24 október, 2011

Aratunga, fimmtíu árum seinna (2)

Árið 1961 var ég talsvert ungur eins og áður hefur komi fram og menn geta ímyndað sér. Þá var nýja félagsheimilinu gefið nafnið ARATUNGA, með öðrum orðum tungan hans Ara. Þannig skildi ég þetta allavega og lái mér hver sem vill.
Hér niðri í Laugarási var aðeins um einn Ara að ræða, sem eitthvað kom fyrir í umræðu manna á meðal.  Það þarf því engum  að þykja það skrýtið, að ég hafi tengt nafnið á nýja félagsheimilinu við þann eina Ara sem ég þekkti þá, Ara í Auðsholti.  Það dettur nú væntanlega engum í hug, að Aratunga hafi hlotið nafn vegna hans í raun, en ég man enn myndina sem mótaðist í höfðinu á mér og sem átti að mynda nokkurskonar lógó hússins.

Aratunga er í Biskupstungum. Biskupstungur draga nafn sitt af tungum tveim, Eystri tungunni og Ytri tungunni. Austan Eystri tungunnar er Hvítá, vestan Ytri tungunnar er Brúará og þarna á milli er síðan Tungufljót.
Ég reikna með að tungu-hlutinn í Aratungu sé til kominn vegna þessara  tungna. Ara hlutinn vísar hinsvegar til Ara fróða Þorgilssonar, sem var í fóstri í Haukadal frá 7-21 árs og er talinn hafa verið aðalhöfundur Íslendingabókar og Landnámu.
Ari Þorgilsson virðist hafa lært klassísk fræði í Haukadal og var vígður til prests og þjónaði á Stað á Ölduhrugg (Staðastað). Ari þessi var nú bara í 14 ár hér í sveit, sem barn og ungur maður, en sú dvöl hans dugði til gera hann ódauðlegan í nafni félagsheimilis sveitarinnar.

(meira síðar)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...