Það hefur löngum verið sagt að svo lengi læri sem lifi og síðan einnig að símenntun og viðbótarmenntun sé
nauðsynleg hverjum nútímamanni. Því er haldið að fólki, að það sé hverjum manni nauðsynlegt að fylgjast með þeim stefnum og straumum sem ráða ferðinni hverju sinni.
Ég var síðast í alvöru formlegu námi veturinn 1991-92 og þar áður 1975-79. (Þetta er hrikalega langt í burtu orðið) Það nám skilaði mér réttindum til að sinna því starfi sem ég sinni í dag.
Eftir því sem árin liðu, varð mér meira og meira hugsað til þess, að ef til vill væri tími til kominn að bæta einhverju við sig. (Svona lagað gengur nú yfirleitt ekki hratt fyrir sig á þessum bæ).
Það var svo vorið 2006 að ég ákvað að láta til skarar skríða og skráði mig til diplómanáms í opinberri stjórnsýslu við HÍ.
Diplómanám þetta telst vera hluti af námi á meistarastigi, en bara miklu minna að umfangi, en nýtist þó að öllu leyti ákveði maður í framhaldinu að fara í meistaranám.
Þar sem ekki var um annað að ræða en taka þetta nám með vinnu, var ekki um annað að ræða en mjatla þetta smám saman, en um var að ræða 5, 6 eininga námskeið.
Síðasta námskeiðinu lauk ég í desember síðastliðnum og það var síðan í gær sem ég var formlega afgreiddur frá HÍ með þessari diplómu.
Námskeiðin sem mér tókst að klára mig af voru þessi:
Opinber stjórnsýsla
Mannauðsstjórnum ríkis og sveitarfélaga
Starfsumhverfi og stjórnun sveitarfélaga
Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur og starfsmenn opinberra stofnana
Almannatengsl
- Ég varð að leyfa mér smávegis sjálfhverfu, svona einu sinni.
Það var engu líkara en ég hefði himin höndum tekið
og að allir heimar hefðu opinberað mér leyndardóma sína.
Það var þó áður en varði örugglega oní mig rekið
og ekkert reyndist vera eins og í var þar látið skína.
- frjáls aðferð
Eftirfarandi barst mér frá Frú Helgu Ágústsdóttur með beini um að það skyldi fært hér inn. Svo hefur nú verið gert, enda geri ég oftast það sem mér er sagt.
Henni er jafnframt þakkað framlagið og kveðjuna sem í því felst.
Skírteinið hið fagra skína sé
skírteinið, sem beygja nær mín kné
lít ég nú í ljóma þennan mann:
Líkast til að menntur vel sé hann.
Skortir orð og skarta öfund nú,
skelfing sem ég vildi -eðli trú-
geta flaggað grip af téðri sort:
greinilegar - trauðla verður ort.
Andað getur aðeins léttar nú
undur mikinn dugnað sýndir þú
harkan líka' – hanga á skólabekk:
Hundrað fyrir árum, burt ég gekk.
Knýr nú dyra björt og betri tíð
blikar skírteinið um ár og síð
takmark náðist töluvert, nú má:
Tralla og syngja – Ligga LiggaLá!
(Bloggskapur til samglaðnings
við útskrift úr H.Í.)
Hirðkveðillinn
skírteinið, sem beygja nær mín kné
lít ég nú í ljóma þennan mann:
Líkast til að menntur vel sé hann.
Skortir orð og skarta öfund nú,
skelfing sem ég vildi -eðli trú-
geta flaggað grip af téðri sort:
greinilegar - trauðla verður ort.
Andað getur aðeins léttar nú
undur mikinn dugnað sýndir þú
harkan líka' – hanga á skólabekk:
Hundrað fyrir árum, burt ég gekk.
Knýr nú dyra björt og betri tíð
blikar skírteinið um ár og síð
takmark náðist töluvert, nú má:
Tralla og syngja – Ligga LiggaLá!
(Bloggskapur til samglaðnings
við útskrift úr H.Í.)
Hirðkveðillinn
Flott hjá þér.
SvaraEyðaTil hamingju með gráðuna.
Hvað ætlið þið hjónakornin svo að læra næst???
Ég óska þér hjartanlega til hamingju Palli minn.
SvaraEyðaBestu kveðjur,
Aðalheiður
VeiVei - Til hamingju með áfangann :)
SvaraEyðaÞakka góðar kveðjur.
SvaraEyða