Við getum öll verið sammála um, að þar sem umhverfið er snyrtilegt og öllu vel við haldið, líður fólki betur en ella. Það er af þessum sökum, m.a. sem Bláskógabyggð gerir samning á hverju vori við einhvern aðila, sem fær það verkefni að halda opnum svæðum á tilteknum stöðum í sveitarfélaginu í góðu standi. Þetta birtist okkur afar vel á Laugarvatni og í Reykholti. Ásýnd þessara þorpa er sérlega snyrtileg og maður fær þá hugmynd af þeim, í fljótu bragði að minnsta kosti, að snyrtimennska sé í hávegum höfð. Í Bláskógabyggð er þriðja þorpið, sem ber nafnið Laugarás, þar sem því miður, er aðra sögu að segja. Ég get ekki varist þeirri hugsun, að Laugarás sé hreint ekkert tilgreint sem hluti af samningi um umhirðu opinna svæða í þéttbýliskjörnum innan sveitarfélagsins. Að vísu kemur einhver við og við og slær leikvöllinn, en þar við situr.
Menn eru farnir að veigra sér við að kvarta yfir sinnuleysinu gagnvart Laugarási í þessum efnum, enda fátt annað leiðinlegra, en hjá því verður hreint ekki komist. Nú nálgast þjóðhátíðardagurinn og enn hefur ekki verið snert á gróðirnum sem sprettur vel meðfram aðalveginum í gegnum þorpið. Sláttuvélarnar voru farnar að suða annarsstaðar í byrjun maí.
Það á ekki að þurfa að kvarta ár eftir ár yfir þeirri vanrækslu, sem ég tel að sé hér um að ræða.
Um langa hríð hefur malbik á Skúlagötu (einu hliðargötunni sem yfirleitt hefur verið malbikuð (og það að hluta)), fengið að brotna upp í rólegheitunum án þess að lyft sé fingri til viðgerða. Um þennan veg fer öll umferð upp brekkuna að austurbyggð.
Að mínu mati á sveitarfélagið að hafa sjálft frumkvæði að því að sjá til þess að ástand opinna svæða og megin gatna sé viðunandi. Annað er ekki ásættanlegt.
Sammála!
SvaraEyðaKv, Reykvíngurinn BKBen
Orð í tíma töluð. Eitt er ósnyrtilegt þéttbýli - annað er beinlínis hættulegar götur.
SvaraEyða