engu máli.
Sannarlega vildi ég gjarnan búa yfir betra minni um þennan tíma til að geta gert honum almennilega skil. Ég vona bara, að það sama verði hjá mér og mörgu fólki, að eftir því sem árunum fjölgar, opnast betur fyrir það sem reynsla fortíðar hefur komið fyrir á góðum stað í heilabúinu.