18 mars, 2011

Takk, Sko....

Nú áðan skelltum við fD okkur á frumsýningu nemenda ML á frumsömdu verki sem kallast Sko....  Vettvangur verksins er heimavist skólans og þar takast á fulltrúar mismunandi tónlistarstefna. Inn í það allt saman blandast síðan ýmislegt það sem ætla má að eigi sér stað í heimavistarheimi þar sem kynni eru náin og ýmislegt látið flakka.

Hér er á ferðinn harla skemmtilegt verk, ekki síst fyrir það að það var frumsamið að öllu leyti, bæði tónlist og texti. Slíkt ber að meta.


Auðvitað bar verkið keim af því að ekki voru atvinnumenn á ferð, en samt var þetta afskaplega vel gert. Ég vil ekki síst nefna tónlistina, sem var auðvitað frumsamin eins og annað. Hljómsveitin stóð sig heldur betur í stykkinu.


Þá sýndu allnokkrir leikarar afbragðs takta.

Guðbjörg Guðjónsdóttir, formaður árshátíðarnefndar
ásamt leikstjórunum Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur og Brúsa Ólasyni
Skrifa ummæli

Baldur - ungmennafélagsandríki og tengiskrift.

Á héraðsskjalasafninu á Selfossi er að finna ýmislegt. eins og nærri má geta, því þar er um að ræða héraðsskjalasafn.  Þarna hefur fólk ve...