Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allavega hjá mér. Hún var rúmum 10 árum eldri en ég og orðinn reynslubolti á þeim starfsvettvangi sem kennslan er. Árin síðan þá eru nú orðin ansi mörg og margt hefur gerst í millitíðinni.
04 júlí, 2024
Jósefína Friðriksdóttir - minning
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allavega hjá mér. Hún var rúmum 10 árum eldri en ég og orðinn reynslubolti á þeim starfsvettvangi sem kennslan er. Árin síðan þá eru nú orðin ansi mörg og margt hefur gerst í millitíðinni.
27 júní, 2024
Laugarás: Æ, ég veit ekki....
Heilsugæslustöðin í Laugarási virðist ekki að hruni komin. |
Hér er reiknað með því, að menn hafi séð fyrir sér, að í uppsveitum yrðu tvö læknishéruð, annað vestan Hvítár og þá líklegast með læknissetri í Grímsnesi og hitt austan árinnar, mögulega með aðsetri í Hrunamannahreppi. (af laugaras.is)
Það var þarna uppi ágreiningur, sem var leystur með því að kaupa jörðina Laugarás í Biskupstungum. Draumurinn um að fá sitt læknissetur, eða heilsugæslu, hefur lifað allar götur síðan austan Hvítár og það lítur út fyrir að hann fái nú að rætast - hver veit?
Forstjórinn fer í framhaldinu í það að reyna að klóra yfir blekkingarnar sem beitt var sem megin rökum fyrir þessum flutningi. Þarna finnst mér mikil lágkúra vera borin fram. Svo heldur hann áfram:
Í ljósi þessa var því mikilvægt að leggja mat á það hvort núverandi staðsetning heilsugæslunnar væri hentug til framtíðar eða hvort vænlegra væri að færa heilsugæsluna í þéttari byggðarkjarna og á sama tíma efla þjónustuna við íbúa uppsveita Suðurlands.
Í ljósi hvers - að það var svo dýrt að gera við húsið í Þorlákshöfn!? Þá þurfti að meta hvort vænlegra væri að flytja heilsugæslustöðina í Laugarási í "þéttari" byggðakjarna? Mér er fyrirmunað að skilja þessa röksemdafærslu og þegar forstjórinn klikkir svo út með því að segja: "og á sama tíma efla þjónustuna við íbúa uppsveita Suðurlands" tekur steininn úr, að mínu mati, að sjálfsögðu. Hvernig ætlar forstjórinn að efla heilsugæslu í uppsveitum með þessu? Á kannski bara að vera svona lítil, "kósý" stöð á Flúðum fyrir Hreppamenn, en aðrir á svæðinu fái að njóta fádæma góðrar þjónustunnar á Selfossi?
Ekki meira um pistil forstjórans.
Fyrir þau ykkar sem þetta kunna að lesa, en vita kannski ekki alveg hvernig landið liggur í uppsveitum Árnessýslu, læt ég hér fylgja kort af uppsveitunum sem sýnir leiðirnar sem liggja frá byggðakjörnum í uppsveitunum, í heilsugæsluna í Laugarási. Vegalengdir frá Laugarvatni, Flúðum og Árnesi, í Laugarás, eru um 25 km. Til annarra byggðakjarna er hún styttri.
Grímsnes- og Grafningshreppur á sneið innan Bláskógabyggðar, sem hefur því miður annan lit.
Hér er súlurit sem tilgreinir íbúafjölda í sveitarfélögunum 4 þann 1. jan., 2024, en þessar upplýsingar er að finna á vef Hagstofunnar. Mér finnst upplýsingarnar hér fyrir ofan sýna fram á það, að það er enginn faglegur grunnur fyrir því að flytja heilsgæslu frá Laugarási á Flúðir, en það dregur sjálfsagt hver sína ályktun af þeim. Ég viðurkenni, að ég nenni ekki að fara í meiri spurningaleik við forstjórann, enda mun hann ekki svara mér þannig, að ég sannfærist um að faglega hafi verið staðið að þessu máli. Í mínum huga er það ljóst að það var makkað um þetta bakvið tjöldin og síðan tínd til einhver rök, sem engu vatni virðast halda. Ég ætla ekki að fara að eyða frekari tíma í þetta mál, en mun auðvitað fylgjast grannt með, hvort fyrirsvarsmenn í uppsveitum, sem lýsa sig andvíga þessum flutningi, ætla að láta þetta ganga yfir, án þess að leita færra leiða til að láta fara fram mat á þeirri málsmeðferð sem hér er um að ræða. Góða helgi. (Ég er fæddur og uppalinn í Laugarási og bjó þar síðan í um 40 ár. Nú bý ég á Selfossi. Undanfarin 12 ár hef ég unnið að vefnum um Laugarás: https://www.laugaras.is/ ) Það nýjasta sem ég hef skrifað um þennan fyrirhugaða flutning Heilsugæslunnar er:
7. janúar, 2024 |
14 júní, 2024
Laugarás: Fagmennska, eða annað.
Þann 13. júní birtist á island.is island.is tilkynning frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem greint er frá því á vorið 2025 verði heilsugæslan fyrir uppsveitir Árnessýslu, flutt frá Laugarási að Flúðum.
Í ljósi stöðugrar uppbyggingar og fjölgunar íbúa í uppsveitum Suðurlands hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) ákveðið að flytja starfsemi heilsugæslunnar í nýtt og nútímalegt húsnæði á svæðinu.
Hvaða nútímalega húsnæði er þarna um að ræða? Er það hannað og byggt með þarfir heilsugæslu í huga? Er það nýtt, í ljósi þessarar athugasemdar sem birtist á Facebook: "En kofinn á Flúðum er eldgamalt hús sem á að breyta í heilsugæslu og hentar engan veginn til starfans. Texti um að þetta þjóni sérstaklega nútíma kröfum er þvílík endemis lygi að ég hef varla séð annað eins haft eftir opinberum aðila." (Ólafur Ragnarsson).
Um ástand húsnæðis heilsugæslunnar í Laugarási er eftirfarandi einnig á finna í athugasemdum á Facebook: "Hins vegar er það fásinna að kenna 25 ára gömlu, sérhönnuðu húsnæði um. Eina sem hægt er að benda á er kannski uppsöfnuð viðhaldsþörf ef eitthvað er." (Jónas Yngvi Ásgrímsson)Ég skal alveg viðurkenna, að fjölgun íbúa í Laugarási hefur látið á sér standa og að þar skortir ýmsa þjónustu aðra en heilsugæsluna, en það er sérstakt mál, sem ég mun fjalla um, eina ferðina enn, í lokin.
Í janúar síðastliðnum auglýsti FSRE eftir húsnæði til að hýsa heilsugæslu HSU í uppsveitum Suðurlands.
Þrjú tilboð bárust og eftir ítarlegt mat á tilboðunum var ákveðið að ganga til samninga við Hrunamannahrepp um að leigja húsnæði undir heilsugæslu HSU á Flúðum.
Hver var munurinn á þessum tilboðum? Hvað fólu þau í sér? Hvernig fór þetta "ítarlega" mat fram, hvaða aðilar stóðu að því og hverjar voru forsendurnar sem gengið var út frá? Hvaða þættir voru það sem réðu úrslitum?
Nýja húsnæðið býður upp á fjölmarga ávinninga fyrir samfélagið. Það er ekki aðeins fjárhagslega hagkvæmara en núverandi húsnæði, heldur verður það einnig sérhannað til að mæta nútímakröfum heilbrigðisþjónustu.
Heilsugæslustöðin í Laugarási, sem var vígð árið 1997 (mynd úr safni Jóns Eiríkssonar) fengin á laugaras.is - en þar er að finna mikið af myndum frá vígslunni. |
Með betri aðstöðu og þjónustu tryggir HSU að heilbrigðisþjónusta svæðisins sé ávallt í samræmi við þarfir íbúa.
Staðsetningin á Flúðum leggur jafnframt grunn að frekari þjónustutækifærum, þar á meðal möguleika á opnun nýs apóteks."Frekari þjónustutækifærum?" Sá aðili sem rak apótekið í Laugarási gafst upp á rekstrinum Hvað liggur fyrir um að lyfjakeðja sé tilbúin að setja upp apótek á Flúðum?
Flutningurinn mun einnig stuðla að bættu samstarfi við björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila sem eru með aðsetur á Flúðum, sem er mikilvægt fyrir öryggi og velferð íbúa.
Þetta framfaraskref er liður í stefnu HSU um að tryggja að íbúar í uppsveitum Suðurlands hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu sem mætir þörfum nútímans.
Með því að flytja heilsugæsluna á Flúðir er HSU ekki eingöngu að bæta aðstöðu heilbrigðisþjónustunnar, heldur er einnig verið að skapa öflugri grunn fyrir framtíðarþróun heilbrigðisþjónustu HSU í uppsveitum Suðurlands.
Flutningur heilsugæslunnar er fyrirhugaður vorið 2025 og mun nánari tímasetning verða tilkynnt þegar nær dregur.
Díana Óskarsdóttir, forstjóri
21 maí, 2024
Hver ákvað að útrýma manninum?
Mig langar á fá svar við því, hvar, nákvæmlega, ákvörðunin um að setja málkerfi íslenskunnar í uppnám, í ríkisútvarpinu. Um þetta hljóta að vera til skrifleg gögn, því svona ákvörðun er ekki tekin hjá opinberri stofnun, nema fyrir því liggi formlegt samþykki þar til bærra stofnana, þar á meðal Alþingis.
20 maí, 2024
Valgerður Jónsdóttir (1805-1874)
Valgerður Jónsdóttir (1805-1874)
Valgerður fæddist árið 1805 á Kirkjubóli í Skorrastaðarsókn í Norðfirði. Foreldrar hennar voru Jón Vilhjálmsson (1783-1835) og Valgerður Sveinsdóttir (1761 - ).
Á Kirkjubóli var Valgerður síðan sín uppvaxtarár, eða til ársins 1826 þegar
hún var orðin 21s árs, en þá varð hún ófrísk eftir Magnús Guðmundsson, sem þá
var vinnumaður á Kirkjubóli. Hún virðist þá hafa farið í vist að Bakka í sömu
sveit. Þar eignaðist hún soninn Jón Magnússon (f. 24. júní, 1827).
Hún staldraði stutt við á Bakka. Ekki hef ég fundið upplýsingar um þennan son
hennar, en hann var aldrei skráður með henni og hann er ekki að finna í
Íslendingabók.
Árið 1828 var hún skráð að Reykjum í Fjarðarsókn í Mjóafirði. Mér hefur ekki tekist að finna út hve lengi hún var þar, en 1832 er hún komin að Skógum í Fjarðarsókn og þar eignaðist hún soninn Jón Pétursson (20.maí). Faðir hans var Pétur Þorleifsson (f 1811) en hann hafði verið niðursetningur í æsku. Þetta annað barn Valgerðar fylgdi henni síðan þar til hún settist að í Reykjum í Mjóafirði. Þá var hann skráður niðursetningur á Brekku í sama firði. Þar var hann enn í sömu stöðu 1845, en 1850 var hann orðinn vinnumaður í Vestdal í Dvergasteinssókn.
Á þessu ári, 1839, eignuðust Valgerður og Magnús Magnússon (1808-1866) sitt fyrsta barn saman: Guðrúnu (25. sept. 1839).
Valgerður og Magnús eignuðust 7 börn sem náðu fullorðinsárum:
Guðrún Magnúsdóttir 25. sept. 1839 - 5. júní 1927
Sigurður Magnússon 1840 - 31. jan. 1865Sigríður Magnúsdóttir 4. feb. 1842 - 25. maí 1888
Svanhildur Magnúsdóttir 31. ágúst 1844 - 27. apríl 1915
Kristín Magnúsdóttir 28. sept. 1846 - 23. maí 1904
Ljósbjörg Magnúsdóttir 8. jan. 1848 - 5. jan. 1941
Hákon Magnússon 25. maí 1853 - 4. sept. 1874
Við leit mína að upplýsingum um formóður mína, sýnist mér að hún hafi verið búin að eignar 4 börn áður en Jónas, langalangafi minn fæddist, en mér hefur bara tekist að finna þau þrjú sem ég hef nefnt.
Var vísað á hrepp sinn hefur átt 4 börn í lausaleik hennar synir
14 apríl, 2024
Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)
Framhald af þessu
Það var margt sem fór í gegnum hugann þarna, og misjafnt eftir aldri. Sjálfsagt nutu þau elstu í hópnum þess að hafa þróað með sér talsverða yfirvegun þegar kom að svona málum. Um þau yngstu hríslaðist alveg ný tegund að spennu, sem nánast mátti jafna á við ofbeldisfyllstu tölvuleiki. Þau nutu þess að vera þarna í hópi sér eldri sérfræðinga á ýmsum sviðum, þar með sérþjálfuðu rakningarfólki, sem gat auðveldlega fylgst með hve langt var í símann á hverjum tíma.
Við ofangreindar aðstæður hófst leitin að síma og skilríkjum fD við nokkuð skuggalegar aðstæður. Fremstur í flokki fór rakningarmaðurinn, Egill, með síma á lofti, sem sýndi nákvæma staðsetningu merkisins frá símanum, sem enn var á sama stað og áður en hópurinn tókst á við flóttaherbergin. Í kjölfar hans komu síðan jafnaldrar hans og tveim skrefum á eftir þeim, þau yngstu í hópnum. Lestina ráku síðan þau elstu, ekki vegna þess að ótti þeirra við aðstæðurnar væri mestur, heldur einfaldlega til að tryggja að enginn í hópnum yrði viðskila við hin. Svona lagði hópurinn af stað út í óvissuna um skuggaleg strætin.
Hin tápmiklu 12 unnu þarna út frá tveim mögulegum "sviðsmyndum": Annarsvegar, að þjófarnir hefðu einfaldlega hent símanum og skilríkunum frá sér, þegar í ljós kom að þeir hefðu engin not fyrir þau. Hinsvegar að þeir væru komnir til baka í greni sitt með ránsfeng kvöldins, dimmt subbulegt greni í bakhúsi, þar sem sátu nú með vopnuðum verndurunum og deildu með sér afrakstrinum. Sannarlega var það von hópsins, að hið fyrra væri raunin. Hið síðara myndi óhjákvæmilega kalla á að hringt yrði eftir aðstoð lögreglu. Nokkrir símar voru í viðbragðsstöðu ef til þess kæmi.
Það þarf líklega ekki að fjölyrða frekar um þær aðstæður sem þarna voru og því verður það ekki gert. Tápmikill hópurinn hélt af stað í áttina að merkinu sem síminn gaf. Það leið ekki á löngu áður en rakningarmaðurinn rétti upp vinstri handlegginn (hinn hélt á símanum) svona eins og maður sér í bíómyndum: "Stans/Halt! Þetta er inni í þessari götu!" og benti inn í drungalega göngugötu til vinstri. Rétt í því missti hann merkið frá síma fD og því var ekki um að ræða annað en halda inn götuna og leita.
Fljótlega kom hópurinn auga á ruslatunnu sem stóð í vinstri götukantinum og það varð úr að byrja leitina þar. Ruslatunnur í skuggalegum götum geta verið varasamar og því var farið að öllu með gát, tunnan opnuð og þar, ofan á plastpokum fullum af rusli, lágu kortin þrjú sem stolið hafði verið. Þetta olli því að nokkur fagnaðarbylgja fór um hópinn, sem þarna vann fyrsta sigurinn í þeirri umfangsmiklu leit sem stóð yfir.
Tunnan, eftir að Kvisthyltingar höfðu leitað af sér allan grun í henni. (Mynd Ásta Hulda) |
Kortin lágu efst í ruslatunnunni. Kortin sem um var að ræða voru, debetkort, ökuskírteini og félagskort í Félagi eldri borgara á Selfossi. |
Örin bendir á staðinn þar sem síminn fannst.(Mynd Ásta Hulda) |
Svo var farið á matsölustaðinn
13 apríl, 2024
Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (fyrri hluti)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
fS, fA og fD með Burj Al Arab í baksýn. Í baksýn má greina á himni helstu martraðarsviðsmynd ferðarinnar, sem ekki raungerðist. Ferðin sem ...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...