31 október, 2022

Ljósahátíð í Laugarási

Í dag klukkan 17 verða ljósin á Hvítárbrú hjá Iðu tendruð enn á ný. Ég fór að velta fyrir mér ártölum í því sambandi og þá kom Facebook að góðum notum. 

"Upphafið að þessu verkefni var árið 1998 á verkstæðinu á Iðu. Það hafa ætíð svo margir fleiri einstaklingar báðum megin árinnar komið að þessu verkefni.."  

sagði  Elinborg Sigurðardóttir á Iðu í viðbrögðum við umræðum sem sköpuðust eftir að Jakob Narfi Hjaltason setti þetta þarna inn, þann 12 desember 2016, en þau voru svona:

Þarna hafði smám saman fjarað undan þessu verkefni og ég treysti mér ekki til að lýsa því hvernig það gerðist, en það skiptir kannski ekki máli úr því sem komið er. Allavega veit annað fólk meira um það en ég.

Þessi færsla Jakobs hreyfði við fólki og það þarf ekki að orðlengja um það, að það var drifið í að kaupa perur og koma ljósunum á brúna, en það var gert þann 17. desember. Til þess að standa straum af kostnaði við peruskiptin var leitað til félaga, fyrirtækja og stofnana, auk þess sem opnaður var reikningur þar sem fólk gat lagt til fé til styrktar þessu málefni.

Síðan hefur tekist að halda verkefninu við, þó óhjákvæmilegur kostnaður falli til, vegna þess að það þarf að skipta út ónýtum perum og koma ljósakeðjunni upp og síðan taka hana niður. 

Ég held að það sé á engan hallað, þegar ég nefni Jakob Narfa Hjaltason til sögunnar, sem þann sem hefur borið hitann og þungann af þessu afar skemmtilega verkefni. Fleiri hafa sannarlega komið við sögu, í mismiklum mæli, en ég treysti mér ekki til að fara að tína allt það fólk til. 

Nú er greinilega búið að auka í, með því Hagsmunafélag Laugaráss og Menningarmálanefnd sveitarfélagsins ásamt fólkinu í Slakka, koma nú að málinu, til að gera meira úr tendrun brúarljósanna. Það er blásið til Ljósahátíðar í Lauugarási.
 Þetta finnst mér fagnaðarefni. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...