21 maí, 2024

Hver ákvað að útrýma manninum?


Mig langar á fá svar við því, hvar, nákvæmlega, ákvörðunin um að setja málkerfi íslenskunnar í uppnám, í ríkisútvarpinu. Um þetta hljóta að vera til skrifleg gögn, því svona ákvörðun er ekki tekin hjá opinberri stofnun, nema fyrir því liggi formlegt samþykki þar til bærra stofnana, þar á meðal Alþingis. 
Ekki trúi ég því að einstakir fréttamenn hafi bara tekið þetta upp hjá sjálfum sér. Erfitt á ég með að sjá fyrir mér að hópur fréttamanna og dagskrárgerðarmanna, hafi bara tekið sig saman um að búa til einhverskonar kynhlutlaust mál á fjölmiðli sem er fjármagnaður að stórum hluta með afnotagjöldum. 

Ríkisútvarpinu ber að standa vörð um íslenska tungu. Splundrun á málkerfi tungumálsins er því augljóslega í mikilli andstöðu við þá skyldu stofnunarinnar.

Hver(jir) tók(u) ákvörðun um kynhlutleysið?  Þetta er einföld spurning, sem mér finnst að aldrei hafi verið svarað.  
Hvernig var staðið að þessari ákvörðun? Það hlýtur að hafa fylgt skriflegur rökstuðningur. Hver var hann?
Hvernig var henni framfylgt?  Var fréttamönnum og dagskrárgerðarfólki kennt að aðlaga kynhlutleysið íslenskri málfræði, til dæmis? 

Var þessi ákvörðun ef til vill bara tekin í hita leiksins, þegar metoo tímabilið stóð sem hæst, án þess að hugsa út í afleiðingarnar?

Það þori ég að fullyrða, að mál sem komast ekki á hálfkvisti við það sem hér er um að ræða, hafa þurft að veltast á milli álitsgjafa og inni í stjórnkerfinu, mánuðum eða árum saman. Þarna var gundvallaratriðum íslensks máls breytt, nánast með einu pennastriki, að því er virðist.
Var þessi ákvörðun tekin vegna ótta við einhver öfl, eða þrýstings af einhverju tagi?


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Jósefína Friðriksdóttir - minning

Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...