23 október, 2011

Gamall skólabróðir í prestshempu

Það æxlaðist svo að við fD skelltum okkur á þrjúbíó í Félagsheimilið Árnes. Ég frétti af þessari mynd í kringum heimildamyndahátíð á Vestfjörðum. Hún hlaut þar áhorfendaverðlaun og hefu síðan verið sýnd í höfðuborginni.
Ég ætlaði mér alltaf að sjá þessa mynd. Ekki vegna þess að höfundur hennar, Steinþór Birgisson, á ættir að rekja í Gnúpverjahreppinn, sem ég vissi ekki fyrr en í dag, heldur vegna þess að séra Jón Ísleifsson var með mér í skóla um tíma á Laugarvatni. Ég man eftir honum sem fremur sérstæðum, en þó ekki svo að hann ætti erfitt í umhverfinu, hreint ekki. Kannski að hann hafi minnt mig dálítið á fyrrum Laugarásbúann Pál H. Dungal sem bjó í Ásholti.  Það var mér samt undrunarefni þegar ég fregnaði af því að hann væri orðinn prestur. Síðan lagði ég alltaf lagt við hlustir þegar eitthvað var minnst á séra Jón í fjölmiðlum og þá í tengslum við einhverjar útistöður.


Mér fannst þetta ágætis mynd. Vissulega voru stólarnir í Árnesi ekkert þægilegir og hljóðið hefði getað verið berta á köflum, en á heildina litið finnst mér þessu sunnudagssíðdegi hefa verið vel varið, ásamt um 50 öðrum. Þessa sýningu hefði mátt auglýsa betur, t.d. í Aratungu í gærkvöld.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...