19 janúar, 2014

Skálholtssókn á sjötta áratug síðustu aldar

Þessi mynd er tekin 1961 frá læknishúsinu.
Þarna er nýja húsið í Hveratúni í byggingu.
Það stefnir hraðbyri í að ég tilheyri elstu kynslóðinni sem spígsporar á jörðinni. Síðastliðin 20-30 árin hefur kynslóðin á undan mér verið að ljúka jarðvist sinni, nú síðast heiðurskonan Ingibjörg á Spóastöðum.
Mér telst svo til, án þess að ég sé viss um það að nú séu þau sex eftir, sem voru í blóma lífsins að koma upp barnahópnum sínum hér í Skálholtssókn á fyrstu árum ævi minnar.
Á þeim tíma var samgangur talsvert mikill meðal íbúa í sókninni, meiri en er í dag og fjölskyldurnar flestar frekar stórar, enda var þetta á barnasprengjuárunum eftir seinni heimsstyrjöld.
Hér á eftir fylgir fremur óvísindalegt yfirlit um það umveerfi sem ég fæddist inn í og ólst upp við fyrstu árin á sjötta áratug síðustu aldar.

Spóastaðir
Á Spóastöðum bjuggu Ingibjörg Guðmundsdóttir (1916-2014) og Þórarinn Þorfinnsson (1911-1984). Steinunn (Stenna) (40), Sigríður (Sigga) (?), Þorfinnur (43),Guðríður Sólveig (Gurra) (45), Bjarney Guðrún (Badda) (46) og Ragnhildur (53).

Skálholt
Í Skálholti bjuggu þau María Eiríksdóttir (1931- ) og Björn Erlendsson (1924-2005). Dætur þeirra eru, Kristín (52), Jóhanna (55), Kolbrún (60)

Þá eru það prestshjónin í Skálholti, sr. Guðmundur Óli Ólafsson,(1927-2007) og frú Anna Magnúsdóttir (1927-1987), en þeim varð ekki barna auðið.

Höfði
Í Höfða var á þessum tíma ráðsmaður, Stefán J. Guðmundsson, "Stebbi í Höfða", (1912-1972) og tvær Rúnur, þær Guðrún Þóra Víglundsdóttir (1918-2002) og Guðrún Jónsdóttir (systir Eiríks á Helgastöðum, frá Neðra-Dal) (1899-1995)

Helgastaðir
Hinumegin við Laugarás voru síðan þrír bæir, Iða, Helgastaðir og Eiríksbakki. Ég man nú ekki mikið eftir fólkinu sem bjó á Helgastöðum eða Eiríksbakka á 6. áratugnum Á Helgastöðum bjuggu á þessum tíma Eiríkur Jónsson (1894-1987) og Ólafía Guðmundsdóttir (1901-1983). Ég man eftir syni þeirra Gísla (50), sem er eitthvað aðeins eldri en ég. Þau Eiríkur Jónsson og Ólafía fluttu frá Helgastöðum 1967.

Eiríksbakki
Á Eiríksbakka bjó lengst af á þeim tíma sem ég man Hulda Guðjónsdóttir (1917-1995). Hún bjó þar ein, og tók við búi foreldra sinna.

Iða
Á Iðu var stórt heimili og ég man eftir Bríeti Þórólfsdóttur (1899-1970), Lofti Bjarnasyni (1891-1969), syni Bríetar, Ingólfi Jóhannssyni (1919-2005) og Margréti Guðmundsdóttur (1920-). Þau Magga og Ingólfur eignuðust 4 börn, Jóhönnu Bríeti (45), Guðmund (47), Hólmfríði (51) og Loft (55).

Laugarás 
Uppi á hæðinni í Laugarási bjuggu Helgi Indriðason (bróðir Guðmundar á Lindarbrekku) (1914-1995) og Guðný Aðalbjörg Guðmundsdóttir (systir Jóns Vídalín á Sólveigarstöðum) (1913-1993). Þau ólu upp tvö börn sem voru tiltölulega nálægt mér í aldri, Birgi (48) og Gróu (52).

Laugarás læknishús
Í læknishúsinu voru til 1956 Knútur Kristinsson, læknir (d. 1972) og Hulda Þórhallsdóttir (d. 1981). Ég man eiginlega ekkert eftir þeim, enda á þriðja ári þegar þau fluttu burt. Í stað þeirra  komu þau Grímur Jónsson (1920-2004) og Gerða Marta Jónsson (1924-2013). Þau voru hér í 10 ár og áttu 6 börn, Grím Jón (Nonna)(49), Lárus (Lalla)(51), Þórarin (Dodda)(52), Jónínu Ragnheiði (56), Bergljótu (Beggu)(59) og Egil (62).

Lindarbrekka
Á Lindarbrekku bjuggu Guðmundur Indriðason (1915-) og Jónína Sigríður Jónsdóttir (1927-). Þau fluttu nýlega í þjónustuíbúð á Flúðum. Þau eignuðust 4 börn, Indriða (51), Jón Pétur (55), Katrínu Gróu (56) og Grím (61).

Launrétt - dýralæknishús
Bragi Steingrímsson (1907-1971) tók við dýralæknisembætti 1958 og flutti ásamt konu sinni Sigurbjörgu Lárusdóttur (1909-1999), í nýbyggt dýralæknishúsið í Launrétt þagar það var tilbúið (mér sýnist að þangað til nýja húsið var tilbúið hafi þau búið á Stóra-Fljóti). Þau áttu 8 börn:
Grímhildi (37), Baldur Bárð (39), Halldór (41), Steingrím Lárus (42), Kormák (44), Matthías (45), Þorvald (48), Kristínu (49). Eðlilega man ég lítið eftir börnum Braga og Sigurbjargar, og þaf helst af Sigurbjörgu að til henna sóttum við nokkur n.k. forskóla áður en formleg skólaganga hófst.


Tekið í gróðurhúsi Jóns Vídalín 1961.
Aftastur er líklega Erlingur Hjaltason, fyrir framan hann
Guðmundur Daníel Jónsson og systir hans, Lára.
Mig grunar að fremstur standi síðan Jakob Narfi Hjaltason.
Sólveigarstaðir
Á Sólveigarstöðum bjuggu Jón Vídalín Guðmundsson (1906-1974) og Jóna Sólveig Magnúsdóttir (1928-2004). Jóna kom með 2 börn inn í hjúskap þeirra þau Magnús Þór Harðarson (1946-1966), Hildi E.G. Menzing og saman eignuðust þau Guðmund Daníel (Mumma)(55), Láru (57) og Guðnýju (60) og Arngrím (1962-2003)

Einarshús og síðar Laugargerði 
Fríður Pétursdóttir (1935 -) og Hjalti Ólafur Elías Jakobsson (1929-1992) fluttu í Laugarás snemma á sjötta áratugnum og þau eignuðust sex börn, Pétur Ármann (53), Erling Hrein (55), Hafstein Rúnar (57), Jakob Narfa (60), Guðbjörgu Elínu (64) og Mörtu Esther (68). 

Hveratún
Þarna bjuggu foreldrar mínir frá 1946, en þau voru Guðný Pálsdóttir (1920-1992) og Skúli Magnússon (1918 -). Þau eignuðust 5 börn, Elínu Ástu (47), Sigrúnu Ingibjörgu (49), Pál Magnús (53), Benedikt (56) og Magnús (59)

Ég vona að ég hafi ná hér saman nöfnum allra sem við sögu komu í Skálholtssókn á sjötta áratug síðustu aldar. Af þessari upptalningu má sjá að barnafjöldinn var mikill, en hér fyrir ofan eru upp talin 43 börn í sókninni. Nú er öldin önnur.

Fyrst ég er nú búinn að safna þessu saman, tel ég vera kominn grundvöll til að halda áfram - skoða kannski betur sögu þessa fólks og afkomendanna, safna saman myndum (nú þegar er ég kominn með þó nokkrar) og loks má spjalla um samspil fólksins í Skálholtssókn á síðari hluta síðustu aldar.
En þegar íbúasprengingin varð í Laugarási á sjöunda áratugnum fóru málin að flækjast heldur betur og til að ná saman upplýsingum um alla sem þar komu við sögu þarf heilmikla rannsóknavinnu.

Það er ljóst að þetta er stærra verkefni en ég treysti mér mér í að svo stöddu
-----
Vinsamlegast látið mig vita um villur sem kunna að leynast í þessari samantekt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...