01 mars, 2009

Hugsað fram í júní.....

Eins og öllum ætti að vera ljós sem kíkja hingað inn við og við, er framundan utanlandsför kórs nokkurs. Ferðinni er heitið til Berlínar í byrjun júní.  
Smám saman hefur verið að skýrast hvernig ferðinni verður háttað, en einn meginþáttur hennar, sem fyrir liggur, er samsöngur okkar með 110 manna kór á tveim messum: Brynjólfsmessu Gunnars Þórðarsonar og Berlínarmessu Arvo Pärt. Flutningurinn fer fram í einni merkustu kirkju Berlínar, Gethsemanekirche, sem er í fyrrverandi austur Berlín. Þessi kirkja er einna þekktust í tengslum við átökin sem áttu sér stað í lok níunda áratugar síðustu aldar. 
  • Í kirkjunni, sem var byggð um miðja 19. öld, safnaðist fólk víða að saman árið 1989 til að taka þátt í friðarvökum sem voru haldnar á hverju kvöldi og sem presturinn í kirkjunni stjórnaði. Þessar vökur reyndust eiga mikilvægan þátt í því að Þýskaland var sameinað.

Gethsemanekirche Stargarder Straße 77, Berlin  10437 • +49-(0)-30-4471-5567







1 ummæli:

  1. Gaman verður glæstr' í för
    góður söngur mun, og fjör,
    öndin verður uppi, ör
    alveg hreint á toppi.
    kætin lýs'af hverju hjart'
    og kroppi

    (Bloggskapur um Berlínartilhlakk)
    Hirðkveðillinn

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...