24 maí, 2011

Endurskinsvesti

Undanfarna daga hefur all oft verið rætt við stjórnanda í samhæfingarstöð Almannavarna í Reykjavík, í fréttum, t.d. hér.
Ég vil nú auðvitað ekki vera að hugsa neitt ljótt í þeim grafalvarlegu aðstæðum sem uppi eru, en hef hinsvegar ekki komist hjá því að velta fyrir mér ástæðu þess, að viðmælandinn er alltaf klæddur í endurskinsvesti í þessum viðtölum. Ég hef ekki funduð í huga mér, neina skynsamlega skýringu á þessu.
 - Ég fæ ekki séð en lýsing í samhæfingarstöðinni sé alveg nógu mikil og því ekki ástæða til að fólk rekist hvert á annað.
 - Ég tel ekki líklegt að maðurinn sé í vesti til að vera algerlega klár í að stökkva inn í öskustorminn 500 km austar.



Mér koma í hug tvær mögulegar skýringar á þessu:
 - Rafmagn gæti farið af samhæfingarmiðstöðinni og þá er mikilvægt að klæðast svona vesti til að fólk rekist ekki hvert á annað, en í því sambandi vil ég benda á, að annað fólk þarna inni virðist ekki vera búið svona vestum.
 - Þetta er gert til að yfirbragð viðmælandans verði trúverðugra; fólk ímyndi sér að hann sé á miðju hamfarasvæðinu og því meira mark á honum takandi.

Mér finnst þetta, hvað sem öðru líður virka á mig sem frekar hjákátlegt.

1 ummæli:

  1. Vestið mun hér veita þrátt
    virðingu og góða sátt:
    því mun hann virðast, mættur hvar
    mestar eru hörmungar.

    Hirðkveðill yrkir um almannavarnavesti - og ætlar fljótlega að fá sér slíkt!

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...