17 febrúar, 2009

Tímamótaheimsókn


Þessa dagana heiðrar ungfrú Júlía Freydís, afa sinn og ömmu, með nærveru sinni. Henni til fulltingis eru foreldrarnir, eins og nærri má geta.

Ekki þarf ég að fjölyrða um alla þá kosti sem þessi unga snót hefur til að bera, en návist hennar er hreint ekki þess eðlis að ástæða sé til að kvarta í neinu. 
Gamlir taktar láta á sér kræla og stutt virðist síðan síðast. Munurinn augljóslega sá, að nú er þeim sem ábyrgðina ber, færður böggullinn þegar staða mála er orðin þannig, að flokka megi sem þeirra mál fremur en mitt.
Þetta er allt hið ljúfasta mál, enda ungfrúin að mestu leyti sérlega ánægð með afa sinn, eins og reyndar er ekki óeðlilegt.

Þar birtist  oss sakleysis brosið
sem bræða nær hjarta,
sem kannski var ferlega frosið,
- en finnur von bjarta



2 ummæli:

  1. Greinilega' er greindarskinn
    svo góð og hlý við afa sinn
    leggur mjúka kinn að kinn
    koss frá afa þiggur:
    "annars verður hann svo ósköp hryggur".

    (Bloggskapur um lítið barn - og hugleiðingar þess um afa).

    Hirðkveðillinn

    p.s. en svipurinn á litla stýrinu þegar hún virti föður sinn fyrir sér í kirkjunni!!' Pjéninga virði; pjéninga!

    SvaraEyða
  2. ó hún er svo sæt .... veit hreinlega ekki hvar þetta endar ..

    bkben, skírnarvottur

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...