Það eru, að mér virðist, nokkrir tugir manna sem lesa þessar færslur mínar. Ég fæ nú reyndar ekki mikil viðbrögð við þeim, en það er nú líklegast bara aukaatriði. Innihald þeirra er margvíslegt: allt frá ábyrgðarlausum lýsingum á einhverjum atvikum í samskiptum okkar fD og jafnvel fjölskyldunnar allrar upp í að vera háalvarlegar pælingar um lífið og tilveruna, auðvitað af mismiklu innsæi og mannskilningi. Allt þetta verða þeir sem lesa að meðtaka á sinn hátt. (miklu fleiri sem lesa samskiptafærslurnar)
Þessu sinni ætla ég, en ætla samt ekki, enn einu sinni að fjalla um þessa þjóð mína, sem mér finnst vaða æ grynnra. Ég ætla ekki að útiloka, að þessi sýn mín sé til komin vegna þess að aldur minn er smám saman að verða þess valdandi að mér reynist æ örðugra að halda einhverjum takti við samfélagið. Ég þarf hinsvegar ekki að viðurkenna að svo sé, nema bara þegar mér svo þóknast.
Það sem ég læt frá mér hér fyrir neðan verður að líta á sem mína sýn á heildarmynd af því hvernig samfélagið birtist mér í æ ríkari mæli. Það er fjarri því að þetta eigi við alla því auðvitað er sá hópur fólks stór sem fellur engan veginn að því sem hér um ræðir, en það er líklega einnig hópurinn sem er talaður í kaf um leið og hann opnar munninn.
Það sem ég læt frá mér hér fyrir neðan verður að líta á sem mína sýn á heildarmynd af því hvernig samfélagið birtist mér í æ ríkari mæli. Það er fjarri því að þetta eigi við alla því auðvitað er sá hópur fólks stór sem fellur engan veginn að því sem hér um ræðir, en það er líklega einnig hópurinn sem er talaður í kaf um leið og hann opnar munninn.
Ég talaði um að mér fyndist þjóðin vera að vaða æ grynnra. Hvað á ég nú við með því?
Fjallalækurinn rennur sína leið, niður hlíðina. Hann er ekki vatnsmikill en bætir það upp með hraða rennslisins, svona hoppar og skoppar með hávaða og látum niður hlíðina, leikur sér við gras og steina sem verða á veginum, en staldrar ekki við til að taka stöðuna eða spá í framhaldið.
Fljótið, sem safnar til sín vatni víða að, liðast hljóðlaust í rólegheitum í átt til sjávar. Það heldur stöðugt áfram þó svo hreyfing þess sé vart merkjanleg. Fljótið býr yfir þeim mikilsverða eiginleika, að halda stefnunni ótrautt þrátt fyrir að ótal fjallalækir renni saman við það á leið þess til sjávar. Á meðan fjallalækurinn sér ekkert nema sinn eigin litla heima þar sem hann hoppar og skoppar niður fjallshlíðina, býr fljótið yfir heildarmynd sem það öðlast með því að safna til sín öllum lækjarsprænunum.
Þeir eru margir fjallalækirnir meðal þessarar þjóðar - hafa sjálfsagt alltaf verið, en nú má kannski segja að hver og einn þeirra hafa eignast hljóðnema sem nemur skvettur þeirra og hátalara sem varpa hljóðunum um heim allan, ef því er að skipta.
Allt í lagi. Við öll höfum um alllanga hríð átt kost á því að tjá okkur opinberlega um hvaðeina það sem okkur dettur í hug eða sem brennur á okkur. Þetta ber auðvitað að þakka. Fyrir tilstilli þessarar tækni hafa komið fram margir einstaklingar sem hafa mergt til brunns að bera - sem bera í sér eiginleika fljótsins djúpa og lygna. Fyrir tilstilli þessarar tækni hafa einnig, og í miklu meiri mæli, skotist fram einstaklingar sem ekkert hafa fram að færa nema vanstilltan hávaðann í sjálfum sér, yfirfullir af oftrú á eigin ágæti, ausandi úr sér dómum og skoðunum sem enga undirbyggingu hafa aðra en þá sem endurspeglar örheiminn sem þeir koma úr.
Hvaða hávaða er ég að tala um?
Til dæmis þennan, sem ég fann á örskotsstundu:
Fjallalækurinn rennur sína leið, niður hlíðina. Hann er ekki vatnsmikill en bætir það upp með hraða rennslisins, svona hoppar og skoppar með hávaða og látum niður hlíðina, leikur sér við gras og steina sem verða á veginum, en staldrar ekki við til að taka stöðuna eða spá í framhaldið.
Fljótið, sem safnar til sín vatni víða að, liðast hljóðlaust í rólegheitum í átt til sjávar. Það heldur stöðugt áfram þó svo hreyfing þess sé vart merkjanleg. Fljótið býr yfir þeim mikilsverða eiginleika, að halda stefnunni ótrautt þrátt fyrir að ótal fjallalækir renni saman við það á leið þess til sjávar. Á meðan fjallalækurinn sér ekkert nema sinn eigin litla heima þar sem hann hoppar og skoppar niður fjallshlíðina, býr fljótið yfir heildarmynd sem það öðlast með því að safna til sín öllum lækjarsprænunum.
Þeir eru margir fjallalækirnir meðal þessarar þjóðar - hafa sjálfsagt alltaf verið, en nú má kannski segja að hver og einn þeirra hafa eignast hljóðnema sem nemur skvettur þeirra og hátalara sem varpa hljóðunum um heim allan, ef því er að skipta.
Allt í lagi. Við öll höfum um alllanga hríð átt kost á því að tjá okkur opinberlega um hvaðeina það sem okkur dettur í hug eða sem brennur á okkur. Þetta ber auðvitað að þakka. Fyrir tilstilli þessarar tækni hafa komið fram margir einstaklingar sem hafa mergt til brunns að bera - sem bera í sér eiginleika fljótsins djúpa og lygna. Fyrir tilstilli þessarar tækni hafa einnig, og í miklu meiri mæli, skotist fram einstaklingar sem ekkert hafa fram að færa nema vanstilltan hávaðann í sjálfum sér, yfirfullir af oftrú á eigin ágæti, ausandi úr sér dómum og skoðunum sem enga undirbyggingu hafa aðra en þá sem endurspeglar örheiminn sem þeir koma úr.
Hvaða hávaða er ég að tala um?
Til dæmis þennan, sem ég fann á örskotsstundu:
Einn Samfylkingarmaður ræður annan þrátt fyrir vitneskju um perra-sóðann; hvað veldur? - Líklega réði Baldur JBH m.a. þess, að báðir eru þeir Samfyllkingarmenn; og einlægir/miklir fylgismenn þess, að greiða ólöglegar kröfur Ice-save-þræla-Svavars-samninginn; sem sýnir dómgreindarleysi þeirra. -
Það sem er dapurlegt er að Ingbjörg Sólrún gerir sér enga grein fyrir moskumálinu, ekki frekar en að hún gerði sér enga grein fyrir því að við værum ÞJÓÐIN....
Trúarbrögð eru akkilesarhæll mannkynsins. Viðbjóðurinn kraumar undir allstaðar. Á meðan þau eru við líði kemst mannkynið ekki spönn frá rassi.Eru Þjóðkirkjumenn búnir að gleyma leiðtoga sínum sem var phsycopatiskur nauðgar og pedofíll. Og það sem verra var að kirkjan vissi af því allan tímann. Mennu stungu bara undir stól og rifu kjaft. Í Jesú nafni amen. Og svo fylgja sauðirnir jarmandi í humátt á eftir.Eru Prestar ekki á launaskrá hins opinbera? Er hið opinbera með umboð frá almættinu? Hversu fáránlegt getur kjaftæðið orðið?Og hvenær munum við, líkt og bræður okkar norðmenn, þurfa að setja í landslög bann við umskurni stúlkubarna? Og hvenær byrja heiðursmorðin og sýruárásirnar?Er enginn að hugsa um stöðu kvenna í samfélaginu? Hér hefur hvað mest áunnist en Þar er enn langt í land. Stærsta afturhaldsaflið í þeim málum, sem og mannréttinadamálum öllum, eru trúarbrögð og þá sérstaklega Abrahamstrúarbrögðin öll sem eitt. Sama hvaða nöfnum þau nefnast.Burt með allt þetta helvítis kjaftæði og farið að drullast til að taka ábyrgð á eigin lífi.
Úr hvaða jarðvegi sprettur þessi umræða dómhörku, mannfyrirlitningar, metnaðarleysis og yfirborðsmennsku?
Ja, ef ég hefði nú skotheld, vel ígrunduð og rökstudd svör við því. Ég ætla ekki að leyfa mér að fullyrða eitt né neitt um það, en það má varpa fram spurningum og það ætla ég að gera. Hver spurning kallar á aðrar spurningar, og mínar spurningar kunna að kalla fram svör sem passa ekki við lýsinguna hér fyrir ofan. Ég ætla ekki að spyrja allra þeirra spurninga sem fara um hugann, heldur tína fram þrjú sýnishorn:
1. Fyrir allmörgum árum kom fram gagnrýni á að þjóðin væri of spör á hrós. Það var gert átak í að hrósa börnum, sérstaklega með það markmið í huga, auðvitað, að efla og styrkja sjálfsmynd þeirra. Getur það verið að við höfum gengið of langt í þessum efnum? Hrósum við fyrir það sem ekki á skilið hrós? Ef svo er, hefur slíkt hrós mótað með börnum ranga mynd af eigin ágæti, komið inn hjá þeim þeirri hugmynd, að bara eitthvað væri miklu meira en nógu gott? Hefur hrósið orðið til þess að ýta undir metnaðarleysi?
2. Er það svo, að umræður í samfélaginu einkennist æ meir af yfirborðsmennsku? Við þekkjum það væntanlega flest á sjálfum okkur, að við leitum ávallt leiða til að fá sem mest fyrir sem minnst. Við viljum komast þangað sem við ætlum að fara eins erfiðislaust og mögulegt er. Það sem er auðmelt höfðar frekar til okkar en fyrirhöfn og vesen. Er þetta í rauninni í eðli okkar? Hvert sem svarið við þeirri spurningu er, þá hafa risið upp iðngreinar sem stuðla beinlínis að því að gera lífið sem auðveldast, bæði í mat og andlegri næringu. Ekkert vesen, þú bara réttir fram seðlana og þú færð það sem þú vilt, snyrtilega matreitt ofan í þig, hvort sem það er skyndibiti, eða amerísk sápa. Hver er þáttur afþreyingariðnaðarins í þeirri breytingu sem við virðumst vera að verða fyrir? Er hann smám saman að smækka heimsmynd okkar? Er það svo, að upplýsingaflæðið og samkeppnin um athygli okkar verður til þess að okkur tekst æ ver að greina kjarnann frá hisminu?
3. Hvaða þættir í umhverfi okkar kalla fram í okkur þörfina fyrir að fella órökstudda dóma yfir mönnum og málefnum? Hvað kallar fram þörfina til að úthúða fólki, sem maður þekkir ekki? Hversvegna treystum við okkur síður til að rökræða málefni en að úthúða öðrum fyrir skoðanir þeirra að jafnvel bara tilveru? Tengist þetta eitthvað þeim einfalda litla heimi sem við erum búin að búa um okkur í? Hversvegna virðust við eiga æ erfiðara með að ræða okkur að niðurstöðu í helstu hagsmunamálum okkar allra? Erum við hvert og eitt, að verða að smásærri mynd af þjóðum heims, þar sem hver hefur sína siði, menningu og ver landamæri sín fyrir öllu sem að utan kemur?
Ætli sé ekki best þegar hér er komið, að ég finni mér tölvuleik, spili hann svo, þangað til uppáhalds ameríska sápan byrjar í sjónvarpinu, með smá pásum þar sem ég skelli inn velvöldu kommenti á DV eða hringi eftir pizzu. Dásamlegt.
---------------------------------------
Stórt LÆK á þá sem komust hingað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli