Í fréttinni spyr MHH oddvitann ítrekað um hjúkrunarheimili og oddvitinn segir mikinn skort á hjúkrunarrými í uppsveitum.
Í umræðum í framhaldinu var mér tjáð þetta, af manni sem er vel inni í sveitarstjórnarmálum í uppsveitunum: Í mínum huga er ekki vafi á því að verið er fyrst og fremst með í huga dvalarheimili.
Þarna var sem sagt eitthvað annað uppi á teningnum en hjá oddvita Hrunamannahrepps í viðtalinu.
Mér er því spurn:
Um hvað er verið að tala?
Til hvers að hleypa einhverri umræðu af stað þegar forsendurnar eru kannski vitlausar og fólk fer að tala í kross?
Á hvaða stigi er þetta mál meðal sveitarstjórnarfólks?
Er kannski búið að ákveða eitthvað?
Er búið að greina hvar þörfin liggur?
Er sveitarstjórnarfólk búið að koma sér niður á sameiginlegan stað?
Það eru reyndar margar aðrar spurningar, en það hefur engan tilgang að henda þeim út í tómið si svona.
Það sem ég gerði, til að fá betri mynd af því hvað um er að ræða, var að fara á vef Velferðarráðuneytisins og þar er að finna skilgreiningar á dvalarheimili, annarsvegar og hjúkrunarheimili, hinsvegar. Á þessu tvennu er talsverður munur.
Dvalarheimili
Dvalarrými eru í húsnæði sem er sérhannað fyrir þarfir aldraðra sem ekki eru færir um að annast heimilishald þrátt fyrir heimaþjónustu. Skilgreint er í lögum um málefni aldraðra og reglugerð um stofnanaþjónustu aldraðra hvaða þjónusta skuli vera fyrir hendi í dvalarrýmum, en þar á meðal annars að vera varsla allan sólarhringinn, öryggiskerfi í hverri íbúð og völ á fjölbreyttri þjónustu, svo sem mat, þvotti, þrifum og félags- og tómstundastarfi.
HjúkrunarheimiliÞá höfum við það. Það er kannski búið að ákveða hvað er verið að tala um, en þá þarf það að liggja fyrir, opinberlega, trúi ég.
Hjúkrunarrými eru á hjúkrunarheimilum og heilbrigðisstofnunum, ætluð öldruðu fólki sem er of lasburða til að geta búið heima með þeim stuðningi sem er í boði, svo sem heimaþjónustu, heimahjúkrun, dagdvöl, hvíldarinnlögn eða búsetu í dvalarrými. Í hjúkrunarrými skal veitt hjúkrunar- og læknisþjónusta auk endurhæfingar og annarrar þjónustu sem skilgreind er í lögum um málefni aldraðra og reglugerð um stofnanaþjónustu aldraðra.
Ég skoðaði lítillega þá þjónustu sem er í boði á Lundi á Hellu og á Krkjuhvoli á Hvolsvelli.
Þjónusta á Lundi |
Þjónusta á Kirkjuhvoli |
Það er rétt að geta þess, að Lundur og Kirkjuhvoll eru hjúkrunar- og dvalarheimili og hýsa því nokkuð breiðan hóp fólks.
Mikilvægast í þessu öllu er að það verði fundið úrræði fyrir aldraða í uppsveitunum í samræmi við þörf. Hvaða þjónustuþörf hefur helst leitt eldri borgara í uppsveitum í dvöl í öðrum byggðarlögum?
Er það stefna sveitarfélaganna í uppsveitum að gera eldra fólki kleift að dvelja á heimilum sínum eins lengi og nokkur kostur er? Þessi hugmyndafræði virðist mér eiga talsvert upp á pallborðið þessi misserin.
Svo ætla ég að reyna að hætta þessu og treysti því að það verði fagleg niðurstaða, en önnur, óviðkomandi sjónarmið verði ekki látin ráða för.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli