GLEÐILEGT SUMAR
Á meðan ég er að pæla í því hvernig næsta frumsamin færsla mín skuli vera, þá held ég áfram að dæla hér inn vangaveltum mínum frá því árið 2004, og sem hvergi hafa birst fyrr en nú. Við að lesa þetta yfir aftur kemst ég að því, að ég er alveg sammála sjálfum mér ennþá. Árin 4 sem liðin er frá skrifunum hafa bara staðfest þetta allt saman enn betur. 3. kaflinn sem ber fyrirsögnina 'Atvinnuþátttaka kvenna' birtist svo við tækifæri.
Þó svo ég telji að þeir séu ekki margir sem nenna að lesa þetta þá lít ég svo á að hér sé um að ræða opinbera birtingu. Það vakti athygli mína, að í kjölfar fyrsta hluta þessarar greinar náði fjöldi þeirra sem heimsóttu síðuna nýjum hæðum, meirra að segja kom einn frá Möltu, en við nánari athugun kom í ljós að hann hafði gúgla PS-P640, margumrætt.
Hvað um það hér er annar hluti 'Þjóðfélags á hverfanda hveli':
Uppeldi
Uppeldi barna felst í fjölmörgum atriðum, sem hafa öll það megin markmið að búa barnið undir að verða nýtur þjóðfélagsþegn. Barnið þarf að tileinka sér ákveðna samskiptahætti, færni og þekkingu, sem síðar verður krafist af því sem fullorðnum einstaklingi. Það þarf ekki að fara í grafgötur um það, að það er hlutverk hinna fullorðnu að veita þennan undirbúning.
Það er viðurkennt, að einn mikilvægasti þáttur í góðu uppeldi er samkvæmni, þ.e. að samræmi sé í þeim skilaboðum sem börn fá frá umhverfinu. Þá er einnig viðurkennt að mikilvægt sé að halda til haga í uppeldinu þekkingu barna á umhverfi sínu, menningunni sem það sprettur upp úr, rótum þess: fjölskyldunni.
Það hlýtur að vera mikilvægt markmið uppeldis að stefna að því að móta einstakling sem veit hvaðan hann kemur, hver hann er og hvert hann vill stefna. Við erum í auknum mæli að missa sjónar af þessu markmiði. Uppeldi barna hefur verið að færast að stærstum hluta inn í stofnanir sem komið hefur verið upp, til að bregðast við breyttu samfélagi. Fólk með uppeldisfræðilega menntun tekur að sér, gegn greiðslu, að ala upp hina nýju þegna þjóðfélagsins. Þetta gera þeir á grundvelli ýmissa uppeldisfræðilegra kenninga, sem auðvelt er að deila á. Börnin eru áfram börn foreldra sinna til 18 ára aldurs og alin upp á þeirra ábyrgð. Þarna rofnar í umtalsverðum mæli sú samkvæmni sem að ofan er nefnd. Uppeldið sem börnin fá á leikskólanum eða í grunnskólanum fellur í afar mörgum atriðum ekki að þeim uppeldisaðferðum sem börnin þó fá í foreldrahúsum. Þau fá misvísandi skilaboð um marga mikilvæga þætti, t.d. er varða framkomu, matarvenjur, frelsi, tjáningu, svo eitthvað sé nefnt.
Takmarkaður samverutími er afar mikilvægur þáttur í þeim breytingum sem orðið hafa á uppeldi barna á undanförnum 20-30 árum. Tíminn sem foreldrarnir hafa með börnum sínum hefur minnkað frá ári til árs. Foreldrar finna eðlilega til ábyrgðar sinnar á uppeldi barnanna og finna fyrir sektarkennd, þar sem þeir geta ekki sinnt uppeldi þeirra sem skyldi og geta ekki verið samvistum við börnin í jafn ríkum mæli og þeim finnst þeir ættu að vera. Afleiðingar þessarar sektarkenndar er sú, að foreldrarnir reyna að gera það sem þeir telja sitt besta fyrir börnin þann stutta tíma sem samvistirnar þó vara. Þeir dekra þau; finnst þeir geti afmáð sektarkenndina með því að kaupa sig frá henni. Þeir verja börnin með kjafti og klóm gagnvart stofnununum sem sjá um mikinn hluta uppeldisins; standa með börnunum gegnum þykkt og þunnt gegn ákvörðunum skólans eða afgreiðslu mála þar. Sektarkennd foreldra er eitt mesta böl sem á sér stað í tengslum við uppeldi barna í nútímanum.
Því lengri tími sem líður frá tíma stórfjölskyldunnar, því erfiðara eiga foreldrar með að höndla hlutverk sitt. Uppeldishlutverkið er ekki meðfætt, það er eitt þeirra mikilvægu þátta sem ein kynslóð þarf að geta miðlað til annarrar. Ungir foreldrar hafa enga meðfædda uppeldishæfileika. Stofnanauppeldi getur aldrei sinnt öllum þörfum barna; það er skylda foreldranna að taka ábyrgð á uppeldinu – gera þeir það, eða geta þeir það?
Það er umhugsunarefni hvort ekki er komið að því að setja þurfi á fót skóla fyrir verðandi foreldra, eða að minnsta kosti gefa kost á námskeiðum í framhaldsskóla, sem fjalla um fjölskylduna og uppeldisábyrgðina.
Uppeldi barna felst í fjölmörgum atriðum, sem hafa öll það megin markmið að búa barnið undir að verða nýtur þjóðfélagsþegn. Barnið þarf að tileinka sér ákveðna samskiptahætti, færni og þekkingu, sem síðar verður krafist af því sem fullorðnum einstaklingi. Það þarf ekki að fara í grafgötur um það, að það er hlutverk hinna fullorðnu að veita þennan undirbúning.
Það er viðurkennt, að einn mikilvægasti þáttur í góðu uppeldi er samkvæmni, þ.e. að samræmi sé í þeim skilaboðum sem börn fá frá umhverfinu. Þá er einnig viðurkennt að mikilvægt sé að halda til haga í uppeldinu þekkingu barna á umhverfi sínu, menningunni sem það sprettur upp úr, rótum þess: fjölskyldunni.
Það hlýtur að vera mikilvægt markmið uppeldis að stefna að því að móta einstakling sem veit hvaðan hann kemur, hver hann er og hvert hann vill stefna. Við erum í auknum mæli að missa sjónar af þessu markmiði. Uppeldi barna hefur verið að færast að stærstum hluta inn í stofnanir sem komið hefur verið upp, til að bregðast við breyttu samfélagi. Fólk með uppeldisfræðilega menntun tekur að sér, gegn greiðslu, að ala upp hina nýju þegna þjóðfélagsins. Þetta gera þeir á grundvelli ýmissa uppeldisfræðilegra kenninga, sem auðvelt er að deila á. Börnin eru áfram börn foreldra sinna til 18 ára aldurs og alin upp á þeirra ábyrgð. Þarna rofnar í umtalsverðum mæli sú samkvæmni sem að ofan er nefnd. Uppeldið sem börnin fá á leikskólanum eða í grunnskólanum fellur í afar mörgum atriðum ekki að þeim uppeldisaðferðum sem börnin þó fá í foreldrahúsum. Þau fá misvísandi skilaboð um marga mikilvæga þætti, t.d. er varða framkomu, matarvenjur, frelsi, tjáningu, svo eitthvað sé nefnt.
Takmarkaður samverutími er afar mikilvægur þáttur í þeim breytingum sem orðið hafa á uppeldi barna á undanförnum 20-30 árum. Tíminn sem foreldrarnir hafa með börnum sínum hefur minnkað frá ári til árs. Foreldrar finna eðlilega til ábyrgðar sinnar á uppeldi barnanna og finna fyrir sektarkennd, þar sem þeir geta ekki sinnt uppeldi þeirra sem skyldi og geta ekki verið samvistum við börnin í jafn ríkum mæli og þeim finnst þeir ættu að vera. Afleiðingar þessarar sektarkenndar er sú, að foreldrarnir reyna að gera það sem þeir telja sitt besta fyrir börnin þann stutta tíma sem samvistirnar þó vara. Þeir dekra þau; finnst þeir geti afmáð sektarkenndina með því að kaupa sig frá henni. Þeir verja börnin með kjafti og klóm gagnvart stofnununum sem sjá um mikinn hluta uppeldisins; standa með börnunum gegnum þykkt og þunnt gegn ákvörðunum skólans eða afgreiðslu mála þar. Sektarkennd foreldra er eitt mesta böl sem á sér stað í tengslum við uppeldi barna í nútímanum.
Því lengri tími sem líður frá tíma stórfjölskyldunnar, því erfiðara eiga foreldrar með að höndla hlutverk sitt. Uppeldishlutverkið er ekki meðfætt, það er eitt þeirra mikilvægu þátta sem ein kynslóð þarf að geta miðlað til annarrar. Ungir foreldrar hafa enga meðfædda uppeldishæfileika. Stofnanauppeldi getur aldrei sinnt öllum þörfum barna; það er skylda foreldranna að taka ábyrgð á uppeldinu – gera þeir það, eða geta þeir það?
Það er umhugsunarefni hvort ekki er komið að því að setja þurfi á fót skóla fyrir verðandi foreldra, eða að minnsta kosti gefa kost á námskeiðum í framhaldsskóla, sem fjalla um fjölskylduna og uppeldisábyrgðina.
Áhugaverð bók um ýmis svona mál er: "Conversations with God" Bók I. Mjög merkilegt að mörgu leiti, þó eflaust megi deila um hver skrifaði hana, hún er allavega gáfulegri en Biblían og Kóraninn. En í þeirri góðu bók segir "Guð" einmitt "ungafólkið er byggt til að eignast og sjá fyrir börnunum, en eldra fólkið að kenna þeim á lífið"....þetta quote er skrifað eftir minni :) En mér þykir þetta sniðugt, svo lengi sem maður er ekki að setja börn í hendur á snarbiliðum gamalmennum. En ég tel að þetta eigi vel við, og tengist einmitt beint inn á þetta stórfjölskyldu plott.
SvaraEyðaEins velti ég fyrir mér, þegar ég eignast börn og set þau í pössun til ömmu og afa, hvort er það amma með uppeldisfræðilegu menntunina eða amma Dröfn Þorvaldz sem sér um þetta alltsaman? :) he he he