Smám saman hefur verið að skýrast hvernig ferðinni verður háttað, en einn meginþáttur hennar, sem fyrir liggur, er samsöngur okkar með 110 manna kór á tveim messum: Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar og Berlínarmessu Arvo Pärt. Flutningurinn fer fram í einni merkustu kirkju Berlínar, Gethsemanekirche, sem er í fyrrverandi austur Berlín. Þessi kirkja er einna þekktust í tengslum við átökin sem áttu sér stað í lok níunda áratugar síðustu aldar.
- Í kirkjunni, sem var byggð um miðja 19. öld, safnaðist fólk víða að saman árið 1989 til að taka þátt í friðarvökum sem voru haldnar á hverju kvöldi og sem presturinn í kirkjunni stjórnaði. Þessar vökur reyndust eiga mikilvægan þátt í því að Þýskaland var sameinað.
Gethsemanekirche Stargarder Straße 77, Berlin 10437 • +49-(0)-30-4471-5567
Gaman verður glæstr' í för
SvaraEyðagóður söngur mun, og fjör,
öndin verður uppi, ör
alveg hreint á toppi.
kætin lýs'af hverju hjart'
og kroppi
(Bloggskapur um Berlínartilhlakk)
Hirðkveðillinn