Langt er nú síðan ég hef látið til mín taka á þessum vettvangi, en það á sér gildar skýringar. Mér er það auðvitað fullljóst að þeir eru margir sem af þessum sökum hafa ekki getað sótt sér andlega næringu sem skyldi á þessum tíma og ég biðst auðvitað velvirðingar á því.
|
Ráðhúsið í Sulzbach-Rosenberg |
Þegar búið var að afgreiða það sem afgreiða þurfti að því er varðaði vinnuna, skelltum við fD okkur í hópi 32 manna samstarfsmanna í ógurlega skemmtilega náms- og kynnisferð til smábæjar í S-Þýskalandi sem Sulzbach-Rosenberg kallast. Til nánari útlistunar á hvar bær þessi er þá er þess að geta að hann er um 50 km suðaustur af Nurnberg.
|
Þetta var löng skrúðganga með
amk 2 lúðrasveitum |
|
Íslenskir þátttakendur í skrúðgöngu |
Það er skemmst frá því að segja að þarna fengum við aldeilis ágætar móttökur og fengum stöðu heiðursgesta í bænum um stund. Daginn eftir komu okkar í bæinn skartaði bæjarblaðið risastórri mynd af hópnum ásamt umfjöllun um heimsóknina. Hámarki náði meðferðin á okkur þegar bæjarstjórinn margítrekaði tilveru okkar í opnunarræðu sinni á vorhátíð bæjarins. Þar skipaði hann okkur á stað í skrúðgöngu næst á eftir lúðrasveitinni. Göngufólk var að öðru leyti heimamenn sem skörtuðu ótrúlega litríkum þjóðbúningum (eða þorpsbúningum) - Ég rétt sé fyrir mér samskonar hátíð í Bláskógabyggð þar sem Þingvellingar, Laugdælingar og Tungnamenn kæmu saman til skrúðgöngu. Hvar eru okkar búningar?
|
Massar, massar, massar |
Skrúðgöngunni lauk á hátíðarsvæði bæjarins, í risastóru tjaldi, þar sem okkur var auðvitað vísað til sætis og í okkur borinn bjórinn í líterskrúsum (mass). Það fór ekki hjá því að margur í hópnum yrði afar kátur við þessar aðstæður.
Á hátíðarsvæðinu var heilmikið Tívolí þar sem mest bar á feiknastóru Parísarhjóli, sem fD var ófáanleg til að reyna, en sem ég gerði hinsvegar auðvitað, enda mikill ævintýramaður.
|
Það var ekkert mjög leiðinlegt þarna. |
Þarna var mössum stútað fram eftir kvöldi. Þeir sem eldri eru og virðulegri í hópnum, kunnu sér hóf og héldu til hvílu á skikkanlegum tíma á meðan þeir sem ekki hafa enn fengið fylli sína af gleðskaparlátum lentu á flandri fram eftir nóttu og áttu loks í nokkru braski með að koma sér til hvílu, en um það er ekki rétt að fjölyrða hér.
Það kann að vera, að ég varpi upp fleiri myndum úr ferð þessari síðar, en hún myndaði fyrrihluta Evrópuferðar okkar fD, því þegar flestir samstarfsmannanna héldu heim á leið, brunuðum við í bílaleigubíl 400 km í norðaustur átt til Görlitz þar sem við nutum lífsins hjá tenórnum okkar og fjölskyldu hans.
Í skrúðgöngunni skemmtu sér
SvaraEyða-þau skötuhjúin sögð' ei pass-
Búning þó ei bæru hér
það bættu upp með ljúfum fass.
Hirðkveðill gerir sér lukkulega mynd af Kvisthyltingum á erlendri grund;)
Fass er nú reyndar bara úr krana :) óháð stærð eða íláti, en líklegast var þetta eitthvað tungumál sem þið töluðuð saman :) Hvað veit ég.
SvaraEyða"Veit ég það Sveinki"... ;) EN Fassið þótti samt gott:)
SvaraEyðaHirðkveðill Kvistholts
Massar, þá - slip of the tongue.Verst að þetta setur kveðskapinn í vitleysu :)
SvaraEyðaEkki hefur hirðkveðill stórar áhyggjur af þessu. Segja þeir ekki "frá fassi þegar þeir spyrja eða bjóða bjórinn? Kveðskapurinn stendur óhagganlegur - vitlaus eða ekki;) EN auðvitað er fassið ekki bjórinn sjálfur æ,æ....
SvaraEyðaHirðkveðill