Guðný og Elín Ásta Pálsdætur. |
Aðeins um Kristínu Jóhannsdóttur og börn hennar.
Ásmundur og Sigurlaug Siggeirsbörn og Guðný og Elín Ásta Pálsdætur. |
Tveir synir Kristínar og Siggeirs, þeir Guðmundur Siggeir og Ásmundur urðu eftir þegar Kristín fór frá Baugsstöðum. Guðmundur var þar skráður til 1932, þá 26 ára og Ásmundur til 1943.
Elín Magnúsdóttir með Siggeir Pálsson (líklegast) |
Elín Magnúsdóttir, móðir Elínar, fékk að njóta heldur fleiri lífdaga en Guðný. Hún lést í apríl 1944, þá rétt að verða níræð.
Vigfús var bóndi í Haga 1889-1892 og í Fjalli á Skeiðum 1892-1896. Fæddur 23. desember 1859, d. 8. nóvember 1945. Um hann segir Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi: „Tók við búi af föður sínum, hóglætismaður og drengur góður. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Minna-Núpi, systir Guðmundar á Baugsstöðum; voru barnlaus. Bjuggu allvel, en fóru eftir fá ár að Fjalli á Skeiðum. Þar hættu þau búskap er heilsan bilaði." Jón Guðmundsson í Fjalli bætir við: „Skildu barnlaus um aldamótin. Son átti Vigfús, sem var Kjartan bóndi í Seli í Grímsnesi." (Fréttabréf ættfræðifélagsins, 1. tbl. 1. jan. 2005).
Vigfús Ásmundsson (Fúsi) |
Kjartan, bóndi í Seli í Grímsnesi var faðir Árna, "Árna á Seli", sem tók síðan við jörðinni. Það voru allmikil samskipti milli Hveratúns og fólksins Seli, Árna og Ellinor konu hans. Ég vissi, minnir mig, að það væru skyldleikatengsl, en það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum sem ég uppgötvaði hvernig þeim var háttað.
Sveinbarn var skráð til heimilis að Baugsstöðum 1924. Í athugasemd segir að það sé frá Hellum og sé frændi. Þetta vekur forvitni, en ekki hef ég fundið frekari upplýsingar um þennan pilt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, skráð vinnukona, var með heimilisfesti á Baugsstöðum frá 1931-1935 eða 6. Hún var 54 ára þegar hún kom og hvarf síðan á braut 59 ára. Í sóknarmannatali er skráð í athugasemd, að hún hafi komið frá Ási í Hrunamannahreppi, en síðan strikað yfir það. Í sóknarmannatali Hrunasóknar er hún skráð sem vinnukona í Ási og þar kemur fram að hún hafi fæðst í Klapparkoti í Miðneshreppi. Þetta er rannsóknarefni.
---------------------
Jæja, gott fólk. Nú er ég búinn að tína til það fólk (fyrir utan Elínu, Pál og börn þeirra) sem litaði heimilishaldið á Baugsstöðum í þá tvo áratugi eða svo sem Guðný, móðir mín, var að slíta barnsskónum. Mér fannst nauðsynlegt að reyna að ná utan um þetta og þykist all miklu fróðari eftir.
Næst á dagskrá er síðan að fabúlera um æsku og uppvöxt Guðnýjar og systkina hennar. Sömuleiðis hef ég í hyggju að birta myndir af persónum og leikendum, eftir föngum. Þarf bara að hitta einn mann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli