18 september, 2022

Kvistr eða Kvistur

"Vantar ekki U í logoið ykkar?"
Svarið við þessari spurningu, sem við höfum fengið nokkrum sinnum er: "Nei, aldeilis ekki!
Það væri vissulega vandræðalegt, ef ég hefði klikkað svo rosalega á prófarkalestri merkisins, að gleyma einum bókstaf í eina orðinu sem er að finna í því.  Það er hinsvegar svo, að ég gleymdi engum staf. Orðið á bara að vera eins og það er og var alltaf ætlað að vera svona; KVISTR, en ekki KVISTUR.
"Hvaða stælar eru það eiginlega?" spyr þá einhver.

Auðvitað eru það stælar, en það sama má segja um ansi mörg svona merki. 

Nú ætla ég að útskýra þetta allt saman, eftir fremsta megni og síðan vísa ég bara á þetta, þegar einhver spyr hvort ekki vanti U í lógóið.

Upphafið


Saga þessa merkis, eins og það er í grunninn, er orðin ansi löng, eða til ársins 1982, þegar verið var að slá upp fyrir kjallaranum í verðandi íbúðarhúsi okkar í Kvistholti. Þá var þar veggur, sem mér fannst að þyrfti einhverja skreytingu á og negldi því lista innan á mótin, einhverskonar "lista" verk sem gaf til kynna að þar væri um einhverskonar plöntu að ræða.  Svo var steypu hellt í mótin og innan hæfilegst tíma voru þau fjarlægt og þá birtist  verkið, sem síðan hefur, í grunninn, fylgt okkur, í einhverju formi. 

 Þar kom, þegar brauðstritinu lauk og þegar málverk og leirfígúrur tóku að myndast í dyngju fD, tók ég mig til og teiknaði upp veggskreytinguna og sú útgáfa varð síðan táknmynd fyrir það sem við Kvisthyltingar tókum okkur fyrir hendur.

Svo fluttum við í annað sveitarfélag, nýtt umhverfi og breyttur raunveruleiki. Það þótti heppilegur tímapunktur til að uppfæra þetta merki og síðan hefur það smám saman verið að taka yfir eldra merkið. 
Meðal þess sem prýðir nýjustu útgáfuna er þetta orð: KVISTR. Meginástæðan fyrir því að þar sleppti ég U-inu er sú, að mér tel að allt sem við gerum eigi sér með einhverjum hætti, sögulega tilvísun. Án fortíðarinnar, værum við ekkert. 
Þar sem ég hóf, á svipuðum tíma, að taka þátt í hópi sem kemur saman og les íslenskar fornsögur, fann ég leið til að vísa í sögu okkar í merkinu: ég bara sleppti U-inu.  Ef einhver ykkar sem þetta lesa skilja ekki enn hvernig u-leysið getur vísað til sögu okkar, læt ég duga að setja hér fyrir neðan, upphafsorð Brennu-Njáls sögu:

Íslensk fornrit, XII bindi, Brennu-Njáls saga.
Einar Ól. Sveinsson gaf út
Hið íslenzka fornritafélag - Reykjavík - MCMLIV





Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...