... sungið við jarðarför tvo daga í röð", sagði félagi Bragi, tenór þegar á var liðið seinni jarðarförina, sem fór fram í gær. Bragi hefur þó marga fjöruna sopið í kórsöng gegnum áratugina.
Undanfarna daga hefur, sem sagt, verið heilmikið að gera í kórbransanum og allt gekk það eins og lagt var upp með.
Því verður ekki leynt, hinsvegar, að það er ekkert sjálfgefið, að hér í sveit sé hægt að ganga að fullboðlegum kór til að sinna verkefnum af þessu tagi. Það má segja, að hér sé heimikill mannauður fyrir hendi til þessa, en það er með hann eins og annan mannauð; hann þarf að rækta og þjálfa til að hann geti sinnt verkefnum sínum með fullnægjandi hætti.
Ekkert er sjálfgefið í þessum efnum. Ef ekki er vökvað ef enginn er áburðurinn, þá vex ekkert. Þetta eru eiginlega of augljós sannindi, sem eiga ekki síður við um fólk en jarðargróður.
------------------
Ég hef ákveðið að fara ekki sömu leið og ýmisr aðrir sem hafa tjáð sig með þessum hætti virðast vera að fara. Fésbókin höfðar einhvern veginn harla lítið til mín, aðallega ef eftirtöldum ástæðum:
- flest það sem þar gerist virðist mér vera harla léttvægt, þó vissulega megi finna þar margt sem gagn má hafa af. Ég get ekki fengið af mér að skrá þarna inn hvað ég aðhefst frá degi til dags svo "vinir" mínir geti smellt á 'like'.
- þeir sem þarna eiga heima virðast sannarlega sökkva sér ofan í þetta, jafnvel svo, að það hlýtur að vera farið að koma niður að störfum þeirra og lífi. Mér finnst þetta í sannleika sagt vera of mikill tímaþjófur.
Eins og margir þeir sem þetta lesa hafa eflaust tekið eftir, þá hefur verið stofnað til aðdáendaklúbbs míns á fésbókinni. Þetta er auðvitað sérlega yndislegt og fallega hugsað að öllum líkindum. Ef að líkum lætur hefur fjöldi fólks skráð sig þarna í hóp aðdáenda minna en ég get ekki varist þeirri hugsun að þar geti einnig legið annað að baki.
Þá velti ég einnig fyrir mér tilganginum með þeim klúbbum, af ýmsu tagi, sem þarna er að finna og einnig hvaða gagn þeir gera. Þetta minnir dálítið á undirskriftasafnanir þar sem fólki finnst ekkert að því að skrá nafnið sitt og spá svo bara ekki meira í það.
Æ, já................
Það er sunnudagur og sólin reynir sitt
til að sannfæra oss um að vona
að vér föllum ekki í þann fúla pytt
sem .......
....Já hvaða pytt?
Lagboði: Allt eins og blómstrið eina...
SvaraEyðaMér finnst um margan þáttinn
mikið að fólk þar oft,
aðeins um ytri háttinn
oftlega fjall'- og loft...
Losi um litla hlekki
líkt og við þörfnust flest
sál mín hún sækir ekki
svoddan í umgangspest!
("rímsins vegna í peysu, frá prjónastofunni Malín")
(boggskapur um alhliða hugleiðingar um fésbók)
Hirðkveðillinn
Í pyttum má víst potast hitt(?)
SvaraEyðaí pyttum mörgu leyna
hitt er þitt
og þitt víst mitt
þá í pyttum vei- ei -na!
Eða var það ekki þetta em átti að segja við pyttinum?
(bloggskapur um lífsins óræðu pytti)
hirðkveðill í refastuði
Mikið óskaplega er ég sammála þér Páll! Þessi blessaða fésbók er náttúrulega ekkert annað en tímaþjófur og tól til að safna saman haug af persónuupplýsingum án endurgjalds!
SvaraEyðaMætti kannski segja að ef þú værir með 'like' takka hér þá myndi ég smella á hann.....