Það kom fram í yfirferð Garðars Hannessonar, sem var fyrsti húsvörður í Aratungu, að tvennt hafi orðið til þess að salurinn varð minni en upphaflega var gert ráð fyrir:
- Leikhúsmenn einhverjir hvöttu menn til að dýpka leiksviðin á öllum þessum félagsheimilum sem var verið að byggja um allt land á þessum tíma. Það þyrfti til þess að Þjóðleikhúsið gæti komið með sýningar í húsin. Þetta var gert í Aratungu. Sviðið var dýpkað um einn metra, en á móti minnkaði salurinn á lengdina um einn metra.
- Vegna skorts á þaksperruefni var síðan gripið til þess ráðs að lækka þakið um 30 sentimetra.
Það var svo í þessu húsi sem Tungnamenn hófu að iðka íþróttir sínar þegar það var leyft - það virðist hafa verið talsverð andstaða við að hleypa svo eyðileggjandi starfsemi sem íþróttum inn í húsið. Leikfimin í barnaskólanum var ekki flutt niður í Aratungu fyrr en um það bil 5 árum eftir að húsið var tekið í notkun - leikfimin var iðkuð áfram af krafti á gangi í barnaskólanum sem er um það bið 3m á breidd og kannski 15-20 m á lengd. Ég er ekki hissa á hve góðu valdi við, sem þarna iðkuðum leikfimi af krafti undir stjórn Þóris Sigurðssonar frá Haukadal, höfum náð á fínhreifingum.
Það kom að því að ég fékk að fara á fyrstu körfuboltaæfinguna í húsinu - giska á að það hafi verið 1966 eða 7. Sú reynsla hafði svo djúpstæð áhrif á mig, ungan sveininn, að ég svaf ekki alla nóttina á eftir - man enn örvæntinguna yfir þessu svefnleysi klukkan sex um morguninn.
Þarna var síðan lagður grunnurinn að gullaldarliði Tungnamanna í körfubolta, sem ég var auðvitað hluti af. Í þessu liði voru margir öndvegis leikmenn, sem náðu undraverðum tökum á þessum leik í þessu húsnæði sem varð stöðugt smærra eftir því sem leikmennirnir eltust og stækkuðu.
Þegar liðið góða fór síðan í önnur hús til að keppa við nágranna, þá var að jafnaði hærra til lofts (hafði ekki verið timburskortur á landinu). Þar vakti skottækni þeirra í liðinu sem tóku langskotin talsverða athygli - körfurnar urðu samt ekkert færri þess vegna.
Á æfingum var hléið alltaf talsvert tilhlökkunarefni, en það var farið í ölkælinn og tekið úr eins og einni Sinalco, ískaldri.
(enn verður áfram haldið - framundan er að fjalla um sumardansleikina - þar gerðist allt)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
It's only words ...
Við erum mörg reið og það hvílir á okkur einhver óviðráðanlegur þungi. Við upplifum vonleysi og varnarleysi. Við reynum að skilja hvernig he...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
50 ára stúdentar, 2024 Maður áttar sig ekki endilega á því, meðan einhverjar aðstæður eru fyrir hendi, hvort þær hugsanlega muni skipta máli...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli