16 mars, 2008

Laugarásstemning - um miðjan mars

Enn og aftur skal því haldið á lofti að vorið nálgast hér í Laugarási umfram það sem gerist annarsstaðar. Sólin keppist við að varpa stöðugt kröftugri geislum sínum á ísi þakta storð og smátt og smátt fjölgar sinutoppunum sem teygja sig upp úr mjallarábreiðunni. Þó enn sé hitinn undir frostmarki og ískuldi innandyra þegar frú Dröfn tekur á sig rögg og fer út á pall að berja á fönninni og skilur dyrnar eftir opnar svo ég verð að fara í lopapeysu og hlýja inniskó til að krókna ekki, þá eru öll merki um betri tíð með blóm í haga til staðar.

Af þessu tilefni var ákveðið að halda í göngutúr bæði til þess að ástunda nauðsynlega líkamsrækt (Dröfn) og til að fanga fegurð Laugaráss og nágrennis á mynd með nýja Canoninum (ég). Niðurstöðurnar úr líkamsæktinni koma fram hægt og hægt (hægar en frúin vill sætta sig við orðalaust) en afrakstur myndatökunnar er nú þegar kominn inn á myndasvæðið.

Kemst þótt hægt fari.

4 ummæli:

  1. Til hamingju með vélina gamli :)

    Það er augljóst að þarna sameinast vél og maður (+linsa) í óumdeilanlega raunsæislist sem sannarlega kemur fram í einstöku samspili ljóss og skugga.

    En loksins skil ég allavega áráttuna með þessa linsu, kemur bara nokkuð vel út. Og ekki laust við að maður fái smá heimþrá.

    SvaraEyða
  2. Skil ekki hvað mamma er að tala um... hafið grennst alveg fullt!

    Voðalega er samt mikill snjór hjá ykkur ennþá!

    Get ekki annað sagt samt en hvað mig hlakkar til að komast heim :) og ég SKAL í gögnutúr!

    SvaraEyða
  3. Þetta eru flottar myndir með nýju vélinni og linsunni. Mér þætti samt gott að fá nánari útlistingu á því hverig Baugstaðalegt göngulag fer fram :-)

    SvaraEyða
  4. Varðandi hið meinta Baugsstaðalega göngulag vísast til þess göngulag sem Baugsstaðabræður teljast einkennast af. Nánari skilgreiningu hef ég ekki á takteinum, en auðvitað er hér um matskennda niðurstöðu að ræða (er að lesa stjórnsýslurétt og þessvegna verður þetta að vera svona)Hér getur ennfremur verið að þú hafir andmælarétt.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...