Mæðginin Magnús Jónsson og
Ljósbjörg Magnúsdóttir við lok 19. aldar.
Ég reyni að rekja stuttlega sögu langafa míns, Jóns Guðmundssonar á Freyshólum og langömmu, Ljósbjargar Magnúsdóttur, fram til þess tíma þegar þau tóku við búi á Freyshólum, árið 1876. Þessi leit mín hefur ekki verið einföld, svo ekki sé meira sagt og niðurstaða mín var sú að láta kyrrt liggja að mestu. En úr því ég er búinn að sitja við þessa leit, dögum saman, finnst mér óhjákvæmilegt að skrá hér þó það sem ég veit með nokkurri vissu.
Aðeins um bakgrunn afa míns, Magnúsar Jónssonar
(05.11.1887-16.01.1965)
Mæðginin Magnús Jónsson og Ljósbjörg Magnúsdóttir við lok 19. aldar. |
(05.11.1887-16.01.1965)
Hinn langafinn í föðurætt: Jón Guðmundsson.
Jón Guðmundsson, fæddist 6. mars 1829 og var sonur Guðmundar Jónssonar bónda í Borgargerði og Katrínar Gunnlaugsdóttur.
Árið 1834 var fjölskyldan flutt að Lambeyri í Reyðarfirði og var þar enn 1839.
1842 til 1844 var Jón léttadrengur í Vattarnesi en fór þá í Breiðuvík, þaðan hvarf hann árið eftir í Höfða og þaðan í Ketilsstaði 1848.
Árið 1851 var hann mættur sem 22 ára vinnumaður í Freyshóla og var þar til 1862, en þá flutti fjölskyldan að Hofteigi í Jökuldal og Jón flutti með þeim þangað. Þá var hann orðinn 34 ára.
Árið 1964 gerðist hann vinnumaður í Þingmúla og var þar til 1869, en er þá sagður hafa farið í Ormsstaði. Hvaða Ormsstaðir þetta voru veit ég bara ekki. Ormsstaðir í Breiðdal eða ....?
Eftir það er ég hreint ekki vissu um verustaði hans, fyrr en hann tók við sem bóndi í Freyshólum.
Hin langamman í föðurætt: Ljósbjörg Magnúsdóttir.
Það kom fram í 1. hluta, að langalangafi minn Jónas Valgerðarson Hansson, var hálfbróðir langömmu minnar, Ljósbjargar Magnúsdóttur. Þar segir: "Valgerður giftist 1840 Magnúsi Magnússyni (1808-1866) og eignaðist með honum 7 börn og þar á meðal eitt, sem talsvert kemur við þessa sögu. Hér var um að ræða stúlku, sem hlaut nafnið Ljósbjörg Magnúsdóttir. sem síðar varð þess heiðurs aðnjótandi, að verða hin langamma mín."
Ljósbjörg er sögð fædd á Reykjum í Mjóafirði þann 8. janúar, 1848.
Ég verð að viðurkenna að mér gekk bölvanlega að finna upplýsingar um Ljósbjörgu fyrr en hún var nýkomin í Skjöldólfsstaði í Jökuldal árið 1868, en þá er engu líkara en hún hafi einnig farið í Þingmúla, en þar fann ég hana þetta sama ár.
Jón og Ljósbjörg
Á þessu ári (1868) var Jón Guðmundsson einnig í Þingmúla, svo ég slæ því bara föstu, að þar hafi kynni þeirra hafist. Árið eftir var Jón áfram í Þingmúla, en Ljósbjörg farin þaðan, líklega í Skjöldólfsstaði, en þaðan er hún sögð hafa farið 1870, sama ár og Jón fór frá Þingmúla í Ormsstaði, sem ég veit ekki hvar eru og þá er Ljósbjörg einnig sögð hafa farið þangað.
Hjúin eignuðust fyrsta barn sitt, Hólmfríði, í Hofteigi 1874. Þar voru þau frá 1871 til 1876 og gengu í hjónaband meðan þau voru þar.
Svo varð það 1876 að Þau komu í Freyshóla frá Hofteigi og tóku þar við búi af Bjarna Bjarnasyni (68) og Salnýju Jónsdóttur (42). Þau attu 4 börn 9-18 ára. Þau fluttu að Stóra-Sandfelli.
Jón var 48 ára og Ljósbjörg þrítug og þar með 18 ár á milli þeirra. Með þeim var frumburðurinn Hólmfríður Jónsdóttir (1). Annað fólk á bænum voru 14 ára léttastúlka. Stefán Gunnlaugsson (38) vinnumaður, kona hans Herdís Jónsdóttir (44) og tvö börn þeirra 8 og 2ja ára. Árið eftir var komið annað fólk í vinnumennskuna.
1878
Annað barn hjónanna fæddist, Sigurbjörg Jónsdóttir.
1879
Auk fjölskyldunnar voru á bænum 12 ára tökustúlka, 40 ára vinnukona og 3ja ára sonur hennar, 36 ára vinnumaður og 85 ára niðursetningur.
1880
Hér bættist þriðja barnið við, Guðjón Jónsson.
1881
Allt við það sama nema nú var kominn til sögu húsmaður, Benedikt Gíslason (29) ásamt Ólöfu Ólafsdóttur (28) konu hans og tveggja ára dóttur.
1882
Sama og síðasta ár.
1883
Fjórða barnið, Guðrún Jónsdóttir, bættist í barnahópinn. og það var enginn húsmaður lengur, heldur þrjár vinnukonur og einn vinnumaður.
1884 - 1886
Hér bar fátt til tíðinda.
Gróft yfirlit yfir helstu staði sem koma við sögu. Grunnur er herforingjaráðskort. |
Magnús Jónsson kemur til sögunnar
1887
Þann 6. nóvember kom í heiminn fimmta, og síðasta, barn þeirra Jóns og Ljósbjargar og fékk hann nafnið Magnús. Hann er önnur meginástæða þessarar samantektar og honum verður fylgt héðan í frá.
Þegar piltur kom í heiminn var þetta fólk á Freyshólum:
Jón Guðmundsson, bóndi (59) - faðirinn sennilega í eldri kantinum.
Ljósbjörg Magnúsdóttir kona hans (33)
Hólmfríður Jónsdóttir (12), Ingibjörg Jónsdóttir (9), Guðjón Jónsson (8) og Guðrún Jónsdóttir (5) börnin á bænum.
Jóhann Sigurðsson (48) vinnumaður og Herdís Kolbeinsdóttir (25) vinnukona.
1888-1899
Þetta voru nú bara ár sem Magnús var að slíta barnsskónum smám saman, hjá fjölskyldu sinni á Freyshólum. Það voru helst elstu systkinin sem byrjuðu að hreyfa sig á þessum tíma. Þannig fór Hólmfríður sem vinnukona í Sauðhaga og kom aftur með mann með sér, Jón Ólafsson að nafni. Þau eignuðust svo soninn Ólaf Björgvin árið 1895 og bjuggu á Freyshólum, sem vinnuhjú.
Guðrún, þá 18 ára,var komin í Hjaltastaði 1901.
1900
Þann 16. júlí, lést Jón bóndi 72 ára að aldri. Þarna var Ljósbjörg 53 ára og var skráð sem búandi síðari hluta ársins.
1901
Svona var fjölskyldan á Freyshólum skráð á þessu ári:
Jón Ólafsson, bóndi (35)
Hólmfríður Jónsdóttir, hans kona (25),
Ólafur Björgvin Jónsson (6) þeirra sonur.
Ljósbjörg Magnúsdóttir, vinnukona (54)
Magnús Jónsson, léttadrengur (13)
Þarna fóru í hönd nýir tímar, sem sagt.
1902
Jón og Hólmfríður eignuðust annað barn, Jóhönnu Björg. Ljósbjörg var skráð sem "móðir konu" og Magnús áfram "léttadrengur". Það var komin vinnukona og 4ra ára tökubarn.
1903
Hér voru vinnukonan og tökubarnið farin og léttadrengurinn Magnús, orðinn 15 ára.
Guðrún (20) var orðin vinnukona á Kóreksstöðum.
1904
Hér var Ljósbjörg farin að Hryggstekk í Skriðdal. Á Kóreksstöðum hafði Guðrún fengið titilinn "ráðskona" hjá Sveini Björnssyni, bónda (42).
Magnús (16) var orðinn "vinnumaður" á Ketilsstöðum.
1905
Á Freyshólum var kjarnafjölskyldan, hjónin með tvö börn.
Á Kóreksstöðum var Guðrún (22) orðin húsfreyja, gift Sveini Björnssyni (43) og þau höfðu eignast dótturina Guðrúnu Björgu, sem síðan var kunn sem Guðrún Sveins og bjó í Mávahlíð í Reykjavík.
Það sem skiptir hinsvegar mestu fyrir þessa samantekt er, að í Kóreksstaði var kominn 17 ára pilturinn Magnús Jónsson og gegndi hann þar stöðu vinnumanns.
1906
Magnús var áfram vinnumaður á Kóreksstöðum.
Á Freyshólum voru orðin mikil umskipti. Sigurbjörg (28) var komin aftur heim, með manni sínum Guðmundi Jónssyni (47) og þrem börnum Guðmundi (3), Jóni Björgvin (2) og Sigrúnu (á1)
1907.
Ljósbjörg var komin aftur í Freyshóla og fleira fólk.
Enn var Magnús á Kóreksstöðum hjá systur sinni og nú var þangað kominn sonur Jóns og Hólmfríðar á Freyshólum, Ólafur Björgvin (12)
1908
Þeir Magnús (20) og Ólafur (13) voru enn á Kóreksstöðum og óbreytt á Freyshólum, utan að Guðjón (27) var kominn sem lausamaður á heimaslóðir.
1909
Óbreytt á Kóreksstöðum og Freyshólum
1910
Magnús (23) kom aftur á Freyshóla, en annað var óbreytt.
1911
Magnús enn á Freyshólum, en einning í Hólum, en þar var hann hjá Sistur sinn, Sigurbjörgu og hennar fjölskyldu, ásamt Ljósbjörgu móður sinni..
1912
Það vakti athygli að Sigbjörn Sigurðsson, föðurbróðir S. Ingibjargar ömmu, var kominn sem vinnumaður til þeirra Guðrúnar og Sveins á Kóreksstöðum.
Ingibjörg kom frá Seyðisfirði og gerðist vinnukona í Vallaneshjáleigu, en þar var Magnús þá starfandi sem húsmaður.
1913
Sigbjörn farinn frá Kóreksstöðum.
Magnús (27) gerðist húsmaður í Vallaneshjáleigu. Þann 2. febrúar var lýst með þeim Ingibjörgu og 2. mars gengu þau svo í hjónaband. Þau fór svo saman að Strönd, en stöldruðu þar stutt við.
1914
Á þessu ári var Magnús (27) var orðinn húsmaður á Gunnlaugsstöðum. Þar var einnig kona hans, Sigríður Ingibjörg Björnsdóttir (21) með Alfreð, son þeirra, á 1. ári.
--------------------------
Hér með er ég kominn þar með þessa samantekt, að Magnús og Ingibjörg er búin að stofna fjölskyldu. Það sem nú liggur fyrir, er að fylgja þeim eftir næstu ár, sem líklega voru ekki alltaf dans á rósum - en meira um það síðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli