19 mars, 2008

Hver er ég?

Í gleði og sút hef ég gildi tvenn,
til gagns menn mig elta, en skemmd af mér hljóta.
Til reiðar er hafður, um hálsa ég renn,
til höfuðs ég stíg, en er bundinn til fóta.

Nú er nýlokið enn einni kaupstaðarferðinni fyrir páskana. Gamli maðurinn var að sjálfsögðu með í för til páskainnkaupa í búðinni einu sönnu. Í gær fékk hann í hendur endurnýjað ökuskírteini og ég tók til þess hve létt (og jafnvel unglegt) göngulagið var úr bílnum inn til sýslumanns og til baka aftur með hið nýja skírteini.
Hvað um það, þegar heim var komið úr verslunarferðinni, og hann hafði fagnað því að vera kominn aftur til síns heima (hvort sem það var vegna akstursmátans eða einhvers annars) þá lagði hann fyrir okkur gátuna sem sjá má hér fyrir ofan.
Nú spyr ég þá sem eitthvað þykjast kunna fyrir sér, og hina líka, hvort þeir geta ráðið þessa gátu. Það er skilyrði, að með ráðningunni fylgi útlistun á því hvernig hver liður hennar tengist því sem um er spurt.
Svarið verður síðan birt innan skamms (viku) og vænti ég þess að þá verði það komið.
Ljúf eru löngu sporin.

17 ummæli:

  1. Bíðum nú við. Í lausbundun máli mætti þetta orðast svo:

    Í gleði með því fögnum, til huggunar til þess leitum.
    Ætla sér hömlum að lyfta en dómgreind skemmir.
    Haft með til ferðar og renn niður hálsa.
    Rugla höfuð, þvæli gang.

    og getið þið nú.

    SvaraEyða
  2. Áhugaverð tilraun, en fullnægir ekki fyllilega skilyrðum

    SvaraEyða
  3. ég hef mínar grunsemdir.....

    SvaraEyða
  4. Ef ekki væri fyrír "en er bundin til fóta" væri þetta áfengi, en hvað veit ég.

    SvaraEyða
  5. Já pabbi lumar á mörgum vísum sem spretta upp af minnsta tilefni. Mér sýnist það vera komið hér fram að þetta muni vera áfengi einhverkonar. T.d. brennivín.
    Það hefur það gildi að auka gleði og drekkja sorgum. "Til gagns menn mig elta" er snúið en menn skemmast af því. Hestamenn eru yfirleitt með það með í för og það rennur um hálsinn á þeim og stígur þeim til höfuðs en heftir þá samt á ýmsum sviðum.

    SvaraEyða
  6. Enn eru tilraunirnar í rétta átt en fullnægja ekki skilyrðum sem sett voru og niðurstaðn þar að auki ekki nægilega nákvæm.

    Má ekki reikna með að þetta hafi einhhver tengsl til fortíðar?

    SvaraEyða
  7. Sælt veri fólkið.

    Mér datt í hug að þetta gæti verið Kláravín.

    Í fyrstu braglínu er erfitt að rökstyðja af hverju en gæti átt við.
    Í annarri línu elta menn klára til að geta brúkað þá en hljóta skemmdir af víni (heilskemmdir, lifrarskemmdir)
    Í þriðju línu er klárinn hafður til reiðar en vínið rennur um hálsa.
    Í fjórðu línu stígur vínið til höfuðs en klárinn var bundinn til fóta (heftur) í stað þess að girða í kringum hann.

    Getur þetta ekki gengið?

    Bestu kveðjur,
    AÐalheiður.

    SvaraEyða
  8. Nei, mín kæra Heiða. Kláravín er það hreint ekki. Þú freistar þess að tngja þetta með einhverjum rökrænum hætti - það er auðvitað jákvætt, en því miður ekki þannig að niðurstaðan eða röksemdirnar hljóti þá náð sem þær þurfa. Kláravín er hvorugkynsorð. :)

    SvaraEyða
  9. Ó nei - vantar það að auki rökstuðning fyrir niðurstöðunni sem gengur upp. - gaman væri að sjá pela renna um háls. :)

    SvaraEyða
  10. Ég ætla að halda því fram að ort sé um bjór.

    Í gleði með bjór fögnum, til huggunar til hans leitum.
    Bjór er lítill gluggi og því til gagns en drykkjan skemmir líkama og sál.
    Bjór er auga sem fest er í á reiðtygjum og hann rennur niður hálsa.
    Ruglar höfuð, þvælir gang þegar maður er valtur á fótum en líklegra er þó að skinnið af bjór hafi verið notað til fótabúnaðar.

    Fer ég nógu nærri?

    SvaraEyða
  11. Einhver hluti er réttur annar er rangur - eins og gengur og gerist. Tengingar við fyrirbæri sem kallaðist ljór, eru ekki alveg að gera sig.
    Þetta með áhrif á fætur er nokkuð djúpr, en því iður ekki að gera sig eins og sagt er.

    SvaraEyða
  12. Já. Bjór - Ljór. Næstum því.

    En bjór er líka bjálki eða sperra í þaki. Er því til gagns.
    En bundinn til fóta. Hmm. Bjór er dýr sem hægt er að binda. Bjór er líka skinn en íslensk tenging ekki auðsæ. Nú þarf ég að leggjast undir feld...

    SvaraEyða
  13. Það er reyndar ljóri, en ekki ljór - ásláttarvilla.
    Bjór er náttúrulega ekki bjálki - hvar fannstu það?

    Eins og fram kemur í vísbendinum sem settar voru inn í dag, þá er bara um tvennt að ræða, sem ber sama heiti.

    SvaraEyða
  14. Mig minnti mig hafa lesið það fyrir löngu síðar. Sá síðan texta á þá leið í Ritmálsskrá Orðabókar Háskóla Íslands en sé nú að ég hef verið fullfljótur á mér því bjór þýðir gaflhlað. Dæmi um notkun þess má finna hér: http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=daemi&n=43267&s=52648&l=bj%F3r
    Setti líka nokkur hér meðfylgjandi:

    þeir rufu þá kirkjuna á bak við altarið, og brutu í burtu bjórinn,

    Biór, gafl í húse, gafl-hlad.

    hann dró biskup óþyrmsamlega út um biórinn á kórgaflinum.

    Gaflhlað á baðstofu er nefnt ,,bjór`` [þe: á Vestfjörðum].

    Á Vestjörðum, einkum í Arnarfirði sumstaðar, eru endernir á baðstofum kallaðir bjórar.

    En vissi líka að bjór er skinn, sbr.:
    Eg skal giefa þier Ostsneid, ef þú rakar Biór minn.

    Skinn voru notuð til gagns á margan hátt en bundinn á fótum er ég lens með. Dettur helst í hug að um skóþveng sé að ræða. Þeir voru skornir úr skinni hér áður fyrr.

    SvaraEyða
  15. Ja hérna. Nú er svo komið að ég hef ákveðið að aflétta þessari óvissu . Þetta er að verða full fræðileg umræða: sjá nýjasta bloggið.:)

    SvaraEyða
  16. Nice fill someone in on and this mail helped me alot in my college assignement. Thanks you on your information.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...