Það má segja að upptakturinn að kvöldi þessa 4. dags ferðarinnar, (21. júní) hafi bara verið, eða hefði getað verið rólegur og þægilegur. Að loknum staðgóðum morgunverði, lögðumst við fD á sundlaugarbakkann, þar sem óhindrað sólarljósið fékk að leika um flesta líkamshluta, en vandlega sáum við til þess að snúa okkur með reglulegu millibili, milli þess sem sundlaugarbarinn var heimsóttur til að nálgast Aperol spritz, sem mun vera nokkurskonar tískudrykkur þarna syðra.
Þar kom þó, að ekki þótti okkur ráðlegt að ögra húðinni með of miklu sólarljósi þennan daginn og úr varð, gagnstætt því sem ákveðið hafði verið um morguninn, að rölta í bæinn til að sækja þar vikulegan markað, sem reyndist ekki vera neinn smá markaður - náði yfir um kílómetra leið með ströndinni. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að langt er síðan ég hef séð jafn mikið af kvenfatnaði. Nánast hver einasti bás reyndist sneisafullur af flíkum handa konum. Í einum eða tveim mátti sjá eitthvað sem körlum var ætlað og þar fyrir utan rakst maður á bása með einhverju dóti. Við gengum þennan markað nánast á enda án mikillar uppskeru, enda ekki um að ræða verslunarferð til Ítalíu, heldur menningarlega kirkjukórsferð.
Þar kom þó, að ekki þótti okkur ráðlegt að ögra húðinni með of miklu sólarljósi þennan daginn og úr varð, gagnstætt því sem ákveðið hafði verið um morguninn, að rölta í bæinn til að sækja þar vikulegan markað, sem reyndist ekki vera neinn smá markaður - náði yfir um kílómetra leið með ströndinni. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að langt er síðan ég hef séð jafn mikið af kvenfatnaði. Nánast hver einasti bás reyndist sneisafullur af flíkum handa konum. Í einum eða tveim mátti sjá eitthvað sem körlum var ætlað og þar fyrir utan rakst maður á bása með einhverju dóti. Við gengum þennan markað nánast á enda án mikillar uppskeru, enda ekki um að ræða verslunarferð til Ítalíu, heldur menningarlega kirkjukórsferð.
Eftir harla hlýja gönguna á markaðinn tókum við séns á smávegis sólböðum, en lágum þó frekar undir sólhlíf eða tókum sundsprett í lauginni - hið ljúfa líf, sem sagt, eða eins og Ítalir segja "la dolce vita".
Þegar sá tími kom hófst undirbúningur fyrir kvöldið, en þar stóð í ferðaáætlun, að um væri að ræða "vínsmökkun og kvöldverð". Hljómaði ósköp venjulegt, svo sem. Við höfðum áður tekið þátt í þannig samkomum og þóttumst vita hvað þetta myndi fela í sér. Þetta reyndist þó ekkert sérlega venjulegt.
Fólksflutningabifreiðin flutti hópinn sem leið lá á vínbúgarðinn Borgo la Caccia, en myndir frá þeim stað má sjá hér. Það sem ég hélt að væri bara svona venjulegur vínræktandi reyndist vera ótalmargt annað. Þessi búgarður er ekki gamall í núverandi mynd, en eftir því sem mér skildist var að einhver vellauðugur maður sem keypti jörðina og hóf þar uppbyggingu af miklum krafti og vínframleiðslan hefur margfaldast síðan.
Stór hluti starfseminnar snýst einnig um að hjálpa ungu fólki sem hefur villst af leið í lífinu, til að finna aftur fótfestu í lífinu. Því er boðin vinna þarna og ekki bara við vínframleiðslu, enda er ýmislegt annað ræktað og önnur starfsemi stunduð. Til dæmis er rekið trésmíðaverkstæði, mikil ferðaþjónusta (vínsmökkun, viðburðir og hátíðir af ýmsu tagi) og elliheimili fyrir veðhlaupahesta sem koma víða að úr Evrópu til að njóta elliáranna og gefa af sér efni til framleiðslu á nýjum veðhlaupahestum.
Fræðst um vínvið |
Stór hluti starfseminnar snýst einnig um að hjálpa ungu fólki sem hefur villst af leið í lífinu, til að finna aftur fótfestu í lífinu. Því er boðin vinna þarna og ekki bara við vínframleiðslu, enda er ýmislegt annað ræktað og önnur starfsemi stunduð. Til dæmis er rekið trésmíðaverkstæði, mikil ferðaþjónusta (vínsmökkun, viðburðir og hátíðir af ýmsu tagi) og elliheimili fyrir veðhlaupahesta sem koma víða að úr Evrópu til að njóta elliáranna og gefa af sér efni til framleiðslu á nýjum veðhlaupahestum.
Þó svo stór hluti húsnæðisins virðist vera frá 15 öld, þá er það ekki svo. Þarna hefur nýtt verið byggt úr gömlu, héðan og þaðan frá Ítalíu.
Hluti forréttanna |
Vín frá Borgo la Caccia, komið á Selfoss. |
Eftir matinn lá leið í vínkjallarann og lagið tekið, og síðan upp í móttökusal, þar sem lagið var tekið líka og þá við meðleik eða undirleik píanóleikarans sem var með í för.
Sá fékk í ferðinni ítrekaðar ákúrur fyrir að vera ekki með píanó með sér og í það minnsta tvisvar "rak" kórstjórnandinn hann af þeim sökum - eða þannig hljóðuðu orðin, allavega.
Eftir víninnkaup lá svo leið aftur á Hótel Oliveto í Desenzanobæ og við tók nætursvefn, enda strangur dagur framundan - Feneyjaferðin mikla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli