20 apríl, 2008

Annar blær

Þetta er dálítið merkileg og djúp tilfinning. Hún hefur áhrif á daglegt líf að því leyti að maður fer að spyrja spurninga sem engin svör eru við. Maður fer að vona allt hið besta. Já, þetta fer allt vel.
Svo heldur daglegt amstur bara áfram, framundan að ljúka við yfirferðina á Macbeth, eina ferðina enn, lifa af 'dimissio' og prófatímann. Þetta fær samt allt aðeins annan blæ.
Eftir að prófum er lokið og ganga flestir glaðir út í sumarið, en aðrir óglaðari, blasir við 10 daga heimsókn til vesturheimsks frændfólks. Í framhaldi hennar innritunartíminn og loks langþráð sumarfrí. Allt verður þetta með dálítið öðrum blæ.
Þetta var með dýpri og óræðari pælingum.
Látlaust áfram lífið flæðir.

2 ummæli:

  1. Það upplýsist hér með að sá moldótti er sá fyrsti í "hestasyrpunni"! Flottar myndir hjá þér- og þá sérstaklega af honum Kísil hennar Valgerðar (en það er ísbjörninn)
    Nýtt verkefni; farðu og taktu myndir af útigangnum og finndu þann "nösótta".

    Kveðjur úr Kirkjuholtinu

    SvaraEyða
  2. Moldóttur er alveg eins og brúnn sem er alveg eins og rauður.....þetta er nú meiri steypan hjá þessu hestaliði :)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...