Þetta hófst með því, að langa- langafi minn og amma, þau Ásmundur Benidiktsson (1827-1917) og Sigurlaug Jónsdóttir (1830-1915) fluttu frá Stóru-Völlum í Bárðardal, suður Sprengisand, í Haga í Gnúpverjahreppi árið 1870, ásamt börnum sínum, meðal annars dótturinni Guðnýju (1853-1920), sem varð síðar langamma mín í móðurætt.
FJALL
Í Haga voru þau síðan til 1892, en fluttu þá með Vigfúsi syni sínum (1859-1945), að Fjalli á Skeiðum, þar sem hann varð bóndi. Í Fjalli var þá tvíbýli. Þrjú önnur barna þeirra Ásmundar og Sigurlaugar fluttu með þeim: Benedikt, Halldór og Ingibjörg. Í Fjalli voru þau síðan til 1898.
ÁRHRAUN
Árið 1898 fluttu þau til sonar síns Ásgeirs (1863-1947), sem þá bjó konulaus í Árhrauni. Með þeim fluttu þangað, þau Benedikt og Ingibjörg ásamt sonarsyninum Theodór Jónssyni (1884-1963). Í Árhrauni voru þau síðan til 1909.
KÁLFHOLTSHJÁLEIGA
Gömlu hjónin fluttu ásamt syni sínum, Ásgeiri, að Kálfholtshjáleigu í Ásahreppi og þar voru þau til dauðadags. Þau voru jarðsett í Stóra-Núpskirkjugarði. Benedikt, sem var geðfatlaður (Valdimar Briem sagði hann "vitfirrtan") flutti með systur sinni, Ingibjörgu, að Vesturkoti í Ólafsvallahverfinu á Skeiðum.
Fjallað eru nokkuð ítarlega um þennan legg ættar minnar HÉR.
Legsteinn Ásmundar og Sigurlaugar á Stóra-Núpi. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli