Það sem er hér fyrir neðan var skráð af innlifun fyrir svona um það bil 4 klukkustundum. Síðan þá erum við búin að kíkja á Leynimel 13 hjá Umf Bisk og skemmtum okkur alveg ágætlega. Ef ég væri Egill núna myndi ég bölva þessu Blogspot drasli í sand og ösku fyrir að hafa ekki virkað þegar til átti að taka. Það geri ég auðvitað ekki - svo yfirveguð persóna sem ég er. Ég greip til þess ráðs að taka afrit af spekinni þegar ljóst var hvert stefndi með bloggspottið - set hana nú inn í rólegheitum nokkru síðar.
Hér kemur það sem skráð var og geymt fyrr í dag:
"Manni finnst núna eins og ekki verði aftur snúið; eins og framundan sé fátt líklegra en vorkoman. Sólin nær svo hátt loft þessa dagana, að hún skín ekki endilega beint í augun í vikulegri verslunarferð í búðina einu, í farartæki gamla mannsins (hann telur afar nauðsynlegt að Súbarúinn fái hæfilega hreyfingu við og við og leggur töluvert mikla áherslu á að nýta hann í ofangreindum kaupstaðarferðum), sem er nýbúinn að endurnýja ökuskírteinið sitt eina ferðina enn. Hann er hinsvegar ekki búinn að fá nema bráðabirgðaskírteinið í hendur enn og er töluvert mikið í mun að nálgast þetta varanlega, þó svo það gildi nú ekki nema í eitt ár. Hann er sem sagt í því núna að skipuleggja hvenær hann kemst til sýslumanns.
Sólin bræðir köldustu hjörtu, en hvítt teppi vetrarins þekur sunnlenskar byggðir sem aldrei fyrr.
Eftir miklar annir á ýmsum vígstöðvum undanfarnar vikur stefnir í að við skellum okkur í leikhús Leikdeildar Ungmennafélags Biskupstungna á þessu laugardagskvöldi. Vonir standa til að það verði ekki leiðinleg kvöldskemmtan.
Framundan blasir við enn ein vinnuvikan í þeim hafsjó vinnuvikna sem að baki eru, árum saman, en að þessari lokinni tekur við sérlega langþráð páskafrí, með páskaeggjum frá Freyju, að kröfu eiginkonunnar. Ég nenni nú ekki að fara að eyða tíma mínum í að hafa einhverja sérstaka skoðun á páskaeggjategundum, en mér skilst að ástæðu þessarar Freyjupáskaeggjaástar megi rekja til einhvers atvikst tengdu Nóapáskaeggjum í fyrra eða hitteðfyrra. Gott ef tenórinn Egill komst ekki að þeirri niðurstöðu á einhverjum tímapunkti að þau væru óæt. Freyjupáskaegg skulu þar vera. Ekki orð um það meir. (mig minnir nú samt að þau séu ekkert sérstaklega bragðgóð og að draslið inni í þeim sé af lakara taginu).
Ég vígði nýju Canon myndavélina mína og nýja flassið í gærkvöldi á árshátíð ML. Það gekk að vissu leyti ágætlega, en ég bíð þó eftir nýju, mögnuðu linsunni sem er á leiðinni til landsins.
Sólin bræðir köldustu hjörtu, en hvítt teppi vetrarins þekur sunnlenskar byggðir sem aldrei fyrr.
Eftir miklar annir á ýmsum vígstöðvum undanfarnar vikur stefnir í að við skellum okkur í leikhús Leikdeildar Ungmennafélags Biskupstungna á þessu laugardagskvöldi. Vonir standa til að það verði ekki leiðinleg kvöldskemmtan.
Framundan blasir við enn ein vinnuvikan í þeim hafsjó vinnuvikna sem að baki eru, árum saman, en að þessari lokinni tekur við sérlega langþráð páskafrí, með páskaeggjum frá Freyju, að kröfu eiginkonunnar. Ég nenni nú ekki að fara að eyða tíma mínum í að hafa einhverja sérstaka skoðun á páskaeggjategundum, en mér skilst að ástæðu þessarar Freyjupáskaeggjaástar megi rekja til einhvers atvikst tengdu Nóapáskaeggjum í fyrra eða hitteðfyrra. Gott ef tenórinn Egill komst ekki að þeirri niðurstöðu á einhverjum tímapunkti að þau væru óæt. Freyjupáskaegg skulu þar vera. Ekki orð um það meir. (mig minnir nú samt að þau séu ekkert sérstaklega bragðgóð og að draslið inni í þeim sé af lakara taginu).
Ég vígði nýju Canon myndavélina mína og nýja flassið í gærkvöldi á árshátíð ML. Það gekk að vissu leyti ágætlega, en ég bíð þó eftir nýju, mögnuðu linsunni sem er á leiðinni til landsins.
Það er, að mínu mati nauðsynlegt að taka það skýrt fram, að ég er, þrátt fyrir þessa nýjustu viðbót í græjusafnið mitt, engan veginn neinn græjufíkill, svo því sé haldið til haga."
Svo því sé haldið fullkomlega til haga þá styð ég sósíalistann PMS fyllilega í harðvítugri en vonlítilli baráttu sinni gegn tæknivæddum nýkapitalismanum.
SvaraEyðaÞú átt bara að vera hjá wordpress..þar er tekið afrit á mínútu fresti þegar þú ert að skrifa ;)
SvaraEyðaAnnars get ég ekki annað en lýst yfir stolti yfir því að afi gamli haldi fast í ökuskírteinið sitt, að verða níræður maðurinn!
stóra spurningin sem brennur á vörum mínum er: af hverju færð þú þér þá ekki bara páskaegg frá NÓA?!
Talar um innihaldið.. viltu þá frekar borga fyrir vont EGG og gott innihald? Er það ekki svona 85% af peningunum sem þú greiðir fyrir eggið sjálft?
Og meira um Nóa, ég er alfarið sammála því að eggin eru orðin óæt, einhverju hefur verið breytt sem mér líkar ekki.. og hana nú :)
Nóa er óætt þvímiður, og einhverrahlutavegna hefur súkkulaðið breist, og það bara á milli ára minnir að í fyrra hafi maður fundið verra bragð en áður af þeirra súkkulaði. Ég er sem betur fer ekki sá eini sem er þessarar skoðunnar, þó að ég tali hátt um þetta mál. :)
SvaraEyðaHáæruverðuga Guðný: þá vistar blogspot á 15-30 sek fresti allt sem maður skrifar þannig að það ætti ekki að vera prob, nema kerfið hjá þeim hrynji, en það getur svosem líka komið fyrir wordress ;)