05 mars, 2008

Nei, líklega ekki

Þetta leit vel út í byrjun. Sá fram á langar kvöldstundir fyrir framan DELL-inn í miklum ham við að lemja inn nákvæmar lýsingar á ferðinni til Berlínar og Kaupmannahafnar. Það hefur hinsvegar reynst þrautin þyngri, þar sem annir í brauðstritinu og líkamsþjálfuninni hafa ekki orsakað neitt nema þreytu og leti á kvöldin.
Ég vil hinsvegar benda á að Guðný hefur sett saman heilmikla fræðigrein um ferðalagið á sinni síðu (ber þó að vara við því að fremur illkvittnislegar athugasemdir um hegðun okkar hjónakornanna skortir algerlega grundvöll, ef betur er að gáð), svo og Egill og Soffía. Ég er eiginlega afar feginn því að þetta smellur svona vel saman: leti mín og þreyta annarsvegar og sérlega góðar ferðalýsingar hinsvegar.

Ég er greinilega ekki búinn að fá nóg af flugferðum, því eldsnemma í fyrramálið verður stigið um borð eina ferðina enn, þessu sinni í Fokker á leið til Egilsstaða, þar sem til stendur að sitja 'námskeið' fram á föstudag. Þetta er svona vísindaferð stjórnenda í framhaldsskólum. Ég verð svo varla lentur aftur í höfuðborginni á föstudag þegar árshátíðarkvöldverður hefst í ML.

Helgin verður síðan undirlögð í af tilraun minni til að vinna upp syndir - hlustun á 4 fyrirlestra sem ég hef ekki haft tíma til að afgreiða að undanförnu. (tíma eða nennu).

Ég vona að Þorvaldur hinumegin sé búinn að ná sér eftir meint hjartaáfall og að Ísabella þrífist vel. Þá er það einnig von mín að Egill sé að taka skipulagsmálin föstum tökum í Þýskalandi, Guðný að átta sig á því hvað 'inoculation' merkir, og Brynjar sé ekki búinn að rústa Konica-Minoltunni.

Þetta er bara svona.

2 ummæli:

  1. dictionary.com bjargar alltaf :)

    SvaraEyða
  2. Sumt breytist greinilega aldrei. Námskeið og vísindaferðir hjá stjórnendum. Helvíti líklegt að menn sitji sveittir þar í hópavinnu og að taka niður glósur. En hér eru menn annars búnir að jafna sig á áfallinnu og komnir á beinu brautina aftur

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...