24 ágúst, 2013

Aðdáun barnabarna: "Afi, er þetta erfitt...eða?"

Fyrir alllöngu fjallaði ég um einstaklega vel heppnaða aðgerð í Kvistholti, sem fólst í því að fella nokkur tré, sem voru farin að hafa áhrif á sóldýrkun fD.  Þar kom m.a. fram, að barnabörnin fjögur fylgdust agndofa með aðgerðunum, full lotningar yfir fagmannlegum vinnubrögðum afa sína.
Þeir voru til sem drógu í efa að birtingarmynd meintrar aðdáunar væri rétt til komin. Til að færa sönnur á að  allt hafi verið eins og lýst var, hef ég afráðið að sýna myndband (þó ekkert sé nú bandið) sem tekið var af  aðgerðinni. Það hefur dregist nokkuð að klippa myndefnið til, en til þess hæfur Kvisthyltingur hefur nú unnið það verk og því ekkert að vanbúnaði að skella sönnunargagninu í loftið.

Njótið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...