11 október, 2010

Haustópið


Októberblíðan, hljóðlaust lognið og ómenguð haustsólin umvefja verklegar framkvæmdir á hlaðinu fyrir framan hús. Það er verið að leggja lokahönd á meistaraverk. Einungis eftið að beita suðandi borvélinni á nokkrar skrúfur til viðbótar. Það vantar eitthvað lítilræði, sem er inni í húsi og það kemur í hlut aðstoðarmanns meistarans að skreppa eftir því. Á meðan einbeitir smiðurinn sér að því að snurfusa og festa lausa enda.

Hann hrekkur upp úr aðdáunarhugsunum sínum á eigin verkum þegar haustkyrrðin er skyndilega rofin af nístandi skelfingarópi. Þar sem hann lítur upp í átt að útidyrunum, sér hann hvar aðstoðarmaðurinn kemur á stökki út um dyrnar með svip sem minnir á hrollvekjandi atriði út Hitchcock mynd eða Anaconda. Það sem meistaranum dettur fyrst í hug að hafi gerst er, að hitalögn sé sprungin í húsinu eftir yfirhalningu hitakerfisins, sem er nýlokið, eða að eldur sé laus í þvottahúsinu þar sem þurrkarinn var að vinna skömmu áður. Varahugsun snýst um að líklegt sé að mús sé komin í hús.

Ekkert af þessu reynist vera tilfellið, en þegar mesta skelfingarástandið er frá greinir aðstoðarmaðurinn frá því sem gerðist.

Það var eftirfarandi.....

Ætli framhald frásagnar af atburðum þeim sem í kjölfarið fylgdu, bíði ekki um stund.

2 ummæli:

  1. Áfram,áfram!!!Takk fyrir síðast. SIS

    SvaraEyða
  2. Takk sömuleiðis. Framhaldið þarf að vanda vel. Hvort það tekst kemur í ljós :)

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...