13 október, 2008

Einhverskonar logn

Það var nokkuð merkilegt að sækja höfuðborgina heim á þessum degi. Það varð strax ljóst á leið yfir Hellisheiði, að þar værum við ekki í lífshættu eins og oftast nær. Bílar á ferð nánast teljandi á fingrum annarrar handar.
Götur höfuðborgarinnar tóku okkur fagnandi af gæsku sinni og buðu upp á greiðar og umferðarlitlar eða jafnvel umferðarlausar leiðir hvert sem hugurinn vildi bera okkur.
Risastórmarkaðirnir opnuðust okkur greiðlega - afgreiðslufólk á hverjum fingri við að hækka verðið. "Sjitt"hann varð á undan mér, gaurinn með hækkunarmiðann fyrir sturtuhasuinn fína sem ég ætlaði að fara að kaupa!"
Um allar kringlurnar mátti sjá brosandi fólk að gera góð kaup; fólk sem talaði ekkert nema útlensku. Þar var nú varla annað fólk að sjá - nema okkur, sveitavarginn, sem átti engin erlend myntkörfulán að ráði, og engin hlutabréf að ráði - ekkert nema traustar inneignir í veröld á hverfanda hveli.

Logn - á undan.....
Logn - á eftir........
Látum það liggja milli hluta,
við vitum ekkert hvað kemur á undan
og hvað á eftir.

2 ummæli:

  1. hehe já það er frekar skondið til þess að hugsa að núna er Ísland að verða einn heitasti verslunarstaðurinn og að færeyjingar og danir muni nú flykkjast hingað í verslunarferðir - litla Ísland sem var fyrir aðeins örfáum mánuðum dýrasta land í Evrópu (eða alltaf í topp 3)

    SvaraEyða
  2. Sjitturinn! að maðurinn með verðmiðarúlluna skuli vera svona á undan þér.

    Logn, logn segirðu. Hér er forn málsháttur (frá ofanverðri 17. öld) alþekktur í Einskisdal hinum nyrðri:

    "Enginn veit hvað í logni leynist"

    Blogg(skapur)-skrif um verðlagssjitt og lífslogn

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...