Þessi vísa spratt fram þegar fD kom til að hafa til kaffið:
Komir þú á bæ þar sem kaffi er ekki á borðum
og kunnir ekki við að biðja um það með orðum.
Stattu þá hjá frúnni' um stund án þess að tala,
strjúktu henni um bakið og þá fer hún að mala.
strjúktu henni um bakið og þá fer hún að mala.
Á vefnum skagafjörður.is er vísan, en þar er hún svona:
Komir þú á bæ þar sem kaffi er ekki á borðum
og kunnir ekki við að biðja um það með orðum.
Stattu við hjá frúnni og stilt þig um að tala
strjúktu henni um bakið og þá fer hún að mala.
strjúktu henni um bakið og þá fer hún að mala.
Höfundur:
Guttormur J. Guttormsson skáld í Vesturheimi f.1878 - d.1966
Fleiri eru vísurnar sem hafa verði skráðar eftir þeim gamla í minnisbók sem liggur frammi.
Ekki fann ég höfund þessarar:
Austur í sveitum býr ágætis fólk,
með úttroðinn maga af skyri og mjólk.
Þar er mörg jómfrúin, þjóðleg og spræk
og þaðan er Einar frá Geldingalæk.
Margt er skrítið mannheimi í
margur fær að kenna á því.
Ýmsir konur eiga tvær,
en aðra bara vantar þær.
Hamingjan er einum ýfð
en öðrum kær.
Þarna mun Þórður hafa verið að yrkja um einhverja sveitunga.
Ég fann ekki staðfestingu á að vísan væri eftir Þórð.
Þessi er eftir einhvern gárunga á S.-Reykjum, á þeim tíma sem sá gamli var þar við störf:
Lúter og Jensen líða þraut,
þau lífsins börn.
Elta báðir, eins og naut,
Ernu á Tjörn.
(Lúter hét Marteinn Lúther (Sk.M.) og Jensen var aldrei kallaður annað en Jensen í mín eyru. Erna er náttúrulega Erna Jensdóttir, húsfreyja á Tjörn í Biskupstungum)
Loks er vísa sem ég hef ekki fundið höfund að, og því ekki upplýsingar um hver Ingibjörg var:
en örmjó að framan.
Skyld'ekki mega skera'na sundur
og skeyta'na saman?
Iðulega úti að labba
SvaraEyðaáleiðis til gamla pabba,
unglingurinn er þó æ
allvel hress á sínum bæ.
Vísur kveður karlinn sá
-kannski Páll þær nema má-
Skrifar flest í skruddu sín'
skelfing margt þar finnst nú grín.
Vild' ég gjarnan vænn, minn kær
vera aðeins, pínu nær
Les' í skruddu og skrafa við
skrítna karla eins og þig.
Þessar vísur þrýtur nú
þó ég segja vildi að þú
Páll, hér gerir gott með því
að gef' mér kvæði að líta í.
Hirðkveðill Kvistholts sendir aldna unglingnum og Kvisthyltingum sérlega frómar og kristilegar kveðjur;)