14 maí, 2011

Hugur reikar til Potsdam

Það kann að virðast undarlegt, í fljótu bragði, að ég sitji í rólegheitum að Kvistholti og láti hugann reika til bæjar að nafni Potsdam í Þýskalandi. Það er nú samt svo.

Þegar þetta er ritað, eru um hálftími í að Kvisthyltingurinn Egill Árni hefji þar upp raust sína og flytji "Das Lied von der Erde" (Söng jarðar) eftir Mahler ásamt  Evelyn Hauck, Alt  og Ríkishljómsveit Brandenborgar undir stjórn Howard Griffith í Nikolaisaal ó Potsdam.

Um þessar mundir eru nánast nákvæmlega 100 ár frá dauða Gustavs Mahler.

Tenórinn okkar er búinn að fjalla nokkuð oft í aðdragandanum (síðustu 2 ár eða svo) að þessum flutningi, um að hann sé ekki beinlínis það auðveldasta sem hann hefur tekist á við. Um er að ræða tvenna tónleika, en þeir fyrri voru í gærkvöld í Frankfurt an der Oder, þeir síðari eru að hefjast eftir skamma stund.

Að sögn gekk allt vel fyrir síg í gær, og við sem hér sendum góða strauma, vitum að það sama verður uppi á teningnum á eftir.


Svona er frá þessu sagt á máli þeirra þýsku:Lebenslust und Todesahnung

Evelyn Hauck, Alt
Egill Arni Palsson, Tenor
Brandenburgisches Staatsorchester Frankfurt
Leitung: Howard Griffiths
Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfonie Nr. 35 D-Dur KV 385 "Haffner"
Gustav Mahler: Das Lied von der Erde

Fast auf den Tag genau vor 100 Jahren, am 18. Mai 1911, starb Gustav Mahler nach furchtbarem Todeskampf in Wien. Bereits vier Jahre zuvor hatten ihn unter dem Eindruck des Verlustes seiner fünfjährigen Tochter Maria und einem beginnenden Herzleiden schwere Todesahnungen befallen. Davon ist auch sein Zyklus Das Lied von der Erde durchdrungen, dessen auf chinesische Lyrik zurückgehende Texte von schmerzlicher Abschiedsstimmung, Melancholie und Lebensgier künden. Mahler hatte jedoch gewiss nicht damit gerechnet, dass er die Uraufführung seines Werkes (sie fand am 19. November 1911 in München statt) nicht mehr erleben würde.

Engin ummæli:

(Ráð)villtur unglingur með bleika plötu

Sýnishorn af plötubunkanum Ég er sennilega einn þeirra sem aldrei náði þeirri stöðu á unglingsárum, að verða svokallaður töffari. Ég var...