15 október, 2008

Hvaða kór?

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum sem hafa litið við hérna, að fyrirbærið Skálholtskórinn, í þeirri mynd sem var, er ekki lengur til. Það þýðir auðvitað ekki að fólkið, sem hefur komið að starfi þessa kórs, sé ekki lengur til. Þvert á móti, þá eru þar flestir sprellifandi (flestir, vegna þess að sumir eru ekki sprell heldur bara lifandi).
Nú er framundan að ræða - og þá væntanlega komast að niðurstöðum um hvort þetta fólk vill halda áfram með einhverskonar kór. Mér finnst það nokkuð æskilegt, að mörgu leyti, að kjarninn úr gamla Skálholtskórnum haldi áfram með lítinn og svalan kór, enda einhver peningur til í sjóði, sem ekki er ástæða til að láta brenna upp. Gamli kórinn safnaði þessu fé og ekki nema eðlilegt að þeir sem stóðu að þeirri söfnun umfram aðra, geti notið þess afraksturs með einhverjum hætti, t.d. í samræmi við þá tillögu sem fyrir liggur um að heimsækja höfuðborg í Evrópu á komandi vori.

Það er eðli kórastarfs, eins og svo margs annars sem fólk gerir í sjálfboðavinnu, að þegar eitthvað skemmtilegt er framundan (sem ber þá að líta á laun fyrir alla vinnuna) þá fjölgar, en þegar það er búið þá fækkar aftur. Það er sjálfsagt fátt við þessu að gera, en ég vil allavega láta í ljós skoðun mína á því.

En fyrst er nú að komast að niðurstöðu um hvað verður.....

Látum það vera þó ég láti það flakka

1 ummæli:

  1. "Þar greipstu á kýlinu" er sagt í fornri bók. (Raunar var sagt greiptu).

    Kjarna þessa máls þarf að leiða til lykta eins lipurlega og frekast er unnt.
    Þá hlýtur þátttaka og mætingar í messur og athafnir að verða það lóða sem þyngst vegur. Nú ef ekki það - hvað þá?
    Svo er annað mál hvort "hinn svali kór eftirlifenda" ákveður að SÆKJA einhvern beinlínis sér til stuðnings í einhverri rödd. Það er öðru vísi í laginu.

    Kvæðalausi kveðillinn

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...