Hér er á ferðinn harla skemmtilegt verk, ekki síst fyrir það að það var frumsamið að öllu leyti, bæði tónlist og texti. Slíkt ber að meta.
Auðvitað bar verkið keim af því að ekki voru atvinnumenn á ferð, en samt var þetta afskaplega vel gert. Ég vil ekki síst nefna tónlistina, sem var auðvitað frumsamin eins og annað. Hljómsveitin stóð sig heldur betur í stykkinu.
Þá sýndu allnokkrir leikarar afbragðs takta.
![]() |
Guðbjörg Guðjónsdóttir, formaður árshátíðarnefndar ásamt leikstjórunum Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur og Brúsa Ólasyni |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli