25 september, 2021

Sama gamla

Það má hverjum manni vera ljóst, að ég ætla mér að nýta kosningaréttinn, þó ég viti, að eins og venjulega muni mér ekki verða að ósk mini um stjórn í þessu landi, sem mér hugnast. Ég man varla eftir kosningum sem fóru í samræmi við vilja minn. Samt kýs ég og kýs og kýs.

Jú, það hefur komið fyrir að ég ég hef fengið hluta óska minna uppfylltan, en þá hefur verið mynduð einhver samsteypustjórn þar sem sérhagsmunaöfl, sem við fáum aldrei að kjósa, taka til varnar með aðferðum sem sjaldan fara hátt.  
Svo fáum vð aldrei að kjósa embættismenn, E-flokkinn, sem hafa fengið völd langt umfram það sem eðlilegt er. Þeir hafa mikil völd til, og mikil tengsl við öflin sem stjórna bak við tjöldin.
Við kjósendur getum spriklað eins og við viljum, en það breytir bara harla litlu, því miður. Við þykjumst geta breytt einhverju, sjáum fyrir okkur fyrirmyndarsamfélagið og finnum einhvern hóp sem þykist tilbúinn að berjast með okkur fyrir því. Svo gengur bara harla fátt eftir, þegar upp er staðið. 

Gegnum árin hef ég auðvitað velt því fyrir mér hvernig stendur á því að fólk notar atkvæði sin til að styðja við öfl sem hafa það helst að markmiði að skara eld að eigin köku og tekst að blekkja okkur til að halda að það sé okkur fyrir bestu. Ég skil bara hreint ekkert í því og sé ekki fram á að skilja það. 

Hér hefur talað kjósandi sem hlakkar ekkert sérlega mikið til að vita hvað kemur upp úr kjörkössunum, því hann veit að það verður það sama og venjulega.
Þessi kjösandi ætlar, þrátt fyrir það að nýta kosningaréttinn. Allavega það.
Svo ætlar hann að halda áfram með líf sitt, fullur bjartsýni á að einhver finni leið, einhverntíma, til að bylta þessari samfélagsgerð.

-------------------------

Hvað á ég svo að kjósa? Hvað kemst næst því að get haft áhrif eftir kosningar, sem eru í einhverju samræmi við lífsskoðanir mínar? Á ég kannski bara að kjósa nákvæmlega þann flokk sem ég hallast helst að, þó ég viti að því atkvæði er ekki "taktískt" vel varið?  


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...