Hrundarnir vita hvað þeir eru að gera. Þeir þekkja sitt fólk. Þeir kunna sannarlega að ýta á réttu takkana á kjölturökkunum sínum. Nú er þeirra réttlætið, þeirra eru lausnirnar, þeirra er jafnréttið, þeirra er náungakærleikurinn, þeirra er hagur þjóðarinnar. Þeirra er allt hið góða sem eitt þjóðfélag getur prýtt.
Með snefil af skömm hefðu hrundarnir átt að þegja. Því þeirra var ekki réttlætið, lausnirnar, jafnréttið, náungakærleikurinn, hagur þjóðarinnar. Þeirra var sjálfgæskan, spillingin, gróðahyggjan, undirferlið, stjórnleysið.
Hugsjónir hrundanna hafa ekkert breyst. Þeir standa fyrir það sama og áður. Hvað hefur þá breyst?
"Maður á að hætta að vera reiður því það er svo leiðinlegt", hafa menn sagt. Reiði er bara ekki rétta orðið til að lýsa þeim tilfinningum sem ég ber til þessa alls. Ætli vonbrigði sé ekki nær því að lýsa stöðunni. Vonbrigði með að þjóðin virðist ekkert haf lært.Litlu hvolparnir flaðra upp um eigandann.
Hann er kominn heim.

Tek undir: vonbrigði - og skortur okkar á að vilja horfast í augu við hlutina eins og þeir eru - og læra. Hér ríður alls staðar húsum hin íslenska umræðulist, sem fólgin er í skorti á röksemdum og hlustun. Hún kemur æ betur í ljós - í forheimskan sinni.
SvaraEyðaH.Ág. - ljóðlaus hirðkveðill rétt í bili;)