15 október, 2010

Skoðanafasismi?

Loksins gerðist það í fréttum RUV í gær að það kom viðtal við einhvern sem hafði eitthvað fram að færa annað en sjálfsvorkunn. Þarna var kominn maður sem leit þannig á málin, að hann hefði tekið lán með augun opin, og að ákvörðunin hefði verið hans - hann ætlaði að nýta sér úrræði sem í boði væru til að auðvelda afborganir og að það virtist ætla að ganga upp þó svo þetta væri allt erfiðara en af stað var lagt með.
Ég var nú svo grænn að ég hélt að hér væri á ferðinni sú tegund fólks sem ætlar ekki að láta mótlætið buga sig, heldur berjast í gegnum brimskaflana, eins og fólk gerði áður fyrr.

Mér brá þegar ég sá svo þetta í miðlunum í dag
Þvílík svívirða! Óskaplega hneykslanlegt athæfi. Maðurinn reyndist vera VINSTRI GRÆNN!!!
Við vitum það fyrir víst, að þar er ekki að finna neitt nema öfgafólk. Pjúhhh, guði sé lof fyrir að það komst upp um manninn áður en enn meiri skaði hlaust af. Guði sé lof fyrir að við losnum við að þurfa að hlusta á sjónarmið einhvers fólks sem kann ekki að barma sér. Þennan kommúnístalýð!

RUV baðst afsökunar á viðtali við mann vegna þess að við eftirgrennslan reyndist hann tilheyra stjórnmálaflokki - þetta reyndist vera vinstri maður - kommúnísti, jafnvel!

Ég held að það sé útilokað að RUV hafi nokkurntíma gert þau mistök áður að ræða við fólk án þess að kanna hvort það væri með flokksskírteini á sér. Þetta er auðvitað grundvallaratriði.

Fréttin var afturkölluð og við getum haldið áfram í friði við að ærast af bölmóðinum, því þar er verið að tala við rétthugsandi fólk.
Auðvitað gat maður úr VG ekki verið að segja satt. Hann var bara að verja hagsmuni flokksins síns, þó nú væri. Ég gæti best trúað að valdaklíkan í VG hafi bara lofað honum að afskrifa skuldir hans ef hann talaði með þessum hætti.

---------------------------------
Sannast sagna minnti þetta mig allt á tilvik úr barnaskóla, þar sem alþýðubandalagsmaður var kærður til skólayfirvalda fyrir áróður gagnvart ómótuðum nemendum sínum. Á sama tíma var annar kennari, bláleitur, einkar duglegur við að halda hinum réttu skoðunum að ungviðinu, og það var auðvitað hið besta mál.

Jæja.

3 ummæli:

  1. hvað er eiginlega að gerast??? Er þetta sjálfur PMS sem skrifar? :) Frekar ólíkt þeim stone-stepping skrifum sem maður er vanur, en hið besta mál :)

    SvaraEyða
  2. Dropinn holar steininn.
    Svo má deigt járn brýna að bíti.

    SvaraEyða
  3. Mig brestur orð og bragurinn þess geldur
    en bannsett forheimskan hér ýmsu veldur:
    eru á vappi andans smábörn víða,
    sem eru að reyna að hlaupa fyrr en skríða.

    Hirðkveðill hróflar upp leirburði vegna flokksskírteinaskorts o.fl.

    ("Gasalega er nú mikið af vitleysingjjjum í umferð" - Úr gullkornasafni H.Ág.)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...