20 janúar, 2013

Og hvað á maður svo að kjósa?

Fyrirsögnin er spurning sem fær að svífa um í hugum þeirra sem hafa tök á að nýta atkvæðisrétt sinn í vor. Það má reikna með að vitleysisgangurinn í stjórnarandstöðunni haldi nú áfram af enn meiri þrótti en hingað til og þá er langt til jafnað.
Ætli það verði ekki að lágmarki 9 flokkar eða klúbbar sem verða í boði fyrir kjósendur. Ég ætla hér að tiltaka 4 sem munu líklega ekki ná tilskilið hlutfall atkvæða og síðan 5 sem má telja líklegt að nái fulltrúum á þing.

Ég fylgist nú sennilega með stjórnmálaumræðu svipað og meðaljóninn; heyri það sem fram kemur í fremur einslitum fjölmiðlum, en er ekkert sérstaklega að kafa djúpt ofan í stefnuskrár, því þær tel ég nú ekki segja nema brot af því sem þarna er á ferðinni - svona þegar upp er staðið.

Þegar að kjörborði kemur í vor er mér ætlað að setja kross fyrir framan einhvern listabókstaf og þá þarf ég, sem ábyrgur kjósandi (að eigin mati) að vera tilbúinn.

Ég byrja á að nefna þá flokka eða hreyfingar hér fyrir neðan, sem ég hef ekki trú á að fái minn kross og ekki þingmenn heldur:

1. Dögun er mín mínum huga fremur ábyrgðarlaus kverúlantaflokkur. Einhverskonar klúbbur fólks sem ekki hefur annað fram að færa að óraunhæf mótæli við hvernig komið er fyrir fólkinu í landinu og heimilunum í landinu. (Það er Dögunarfólks að breyta þessari sýn minni).

2. Hægri grænir er annar kverúlantaflokkur, en þessi má gjarnan fá eins og 4,5% atkvæða og þar með pota aðeins í stóra bróður.

3. Samstaða ber nafn sem er eitt mesta öfugmæli sem stjórnmálaafl hefur tekið sér. Þar fengu kverúlentarnir og mannkynslausnararnir að taka yfir með fyrirsjáanlegum áfleiðingum.

4. Píratapartíið tek ég ekki til skoðunar, einfaldlega vegna nafngiftarinnar. Virkar á mig með sama hætti og þegar íslenskir mótorhjólastrákar fara að kalla sig Outlaws eða Hell's Angels.

Þá eru þeir fjórir frá, sem ég mun ekki leiða hugann að við kjörborðið bæði vegna þess að mér hugnast þeir engan veginn og kannski ekki síður vegna þess að mig langar að koma atkvæði mínu fyrir þar sem það getur mögulega haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Þeir eru hinsvegar fleiri, flokkarnir sem ekki fá að njóta pælinga minna um krossinn á næstu mánuðum, en þessir munu sennilega fá menn á þing (taldir í sömu röð og á myndinni):

A. Björt framtíð hefur verið talin einhverskonar systurflokkur Samfylkingarinnar. Þar lítur margt nokkuð vel út, en þar getur líka margt breyst. Ef þessum flokki tekst að halda úti þeim sem telja sig hafa lausnir á öllum vanda mannkyns án þess að hafa hugmynd um hvað þeir eru að tala, þá gæti hér verið á ferðinni valkostur. Um það fullyrði ég ekki á þessu stigi, ekki síst í ljósi þeirrar sögu sem framboð utan fjórflokksins hafa.

B. Framsóknarflokkurinn á, af ástæðum sem ég skil ekki, víst fylgi, ekki síst í einhverjum landsbyggðarkjördæmum. Ég er af framsóknarættum og bý á landsbyggðinni, en leiði samt ekki hugann að því að ljá þessum flokki atkvæði og alls ekki eftir birtingarmynd hans frá hruni. Ég sé hann, með núverandi forystu, sem mikinn populistaflokk, sem hefur mistekist að ná hljómgrunni. Hann á sér fortíð sem er með ýmsum hætti, en framtíð hans virðist mér ekki munu verða beisin.

C. Samfylkingin hefur átt góða spretti frá hruni og hefur tekist að kljást við afleiðingar þessi sem gerðist, með fremur ábyrgum hætti. Samfylkingin er hinsvegar að fara að skipta um formann á næstunni og þá kemur betur í ljós fyrir hvað hún stendur. Eins og staðan er nú virðist hún stefna í átt til meiri kratisma (eins og ég skil það fyrirbæri), sem mér hefur aldrei hugnast neitt sérstaklega.

D. Sjálfstæðisflokkurinn telst nú hafa fylgi 37-40% kjósenda. Það segja margir, að allt sé betra en íhaldið, en ég vil kannski frekar segja sem svo, að allt sé skárra en íhaldið. Ég hef aldrei íhugað þann möguleika að kjósa þennan flokk og það er óbreytt. Ég tel mig þar að auki vera einn af kannski helmingi kjósenda, sem man hvað gerðist hér fyrir nokkrum árum og hafa kallað eftir einhverri iðrun frá þessum flokki. Hann freistar þess nú að sannfæra okkur um það, 5 árum eftir að hann leiddi þetta samfélag fram af hengiflugi, að honum sé treystandi fyrir landsstjórninni. Hann hefur gott aðgengi að fjölmiðlum og fjármagni til þess arna, og er á góðri siglingu, að því er virðist.

E. Vinstri grænir er í mínum huga skrítin blanda af fólki sem er með höfuðið rétt skrúfað á búkinn og nánast öfgafólks á hinum ólíkustu sviðum. Fyrrnefndi hluti blöndunnar hefur staðið sig vel í ríkisstjórn á þessu kjörtímabili og virðist vera með báða fætur á jörðinni. Hinn hlutinn er algerlega óaalandi eins og hann hefur birst mér.  Ef stjórnmálaflokkar væru þannig samsettir, að allir yrðu að hafa sömu skoðun í öllum málum, væru þeir eitthvað um 200.000 hér á landi. Það ættu menn að geta séð og þar blasir við afar skýrt dæmi þar sem þrír þingmenn þessa flokks yfirgáfu hann vegna einhvers máls, en gátu svo auðvitað ekki náð saman um annað og fóru hver í sína áttina.
Þessi flokkur þarf að losa sig við öfgaflokksímyndina áður en mér getur hugnast að greiða honum leið til áhrifa áfram með atkvæðinu mínu.

Af ofangreindu má sjá, að enn á ég nokkuð í land. Margt þarf að skýrast, en það veit ég, að sá flokkur er ekki til, sem ég er sammála að öllu leyti. Mín bíður að finna út hver kemst næst því. Það er áhugavert að sjá hvernig tekst að þrengja hringinn.

Niðurstöður skoðanakannana á fylgi stjórnmálaflokka
2012 | 2013
6. sept [3]2. okt [4]1. jan [5]
Merki Bjartrar framtíðar Björt framtíð4,5%4,9%12,3%
Dögun3,7%3,6%3,0%
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn13,8%14,2%13,1%
Hægri grænir3%4,4%2,6%
Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin20,7%19,4%19,1%
Merki Samstöðu Samstaða3%2,4%1,3%
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn36%37%36,3%
Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð13,3%12,4%9,1%
Snið:Píratapartýið--2,5%

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...