Við Lagarfljót |
Fram til þessa hef ég tekið tvær sjálfur, Önnur þótti sérlega vel heppnuð og áhorfendur höfðu uppi mörg fögur orð um myndefnið. Hin varð að verða til, enda enginn annar, sem gat framkvæmt myndatöku, með í för. Þessar myndir má sjá hér til vinstri.
Í Eiffelturninum |
Ég mun hér gera greina fyrir muninum á tveggja fingra og þriggja fingra tækninni við sjálfutöku. Ég biðst að sjálfsögðu velvirðingar á því að andlit mitt kann að blasa við óþægilega oft, en tilgangurinn helgar meðalið.
Þriggja fingra tæknin
Hér er um að ræða þá aðferð sem "elementary" (byrjendur) sjálfutökufólk hefur stuðst við og þar sem ég hef lítið lagt mig eftir sjálfutökum, hefur þetta verið mín aðferð. Myndin til hægri sýnir vel hvernig myndatakan er framkvæmt með þessari tækni. Tveir fingur, langatöng og þumall, hafa það hlutverk að halda símanum, meðan vísifingur er notaður til að snerta hnappinn á miðjum sjánum og þannig gerist það, að símamyndavélin smellir af, eða þannig.
Mynd tekin með þriggja fingra tækni |
Tveggja fingra tæknin
Afsmellihnappurinn |
Þarna fannst mér vera komin lausnin sem gæti orðið til þess að ég yki sjálfutökur og gæti jafnvel farið að miða mig við ýmsa jafnaldra mína að því leyti.
Æfingamynd með tveggja fingra aðferðinni. |
Það fæðist enginn sem sjálfutökumaður (nema kannski nútímabörn) og þess bera fyrstu æfingatökurnar merki. Það sem ég mun þurfa að takast á við er sú staðreynd, að linsan á símanum vill lenda á bak við vísifingur (hér hér fyrir ofan til hægri). Ég er þegar búinn að ná vel viðunandi tökum með þumalinn á afsmellihnappnum. Þó ég sé búinn að prófa ýmisskonar nálgun að tökum, sem beinast að því að komsta hjá því að vísifingur verði hluti af öllum sjálfum sem ég tek, er ljóst að frekari æfingar er þörf, áður en mér tekst að ná fullkomnum sjálfum, sem óhætt er að bjóða kröfuhörðum neytendum samfélagsmiðla upp á.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli