06 nóvember, 2022
Um hann herra Litla Bergþór
31 október, 2022
Ljósahátíð í Laugarási
"Upphafið að þessu verkefni var árið 1998 á verkstæðinu á Iðu. Það hafa ætíð svo margir fleiri einstaklingar báðum megin árinnar komið að þessu verkefni.."
sagði Elinborg Sigurðardóttir á Iðu í viðbrögðum við umræðum sem sköpuðust eftir að Jakob Narfi Hjaltason setti þetta þarna inn, þann 12 desember 2016, en þau voru svona:
04 október, 2022
Helga Ágústsdóttir, hirðkveðill - minning
![]() |
Það vantaði prófíl mynd á facebook og ég reddaði því |
Ekki get ég sagt, að Helga hafi algerlega smollið inn í samfélag okkar sveitafólksins. Það var yfir henni einhver heimsmennska, jafnvel ákveðin, óútskýranleg tign, stundum með keim af ofurlitlu "dassi" af yfirlæti, en bara á yfirborðinu. Hún var sannur húmanisti og þar held ég að kjarninn hafi verið.

Hirðkveðill hugleiðir mögulega líðan fólks eftir landsölu.
Hirðkveðill Kvistholts kveður um Kvistholtsmorðin- væntanlegu.
Gjört af ljúfu hjarta og hógværu
hirðkveðill Kvistholts ;)
20 september, 2022
Ein(n) heima
![]() |
Fólkið á myndinni er sannarlega sprækt, en óþekkt að öðru leyti. |
Heimaþjónusta og heimahjúkrun fyrir þá sem dvelja heima
Öldruðum skal gert kleift að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er með því að bjóða þeim ýmis konar stuðning og þjónustu. Annars vegar er um að ræða félagslega heimaþjónustu og hins vegar heimahjúkrun.
Félagsleg heimaþjónusta
Markmiðið með félagslegri heimaþjónustu er að aðstoða þá sem geta ekki hjálparlaust annast dagleg heimilisstörf. Þjónustan getur verið tímabundin eða til lengri tíma eftir aðstæðum.
Óski einstaklingur eftir heimaþjónustu á hann að snúa sér til velferðar-/félagsþjónustu síns sveitarfélags. Umsóknareyðublöð eru á vefjum margra sveitarfélaga.
Misjafnt er eftir sveitarfélögum hvers konar heimaþjónusta er veitt en hún getur verið:Gjald fyrir heimaþjónustu fer eftir gjaldskrá hvers sveitarfélags.
- almenn heimilishjálp,
- félagsráðgjöf,
- heimsending matar,
- heimsókn og samvera svo sem gönguferðir, lestur dagblaða og fleira,
- yfirseta í veikindum,
- garðvinna og snjómokstur,
- persónuleg umhirða sem ekki er í verkahring heimahjúkrunar og
- akstur.
Þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyrisgreiðslur almannatrygginga fá heimaþjónustu sér að kostnaðarlausu.
Allt er þetta gott og blessað, en, er mögulega munur á því sem fram kemur í lögum, reglugerðum eða leiðbeiningum og því hvernig orðunum er fylgt eftir? Þarna stendur að þjónustan sé misjöfn eftir sveitarfélögum, sem þýðir að þau geta stjórnað því sjálf hvað þjónusta er veitt og hvenær. Þar er líklegast unnið eftir einhverjum verklagsreglum. Hvert sveitarfélag áætlar tiltekna upphæð til málaflokksins og því þarf að koma til mat á því hvort, eða við hvaða aðstæður, einstaklingur á rétt á þjónustu. SÞað er væntanlega sveitarfélagið sem ákveður hver mörkin eru og þau geta verið misjöfn.
Svo ég víki nú aftur að þeim hópi fólks sem býr eitt, en getur alveg séð um sig og fyrir sér sjálft. Þetta er kannski fólk sem er rétt skriðið á áttræðisaldurinn.
Hvaða þjónustu veita sveitarfélögin þessu fólki? Mig grunar að hún sé nú ekki stórfengleg og allavega ekki af því tagi sem uppfyllir andlegar þarfir að neinu umtalsverðu leyti. Þetta fólk getur þrifið íbúðina, sjálft sig, þvegið af sér og skellt í þurrkarann, farið í búð, eldað ofan í sig og kveikt á sjónvarpinu án þess að ruglast á tökkum. Að þessu leyti þarf svona fólk ekki aðstoð frá samfélaginu og kannski bara enga aðstoð, sem ég að held nú allajafna raunin.
Það blasir við, að mikilvægur þáttur virðist verða útundan.
Mannskepnan er félagsvera og nærist á samskiptum við annað fólk. Mér virðist blasa við, að með ofuáherslu á að fólk dvelji heima hjá sér eins lengi og kostur er, sé verið að auka hættuna á félagslegri einangrun.
Sannarlega er það bara einfaldast að vera bara heima, í sínu. Svo líða dagarnir, vikurnar og mánuðirnir og áður en við er litið er skorturinn á félagslegum samskiptum farinn að hafa áhrif á líkamlega líðan og einstaklingur á á hættu að þurfa að fara á hjúkrunarheimili fyrr en ella hefði verið, með meiri kostnaði fyrir samfélagið.
Ég gleymi því seint, þegar ég fékk skammir frá félagsþjónustu fyrir að sækja um á dvalarheimili fyrir níræðan föður minn, þar sem hann taldist ekki vera nógu veikburða og hjálparlaus. Þarna voru forsendurnar fyrir dvalarplássi bara settar nógu hátt til að hægt væri að útiloka annað fólk en það, sem var orðið algerlega bjargarlaust. Gamli maðurinn gat bjargast sjálfur heima, gat fengið sendan heim mat, gat fengið þrif á stærðar einbýlishúsinu, gat fengið aðstoð við böðun, en lítið af þeirri andlegu örvun, sem væri líkleg til að stuðla að því að hann ætti kost á að njóta lífsins sem lengst.
Jæja, þá er ég kominn að tilganginum með þessum vaðli:
Það vantar inn í alla þessa umræðu, finnst mér, áherslu á að eldra fólk eigi kost á að njóta þess að eiga í félagslegum samskiptum eins lengi og kostur er. Ég er alveg sannfærður um, að með möguleikanum á því, myndi þörfin fyrir stöðugt fleiri og flottari hjúkrunarheimili minnka, en vissulega verða þau að vera fyrir hendi.
Ég veit, að víða er að finna nokkur pláss, þar sem fólk hefur tækifæri til þess arna, en þeim þarf að fjölga og með því ynnist ýmislegt.
Það þarf að byggja, eða stofna nokkurskonar sambýli með litlum íbúðum, þar sem væri eldhúskrókur og snyrting fyrir einstaklinga og einnig litlar íbúðir fyrir hjón eða pör. Þessar íbúðir væru seldar eða leigðar. Fyrir utan íbúðirnar, í sama klasa, væri síðan að finna matsal/mötuneyti og ýmisskonar félagsaðstöðu: setustofur, kaffistofu, íþróttasal og annað það sem ætla má að hvetji til félagslegra samskipta og líkamlegrar hreysti. Heilbrigð sál í hraustum líkama og allt það.
Fólkið sem þarna ætti eða leigði íbúð væri fært um að sjá um sig sjálft. Það gæti valið að eyða tímanum í eigin íbúð, en síðan tekið þátt í því sem í boði væri fyrir utan. Þarna myndi fólk lifa sínu sjálfstæða lífi, væri kannski með bíl og færi allra sinna ferða, í bíó eða tónleika, eða hvaðeina.
Svona sambýli myndi hugsanlega ekki henta stórum hluta fólks, en mig grunar að margir sem nú búa einir, myndu taka svona valkosti opnum örmum (ætli það hafi verið kannað, hve stórum hópi þessa myndi henta?). Með því myndu losna íbúðarhús, sem nýttust betur barnafjölskyldum en einstaklingum.
Ég vonaði um tíma, að nýja, glæsilega, hringlaga byggingin, sem hefur hlotið nafnið Móberg, yrði af þeim toga sem ég er hér búinn að lýsa, en þar verður um að ræða hjúkrunarheimili.-----------------------------
"Jæja, er hann nú orðinn gamall, karlinn?", kann einhver að spyrja, hátt eða í hljóði (ég get séð nokkra fyrir mér), við þennan lestur. Svar mitt við slíkri spurningu er einfalt.
"Það styttist í að ég nái sjötugu, rétt er það, og framundan eru vonandi fleiri ár, sem ég myndi vilja njóta sem best.
Hinsvegar er ég sjálfur ekki kveikjan að þessum pælingum, heldur fólk sem ég hef aðeins kynnst frá því við fluttum hingað á Selfoss. Þar á meðal er fólk, eins og ég lýsti hér fyrir ofan, fólk sem langar að hafa eitthvað fyrir stafni, annað en sitja fyrir framan sjónvarpið, eða prjóna sokka á barnabarnabörnin. Jafnvel hef ég heyrt um fólk, sem keypti sér bangsa til að hafa einhvern til að tala við á matmálstímum, til að búa til ástæðu til að matbúa, yfirleitt."
Það, sem sagt, vantar meiri áherslu á þrepið milli heimilisins og hjúkrunarheimilisins. Þannig er það.
18 september, 2022
Kvistr eða Kvistur
Saga þessa merkis, eins og það er í grunninn, er orðin ansi löng, eða til ársins 1982, þegar verið var að slá upp fyrir kjallaranum í verðandi íbúðarhúsi okkar í Kvistholti. Þá var þar veggur, sem mér fannst að þyrfti einhverja skreytingu á og negldi því lista innan á mótin, einhverskonar "lista" verk sem gaf til kynna að þar væri um einhverskonar plöntu að ræða. Svo var steypu hellt í mótin og innan hæfilegst tíma voru þau fjarlægt og þá birtist verkið, sem síðan hefur, í grunninn, fylgt okkur, í einhverju formi.
![]() |
Íslensk fornrit, XII bindi, Brennu-Njáls saga. Einar Ól. Sveinsson gaf út Hið íslenzka fornritafélag - Reykjavík - MCMLIV |
13 september, 2022
Austfirskar rætur (5) LOK
Magnús Jónsson, bóndi, 34 áraSigríður Ingibjörg Björnsdóttir, hs. kona, 29 áraAlfreð Magnússon, 8 áraHaraldur Magnússin 7 áraSkúli Magnússon, 4 áraBjörg Magnúsdóttir 3 áraÓskírð stúlka. 1s ársLjósbjörg Magnúsdóttir, móðir bónda, 74 áraJón Björgvin Guðmundsson, vinnum. 18 ára.
Jón Björgvin var sonur þeirra Guðmundar og Sigurbjargar, sem búið höfðu á Freyshólum, systursonur Magnúsar, sem sagt.
1923
Þetta ár leið og árið 1923 gekk í garð. Þegar á leið það var Ingibjörg enn þunguð og þann 14. október kom Fannay Magnúsdóttir í heiminn. Hún var síðan skírð þann 5. desember, ásamt systur sinni, sem hlaut nafnið Sigríður. Þrem dögum eftir skírnina lést Fanney og var jarðsett þann 31. dessember. Banameins hennar er ekki getið.
Á þessu ári fór Ljósbjörg í Gunnlaugsstaði og Jón Björgvin fór sem vinnumaður í Strönd.
1924
Svo hélt lífið áfram á Freyshólum. Árið 1924 fól ekki í sér neinar breytingar.
1925
Ljósbjörg (77), Guðmundur (65), Sigurbjörg (47) og Jón (21) voru öll komin í Ketilsstaði, en enn var fjölgunar von hjá Ingibjörgu og Magnúsi. Þann 16. júlí komu tvíburar í heiminn og þær voru skírðar daginn eftir, enda munu þær hafa verið fyrirburar. Þær fengu nöfnin Guðfinna og Pálína. Guðfinna lést þann 21. júli (eftir því sem mér sýnist í prestþjónustubók), en Íslendingabók segir hana hafa látist þann 27. júlí.
1926
Á þessu ári hvarf Skúli, á áttunda ári, frá Freyshólum og eftir voru Magnús og Ingibjörg með fimm börn, 0-12 ára gömul.
Skúli fór sem fósturbarn í Mjóanes til hjónanna Benediks og Sigrúnar Blöndal. Þau höfðu þá flutt í Mjóanes tveim árum fyrr frá Eiðum. Með þeim var Tryggvi Gunnar Blöndal, bróðir Benedikts, þá 10 ára. Sama ár og þau fluttu eignuðust þau soninn Sigurð.
Um dvöl Skúla hjá þeim Sigrúnu og Benedikt, fyrst í Mjóanesi og síðan á Hallormsstað, hef ég þegar fjallað: Að efna í aldarminningu (4) og læt ég það duga.
Víkingsstaðir koma við sögu síðar, en þar bjuggu á þessu ári Guðmundur Þorbjarnarson, bóndi (48) og kona hans Aðalbjörg Stefánsdóttir (40) me sex börnum sínum, móður bónda Ingibjörgu Guðmundsdóttur (67) og Einari Jónssyni Long (57) - en hann var síðar á Hallormsstað.
Ljósbjörg (78), Guðmundur (68) og Sigurbjörg 48) og Jón Björgvin (22) voru áfram á Ketilsstöðum. Þar var Jón búinn að ná sér í konu, Hildi Stefánsdóttur (29).
1927
Á þessu ári fluttu Magnús og Ingibjörg í Víkingsstaði með börn sín fimm, sem eftir voru heima. Hjónin sem þar höfðu verið, fluttu til Seyðisfjarðar.
Nú var Jón Björgvin Guðmundsson (23) orðinn bóndi á Freyshólum og þar var kona hans og barn á fyrsta ári, Stefán að nafni. Foreldrar Jóns voru þarna komnir líka og Ljósbjörg (79). magnað hvað Ljósbjörg var mikið á ferðinni.
1928
Jæja, nú var að færast einhver ró yfir mannskapinn, því enginn hreyfði sig frá sínum bæ.
1929
Haraldur (14) var ekki nefndur meðal heimilisfólks á Víkingsstöðum. Þetta ár var hann vikapiltur á Litla-Sandfelli hjá þeim Runólfi Jónssyni (27) og Vilborgu J. Jónsdóttur (23).
1930
Haraldur var þetta ár einnig á Litla-Sandfelli, en árið eftir var hann kominn í Seyðisfjörð til ömmu sinnar og afabróður.
Ljósbjörg var áfram á Freyshólum, orðin 82 ára.
1931
Enginn Haraldur enn á Víkingsstöðum, en ég fann hann á Lækjarbakka á Seyðisfirði, skráðan sem fósturson Sæbjargar ömmu sinnar og Sigbjörns, föðurbróður. Þarna var hann 16 ára.
Sæbjörg og Sigbjörn fluttu á Seyðisfjörð eftir ár sín í Jökuldalsheiði og þar lést Sæbjörg í apríl 1946, 65 ára að aldri. Sigbjörn lést rúmu ári síðar.
1932
Hér var Haraldur (17) kominn aftur frá Seyðisfirði og börnin á bænum þá aftur orðin fimm að tölu. Ljósbjörg varð 84 ára á árinu og enn á Freyshólum..
1933
Allt við sama á Víkingsstöðum.
1934
Haraldur var aftur farinn að heiman og ekki fann ég hvert.
1935
Jæja, Haraldur (20) var kominn aftur og hafði verið í Gíslastaðagerði.
1936
Öll fjölskyldan á Víkingsstöðum.
1937
Sigfríður var komin í Ketilsstaði og Haraldur í Hallormsstað, vinnumaður hjá Guttormi Pálssyni, skógarverði. Alfreð var kominn með titilinn "húsmaður" á Víkingsstöðum.
1938
Alfreð (24) var orðinn bóndi á Víkingsstöðum. haraldur og Sigfríður voru snúin til baka.
1939 - 1940 (seinni heimsstyrjöld)
Enn vóbreytt á Víkingsstöðum, 7 manns í heimili og Alfreð bóndinn.
1941
Ljósbjörg lést í hárri elli á Freyshólum, þann 5. janúar, 92 ára að aldri. Á Víkingsstöðum var áfram sama fólk með heimilisfesti.
1942
Hér var komin til sögunnar ný húsfreyja á Víkingsstöðum, Guðrún B. Þorsteinsdóttir (22), sem fæddist í Kambaseli á Djúpavogi, en kom í Víkingsstaði frá Gíslasöðum. Annað var óbreytt á bænum.
1943
Engin breyting.
1944
Hér fæddist þeim Alfreð og Guðrúnu dóttirin Þórný Sigurbjörg og Björg hafði hleypt heimdraganum. Hvert hún fór er mér ekki fulljóst.
1945
Sonurinn Benedikt bættist við hjá Guðrúnu og Alfreð og Pálína eignaðist soninn Sæbjörn Eggertsson.
1946
Óbreytt á bænum.
1947
Guðrún og Alfreð eignuðust þriðja barnið, dótturina Ljósbjörgu. Sigfríður (26) hélt út í heiminn og á þessu ári var hún skráð í "Kaupfélaginu".
1948 - 1951
Allt við það sama á Víkingsstöðum og Sigfríður áfram í Kaupfélaginu, 1948, en árið eftir var hún skráð í "Spítalanum" og árið þar á eftir á "Spítalanum III"
Magnús Jónsson, eftir að hann kom í Hveratún. |
1952
Á þessu ári var Magnús (65) ekki lengur skráður á Víkingsstöðum. Það er mér ljóst, að þó svo afi hafi verið skráður á Víkingsstöðum til 1951 þá kom hann í Hveratún árið 1950, til Skúla sonar sína og Guðnýjar Pálsdóttur. Þar var hann síðan til dauðadags, 16. janúar, 1965. Ég veit að hann hafði starfað við múrverk og hann hélt því eitthvað áfram, en skrokkurinn var orðinn lélegur.
Ingibjörg var á Víkingsstöðum til dauðadags 17. nóvember, 1968.
---------------------
Það er mér ljóst, að kirkjubækurnar segja ekki nema hluta sögunnar um þá forfeður mín sem hér hafa komið við sögu og þekking mín umfram það sem þessar bækur segja, er harla brotakennd.
Það liggur við að ég skori á ykkur (en geri það samt ekki) afkomendur Alfreðs, Bjargar og Pálínu að fylla í eyður og greina frá sögu þeirra eftir uppvaxtarárin á Víkingsstöðum. Þið sem ólust upp með ömmu, megið einnig gefa af henni fyllri mynd. Þá er saga Sigfríðar og Haralds ósögð, held ég.
Ég yrði harla glaður ef svona frásagnir birtust á síðu niðja Ingibjargar og Magnúsar á Facebook - nú eða annarsstaðar. 😇
![]() |
Sigfríður, brosmildur, grallaraspói. |
Austfirskar rætur (4)
Það er rétt að geta þess, að síðan ég skrifaði síðustu færslu, hef ég uppgötvað, að þann 12. mars, 1913, daginn eftir að þau gengu í hjónaband, eignuðust Ingibjörg og Magnús andvana son. Ég hef breytt fyrri færslunni til samræmis.
Byggðin í Jökuldalsheiði heyrir nú til liðna tímanum. Einu merkin um þá byggð eru bæjarrústir, sem blasa við augum vegfarenda. Allar eiga þær sína sögu, „sigurljóð“ eða „raunabögu“, eins og skáldið segir. Sú saga verður ekki sögð, en hún gæti, ef vel væri á haldið, orðið efni í margar bækur. .. (Björn Jóhannsson: Frá Valdastöðum til Veturhúsa)
Þessi næturstaður var langt frá mannabyggðum; að undanskildum nokkrum öðrum kotum, sem stóðu á víð og dreif um heiðina, var dagleið til byggða og þrjár dagleiðir í kaupstað, jafnvel að sumarlagi.
Það var ekki sjónarmunur á kotinu og jöklinum; samferðamenn mínir hittu á það með því að að fylgja sérstökum miðum. Við geingum mörg þrep niðurí jökulinn til að komast inní bæardyrnar. Baðstofukytran var á loftinu, niðri var hey og fénaður. Hér bjó karl og kerlíng, sonur þeirra og móðir bónda, farlama gamalmenni. Bóndinn átti nokkrar kindur, en hafði slátrað einu kúnni til þess að hafa nóg handa kindunum. Hann sagði að það gerði minna til þótt fólkið væri mjólkurlaust og matarlítið, aðalatriðið væri að hafa nóg handa kindunum." Fólkið í heiðinni dró fram allt það besta handa ferðalöngunum: þeir fengu soðið beljukjöt um kvöldið og soðið beljukjöt morguninn eftir, kaffi og grjótharðar kleinur. (HKL)
Það hafa sjálfsagt verið sagðar margar sögur af lífi fólks í Jökuldalsheiði og það er sannarlega ekki ætlun mín að fara að bæta þar við neinu umtalsverðu, en ekki neita ég því, að oft hefur mér orðið hugsað til þess hvernig líf afa og ömmu var, á þeim tíma sem þau urðu að ákveða hvert leggja skyldi leið í lífinu og síðan, hvernig líf þeirra í heiðinni var.
Upphafið var að það var ekkert jarðnæði að fá niðri í byggð og fólk fór að leita upp til heiða. Á tímabili var það þannig á Íslandi, að fólk þurfti að hafa land til að geta gift sig.Fyrsta heiðarbýlið var byggt 1841 og það síðasta 1862 og byggðust mörg á gömlum seljum. Þegar mest var er talið að um 120 manns hafi búið í Jökuldalsheiði.Það voru 16 býli sem byggðust en ekki nema 12-14 byggð á hverjum tíma.Því fylgdu ákveðin lífsgæði að búa í heiðinni. Það var silungur í vötnum og fuglinn og jafnvel hreindýr og þetta var yfirleitt grasgefið og það voru tínd fjallagrös. Þetta var svona sjálfsþurftabúskaður.Það vor um 75 km leið að fara í Vopnafjörð, þar sem var kaupstaðurinn lengi vel, svo það var ansi langt að fara með klyfjahesta. Þetta snérist um að eiga sitt og vera ekki upp á aðra kominn - svolítil sjálfstæðisbarátta.
En það var svona rómantík hérna og ekkert skrítið, það getur verið alveg yndislegt að vera hérna. - En svo kom veturinn og þá varð harðbýlt og erfitt. (Úr viðtali við Hjördísi Hilmarsdóttur í Landanum í RUV, 4. okt. 2021)
Rangárlón eða Rangalón
Rangárlón eða Rangalón er eyðibýli við norðanvert Sænautavatn. Bærinn var byggður 1844 úr Möðrudalslandi, en fór í eyði 1924 og enn þá sjást bæjarrústirnar greinilega.(Nat.is)Lagt í hann
Ekki veit ég neitt um hvernig ferð fjölskyldunnar frá Freyshólum upp í Jökuldalsheiði var háttað og þá er ekki um annað að ræða en beita ímyndunaraflinu.
Ferðin
![]() |
Mynd Björn Björnsson, af Sarpur.is |
Á Rangárlóni
![]() |
- smella til að stækka - |
Sæbjörg og Sigbjörn fluttu sig um set í heiðinni, að Grunnavatni, sem var í um 10 km frá Rangárlóni. Þar lést húsfreyjan á í byrjun september og þá voru þar eftir ekkillinn Guðni Arnbjörnsson (77) ásamt syni sínum Björgvin (28). Sæbjörg og Sigbjörn voru á Grunnavatni til ársins 1924, en Guðni lést í nóvember það ár.
Rangárlón kvatt
35/70 og öfugur karlahringur
Ég held að við Kristinn Kristmundsson höfum verið sem næst jafn lengi viðloðandi Menntaskólann að Laugarvatni. Við lukum þaðan báðir stúdent...

-
Hörður V. Sigurðsson Mynd frá Asparlundi Þegar við þurftum að fara upp í Holt lá leiðin eftir veginum sem nú kallast Skúlagata, út á þjóðveg...
-
Það vantaði prófíl mynd á facebook og ég reddaði því Þegar samferðafólkið um þessa lífsgöngu fer að tína tölunni smátt og smátt og oft óvænt...
-
"Fleiri nýjungar litu dagsins ljós og voru til marks um þá viðleitni stjórnvalda og skólayfirvalda að endurskipuleggja starfsemi mennt...