framhald
Það liggur nú við að það fari meiri tími í að skrifa um framkvæmdirnar í kringum blessað tunnuskýlið en að sinna framkvæmdunum sjálfum.
Það hefur komið skýrt fram, að líklegt er að framkvæmdir hefðu frestast eitthvað ef ekki hefði komið til aðstoðarfólk úr öðru landi. Þar sem sú var staðan átti ég ekki um að velja annað en taka fullan þátt í að hefja samsetningu skýlisins.
Vinnan hófst innan dyra og fluttist síðan út þegar það var metið tímabært. Það var ljóst að hÞ taldi nauðsynlegt að halda samsetningarvinnunni áfram fram að brottfarartíma fjölskyldunnar til að auka líkur á að framhald yrði á verkinu. Þegar fjölskyldan hélt síðan áleiðis til síns heima í Álaborg, var staða byggingarinnar þessi.
Af nokkrum ástæðum reyndist óhjákvæmilegt að fara aftur í kaupstað til að nálgast ýmislegt sem vantaði til að verkið gæti orðið fullkomnað:
1. Teikningin reyndist vitlaus með því að það vantaði upp 4 veggspýtur.
2. Það þurfti að bæta við efni í sökkla undir bygginguna.
3. Kaupa þurfti keðju og fylgihluti vegna lokunar skýlisins að framan.
Allt þetta ferli gekk eins og til var ætlast og ég fékk efnið niðursagað mér að kostnaðarlausu.
Það var svo um langþráða fríhelgi, sem nú stendur yfir, að framkvæmdunum var haldið áfram, ekki með neinum asa þó. Eftir fyrri vinnudaginn var staðan þessi.
Í dag réðust síðan allir (tveir) sem vettlingi gátu valdið í að ljúka verkinu.
Það hefur komið í ljós, enn eina ferðina, eins og ég hef áður fjallað um, að ég er snillingur þegar kemur að verklegum framkvæmdum. Enn hefur bæst við gimsteinn í safn óðalsins að Kvistholti.
Myndir segja meira en mörg orð.
ekkert smá fínt hjá ykkur :)
SvaraEyðaég vil nú ekki gera lítið út þeirri miklu vinnu sem þarna hefur verið unnin, og án þess að setja út á handverk, en mér finnst þetta afar ljótt skýli :)
SvaraEyðaHefði þurft að stilla skýlinu upp þannig að það sæist frá götunni, öðrum til öfundar.
SvaraEyðaHér er á ferðinn óviðjafnanlegt listaverk, sem ber listrænum hagleiksmönnum vitni. Það er einkenni góðrar listar, að hún er ekki allra.:)
SvaraEyðaNær yndir veggnum æjir
SvaraEyðamá aðeins sjá að lægir
hans blóðþrýstingsins bál.
Þó fD (fim á fæti)
þar fari um með læti
og andlitssvipinn :eðalstál.
En listaverkið ljúfa
sem lítil hlífðarhúfa
nú skýlir sorpi og sút.
En brátt skal barning hefja
hér býðst ei neinum tefja
það rusl er þráfallt þreyir út!
Hirðkveðill dáir listsköpunin að Kvistholti, fD og "sælan bóndann, sunnan undir vegg..." Og árnar heilla á þessum merku tímamótum. hÞ fær hugheilar kveðjur.....enda hlutverk hans lýðum ljóst!
Askoti er thetta flott skýli ;o)
SvaraEyðaEgill, thú ert bara abbó....hahaha ;o)