23 febrúar, 2009

Kemur hreint ekki á óvart

Það eru þau öfl í þessu ólíkindalandi sem ekki þola ljós dagsins. Þau er að finna víða, ekki síst í þeim kimum sem kallast Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. 
Það er ekki nóg að hvítþvo andlitið með sjónvarpsstjörnu og skilja allt sem undir er eftir með gamla skítnum.
Mér segir svo hugur um, að nú sé komið á samband milli íhalds og framsóknar  - sem felur í sér loforð um samvinnu og helmingaskipti á næsta kjörtímabili. Ég þykist viss um að framsóknarmenn séu  í þessu samkomulagi búnir að lofa að tryggja að ekki verði gerðar breytingar á lögum um Seðlabankann.

Til að þetta sé ekki of áberandi gagnvart stjórnarflokkunum ákváðu framsóknarfélagarnir að greiða atkvæði með og á móti og sjónvarpsandlitið slær svo úr og í. Gamla framsókn enn og aftur. 
Verður nokkuð nýtt Ísland??

Þingmenn eru furðulostnir vegna andstöðu Höskuldar Þórhallssonar þingmanns við að afgreiða frumvarp ríkisstjórnarinnar um Seðlabanka Íslands úr viðskiptanefnd. Hermt er að Höskuldur sé með þessu í andstöðu við þingflokk Framsóknar en varaformaðurinn, Birkir Jón Jónsson, greiddi atkvæði með stjórninni. Sjálfur segist Höskuldur njóta stuðnings Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í afstöðunni. Innan stjórnarliðsins er þannig litið á að þingmaðurinn sé með þessu að hlaupa í vörn fyrir Davíð af dularfullum ástæðum. 
Einhverjir telja að glitti í Finn Ingólfsson, einn helsta hugmyndafræðing Framsóknar til fjölmargra ára. - DV

Hvað var ég búinn að segja?

1 ummæli:

  1. Undarleg er vor kirkja
    íslenskra stjórnmála.
    Vær' ekki ráð að virkja
    vel flest er þar rjála,
    til þess að tæta annað
    til dæmis verka fisk?
    Klíkur sig enn fá sannað
    svo mér í dag virðist.

    (Bloggskapur um óheilindi, klíkuskap og ráðaleysi... o.fl.)
    Hirðkveðillinn

    P.S.
    Svei... ekki mér... heldur fíbblunum sem virðast æ og sí trúa að við "bara föttum ekkert".
    H.kv.

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...